Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 26
ilhlaup 14. mai . ^22. UMFI Borgames Si.-ó./r/A' /997 Smáþjóðaleikarnir 2. - 7. júní 1997 31. mai ReyV>»vfl(,fflj UMSK IBH mai I tilefni 9/ Smáþjóðaleikanna Velkomin á Smáþjóðaleikana UNGMENNAFELAG ISLANDS 03 22« Landsmót UMFÍ UMFÍ hefur, í samvinnu við undirbúningsnefnd Smáþjóðaleikanna '97 hlaupið með kyndil hringinn í kringum landið. Hlaupið hófst 1. maí síðastliðin með setningarhátíð, sem haldin var á gervigrasvellinum í Laugardal þar sem kyndilinn var tendraður og lagt var af stað. Hlaupið var um Suðurnes og austur um Suðurland og áfram austur. Áætlað er að hringurinn lokist 31. maí á íþróttaleikvanginum í Laugardal, þegar kyndillinn var afhentur fulltrúa undirbúningsnefndar leikanna. Hlaupið var tæplega 2500 km leið og var ráðgert að fara hana í 30 áföngum. Ekki var eingöngu hlaupið á þjóðvegi númer eitt heldur voru langflestir þéttbýlisstaðir á landinu heimsóttir. Þannig var farið á flesta firði bæði fyrir vestan og austan, auk þess sem ströndin fyrir norðan og Snæfellsnesið var farið. Bryddað var upp á ýmsum leiðum til að bera kyndilinn t.d. var siglt með hann þar sem því var við komið o.fl. Einnig var leitað til hesta- og hjólreiðamanna þar sem dagleiðirnar eru langar til að komast hraðar yfir með kyndilinn áfram milli náttstaða. Samböndin og íþróttafélögin út um allt land sáu um framkvæmd og skipulagningu á sínum svæðum og höfðu forsvarmenn félaganna tekið mjög jákvætt í það gera hlaupið fjölbreytilegt og eftirminnilegt. Við lok Smáþjóðaleikanna mun eldurinn verða notaður til að tendra Landsmótseld UMFÍ. Hlaupið verður með Landsmótseldinn í Borgarnes þar sem 22. Landsmót UMFÍ fer fram dagana 3.-6. júlí í sumar. Er ætlunin að þaðan í frá muni UMFÍ láta Landsmótseld loga á mótum sem haldin verða í framtíðinni. Það er von okkar að þessir merku íþróttaviðburðir sem framundan eru verði til að vekja athygli á því gríðarlega mikla og góða starfi sem íþróttahreyfingar um allt land eru að vinna. Síðast en ekki síst vonumst við til að ná til almennings á öllum aldri svo þeir drífi sig með því að hlaupið verður með þeim hætti að hver og einn getur hlaupið á þeim hraða sem hentar honum og eins langt og treystir sér til - aðalatriðið er að vera með. Hægt verður að fylgjast með í fjölmiðlum hvar hlaupið er statt hverju sinni auk þes sem íþróttafélögin koma til með að auglýsa það vel upp á sínum svæðum. íþróttamenn og skokkarar um allt land leggið ykkar af mörkum til að gera þennan sérstaka íþróttaviðburð sem eftirminnilegastan og takið þátt í Kyndilhlaupinu. 26 ^jÁ) ÆáiI.'lJw

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.