Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 38
Elti bróðir minn Ég er búin að æfa sund í 12 ár en ég byrjaði að æfa sund sjö ára og ástæðan fyrir því var sú að bróðir minn var á fullu í sundinu og ég elti hann á æfingar. Verður að hafa aga og metnað Til að vera góður sundmaður verður þú að hafa vissa tilfinningu fyrir vatninu. Það er líka nauðsynlegt, eins og í öllum öðrum íþróttum, að hafa aga og metnað. Það fer mikill tími í æfingarnar og það þarf að fórna ýmsu öðru fyrir íþróttina og það eru ekki allir sem eru tilbúnir til þess. Kollinn í lagi Sund er erfið íþrótt og á æfingum er nauðsynlegt að vera ákveðin og hafa tæknina í lagi. En þegar á mót er komið skiptir það mestu máli að hafa kollinn í lagi. Persónulega held ég að það skipti miklu máli að hafa tilfinningu fyrir vatninu en auðvitað verður allt annað að fylgja með. Nauðsynlegt að nýta tökin Þegar ég tala um að vera með tilfinningu fyrir vatninu á ég við að nýta þau tök sem þú tekur sem best. Það er kannski erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem ekki stunda sundíþróttina en þeir sem eru í sundinu vita hvað ég á við. Knattspyrna númer 147 á heimslistanum Ég er nú ekki sammála því að við náum ekki jafn góðum árangri á erlendri grundu eins og aðrar íþróttagreinar. Knattspyrna var nú til dæmis númer 147 á heimslistanum síðast þegar ég

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.