Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 23
/./ III Texti: Sigríður B. Tómasdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Það var hrein tilviljun sem réði því að Þórunn Hermannsdóttir, eða Tóta eins og hún er kölluð, fór að starfa með jafningjafræðslunni. Tóta er félagsmálafrík að eigin sögn og var beðin um að taka að sér að vera tengill jafningjafræðslunnar í sínum skóla. Hún sér ekki eftir því enda hefur hún hellt sér út í starfsemi jafningjafræðslunnar og á nú sæti í framkvæmdastjórn hennar. Stjórnarmenn eru kosnir úr hópi tengla sem sitja í öllum framhaldsskólum. Það er bryddað upp á ýmsu á vegum jafningjafræðslunnar og var t a.m. farið til Færeyja á dögunum. Að sögn Tótu tókst ferðin f/ábærlega. Á fjórða tug ungmenna fór til þessara granna Islendinga, auk forstjóra Samvinnuferða og kvikmyndatökumanna. Þeir voru í fylgd með hópnum í því skyni að festa ferðina á filmu en stefnt er að því að gera þátt um ferðina. Haldið var frá íslandi á föstudegi og komið til baka á mánudegi. Tóta segir móttökur heimamanna hafa verið höfðinglegar. Helgin var nýtt til skoðunarferða og var dansiball (eins og það heitir upp á færeysku) á laugardagskvöldinu. Ekkert áfengi var haft um hönd en hópar á vegum jafningjafræðslunnar Þekkja nú orðið vel hversu mikið stuð er að skemmta sér án þess að bakkus sé með í för. Á mánudeginum var svo haldinn fundur í framhaldsskólanum í Þórshöfn. „Við hittum áhugasama unglinga að máli enda hefur komið til tals að setja jafningjafræðslu á laggirnar í Færeyjum." það segir sína sögu um starfsemi jafningjafræðslunnar hér á landi að orðstír hennar hefur borist út fyrir landsteinana. Það er samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með jafningjafræðslunni að vel hafi tekist til og umræðan sem hún hefur vakið þörf. í stuttu máli felst starfsemi jafningjafræðslunnar í fræðslu um skaðleg áhrif fíkniefni og hafa ungir fíklar verið virkjaðir til að segja uagmennum frá eigin reynslu. Tóta segir þessa aðferð gefast vel enda ungt fólk oft fúsara að hlusta á jafnaldra sína en eldra fólk. „Meginmarkmið er að fá fólk til að hugsa sjálfstætt þannig að það geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Til þess að ná þessu takmarki er nauðsynlegt að vera upplýstur" segir Tóta. „Þess vegna verður að fræða ungt fólk um fíkniefni.“ Tóta er vel kunnug þessari hlið starfseminnar en hún vann síðastliðið sumar á vegum jafningjafræðslunnar. Hún fór þá á milli staða í Vinnuskólanum ásamt fíkli og ræddi við unglinga. Tóta leggur áherslu á að jafningjafræðslan sé grasrótarhreyfing. Öllum er opið að vera með og er þátttakan ekki bundin við skólafólk. Aðstaða jafningjafræðslunar er í Hinu húsinu og er hægt að nálgast aðstandendur hennar þar. Hún segir tenglana koma úr öllum áttum og hafi þeir mjög ólíkan bakgrunn. „Sumir þekkja til heims fíkniefna af eigin reynslu, aðrir hafa aðeins kynnst honum af afspurn,” segir hún, „en öll erum við full af áhuga og eldmóði til að vinna að þessu forvarnarstarfi.“ Ekki spillir fyrir starfinu hversu góð tengsl hafi myndast meðal þeirra sem starfa að jafningjafræðslunni og hvetur Tóta ungt fólk til að kynna sér starfsemina. „Það er mjög þroskandi að taka þátt í starfsemi eins og jafningjafræðslunni. Maður lærir mjög mikið á því að umgangast svona margt fólk og takast á við þetta verkefni.“ Hún segist viss um að hún muni búa að þessari reynslu í framtíðinni og er óhætt að taka undir þau orð. Þú getur pantað hamborgara, pastarétti, samlokur, kjúklingavængi, franskar kartöflur, Jalapeno belgi og síðast en ekki síst...pizzur sem eru okkar fag! bessu rennir bú síðan niður með ísköldu kóki. PIZZApSID CRENSASVECI 10 SIMI 533 2200

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.