Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 12
Kristmar Ólafsson er framkvæmdastjóriLlandsmótsins. Hlutverk hans er stórt og veigamikið. Hann sér m.a. um fjármálin, útgáfumál, og stýringu á umferða- og gæslumáium svo fátt eitt sé nefnt. Þessum störfum fylgja 900 sex tíma vaktir sem Kristmar þarf að sjá um að manna. Ólíkt flestum þeim sem vinna að Landsmótinu í ár, þá hefur Kristmar aðeins komíð á eitt Landsmót og það var á Akranesi 1975. Hann er þó mikill áhugamaður um íþróttir og veit nákvæmlega hvernig á að standa að framkvæmd og undirbúningsvinnu fyrir slíkt mót. Texti: Valdimar Kristótersson Mynd: Jóhann Ingi Árnason - Hvernig hefur undirbúningi miöaö? „Mjög vel. Líklega hefur undirbúningurinn fyrir mótið nú verið með dálitlu öðru sniði en áður þar sem sett var upp ákveðið skipurit af mótinu, sem er hefðbundið skipurit eins og fyrirtæki vinna eftir. Settir voru upp sjö höfuðhópar sem vinna afmarkað í hverju máli. Við höfum fengið mjög duglegt fólk til að starfa í hópunum og við höfum treyst þeim til að sjá um ákveðna hluti. Svo er einn úr Landsmótsnefnd í hverjum höfuðhóp sem kemur skilaboðunum áleiðis til Landsmótsnefndar. Með þessu móti höfum við komist hjá því að menn séu með puttann í öllum málum. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel.” - Nú verðið þið með sérstak Landsmótsútvarp? „Já, þetta útvarp mun nást hér á svæðinu. Ástæðurnar fyrir að reka útvarp eru nokkrar. Kannski fyrst og fremst sú að við óttumst dálítið að fá mikið fólk hér á ákveðnum tímapunkti þá gætu orðið vandamál umferðalaga séð. Við erum að vona að þetta útvarp geti hjálpð okkur til að leysa þann vanda og þá er hægt að vísa fólki aðrar leiðir um bæinn. Einnig verður maður frá Umferðarráði hérna til að hjálpa okkur við að stýra umferðinni. Útvarpið mun nýtast okkur á margan hátt og við munum m.a. vera með lýsingar af mótinu. Krakkarnir í grunnskólanum eru komin með mikla reynslu í útvarpsmálum. Þau hafa rekið útvarpsstöð í grunnskólanum í þrjú ár og eru orðin ansi góð í því. Þau munu sjá um alla tæknihlið og hluta af dagskrárgerð útvarpsins.” - Hvert verður hlutverk þitt á meðan mótinu stendur? „Ég vona að ég þurfi ekkert að gera. Það er draumurinn að setja kerfið þannig upp að maður geti leyft sér að vera á ferðinni og fylgjast með. Ég og Ingimundur ætlum ekki að vera í neinum ákveðnum hlutverkum á meðan mótið stendur. Þá erum við lausir ef eitthvað klikkar og þurfum þá ekki að vera að stökkva úr einhverju ákveðnu hlutverki sem við áttum að sinna, til að leysa vandamálin er upp geta komið. Svo á bara eftir að koma í Ijós hvort þetta haldi.” - Hvernig hefur gengið að fjármagna Landsmótið? „Það hefur gengið mjög vel. Kostnaðurinn er í kringum 21 til 22 milljónir og ég hef trú á að það muni ganga vel að dekka hann. Við höfum fengið fimm stærstu fyrirtækin hér í Borgarbyggð til að vera helstu styrktaraðilar mótsins og síðan höfum við gert samninga við félagasamtök, heilbrigðisráðuneytið o.fl. Þá eigum við von á að auglýsingatekjur og þátttökugjald á Landsmótið muni einnig dekka kostnaðinn að töluverðu leiti. “ - Hvað eru margir sem munu koma til með að starfa við mótið? „Ég gæti trúað því að sjálfboðaliðar verði aldrei færri en 500. Þá eru ótaldir þeir aðilar sem koma með félögunum til að aðstoða þau, sem gæti verið um þrjú hundruð manns. Þetta gæti því orðið alls um 800 aðilar.” - Hvað er búist við mörgum keppendum? „Skráningu er ekki lokið en hún hefur gengið vel og búast má við 1700 til 1800 hundruð keppendum. Ef það gengur eftir þá verður þetta fjölmennasta Landsmót sem haldið hefur verið.” - Verður þetta glæsilegt Landsmót? „Menn hafa unnið hörðum höndum og lagt sig alla fram svo að vel megi takast. Við höfum alla burði til að gera þetta að glæsilegu Landsmóti, með þeim atriðum sem við ráðum við. Svo er bara spurningin hvort veðurguðinir vinni með okkur. Ef svo verður þá getur þetta orðið glæsilegt Landsmót og áhorfendur gætu jafnvel orðið 10.000 til 15.000 manns. Sú tala gæti orðið hærri ef veðrið verðu gott og svo er að auki ókeypis aðgangur á mótið í ár.” '’07MBCl997 ÆBIiI'IJM 12

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.