Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 34
Texti: Valdimar Kristófersson og Jóhann Ingi Árnason Myndir: Sigurjón Ragnar Velimar Sergic hefur þjálfað yngri flokka Heflavíkur undanfarin átta ár meO hreint ótrúlegum árangri. Skoðanir hans á knattspyrnu eru sérstakar en ákveönar en eitt er víst aO hann skilar árangri. Skinfaxi hitti Velimar aO máli á æfingasvæöinu f Keflavík þar sem hann var aö búa sig undir æfingar dagsins. Hvernig stóð á því að þú komst til íslands? „Ég kom hingað 1989. Vegna þess að vinur minn hafði búið hér á landi til fjölda ára. Hann heitir Luet og rekur jóga stöð í Reykjavík. Við aðstoðuðum hvorn annann er við kláruðum Háskólann í Júgóslavíu, þar sem ég nam knattspyrnuþjálfun en hann jóga. Ég var búinn að þjálfa í tíu ár í Júgóslavíu og var því tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt. Ég hef einbeitt mér að þjálfun yngri kynslóðarinnar og hér í Keflavík hafði ég tækifæri á að byggja upp nýtt lið fyrir framtíðina. Eftir að hafa þjálfað hér í átta ár get ég ekki sagt að ég sé ánægður, því aðstæður til þjálfunar eru ekki góðar og mjög ólíkar þeim er ég vandist í Júgóslavíu. En allir þjálfarar eiga við sömu vandamál að glíma hér á landi. Aftur á móti er ég mjög ánægður, því hér er mikið um mjög efnilega stráka sem geta orðið góðir leikmenn í framtíðinni.” Hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Keflavík eftir að þú komst? „Já, fyrstu tvö árin mín hjá Keflavík var Rúnar Lúðvíksson 34

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.