Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 15
Landsmótsstemmningin sérstök Landsmótseldurl Sundkonan Eydís Konráösdóttir tók að loknum Smáþjóðaleikunum við eldi Landsmóts ungmennafélaganna. í maí mánuði var hlaupið með sameiginlegan kyndil Smáþjóðaleikanna og Landsmóts UMFÍ hringinn í kringum landið. Um 2000 einstaklingar hlupu með eldinn sem tendraður var síðan af Vilhjálmi Einarssyni í viðurvist 5000 gesta í Laugardalnum við setningu Smáþjóðaleikanna. Að Smáþjóðaleikunum loknum var síðan Landsmótseldur tendraður af eldi Smáþjóðaleikanna og tók ungmennafélaginn Eydís Konráðsdóttir við kyndlinum. í fyrsta sinn mun síðan eldur Landsmóts UMFÍ loga á nieðan á keppni stendur í Borgarnesi. Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon er án efa einn af okkar fremstu íþróttamönnum í dag. Á Smáþjóðaleikunum setti Jón Arnar nýtt íslandsmet í 110 metra grindahlaupi þrátt fyrir að hafa nýlokið keppni á sterku móti erlendis. Það er mikið að gerast á næstunni hjá Jóni en hann segist samt alveg viss um að vera með á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi í byrjun næsta mánaðar. „Ég mun taka þátt í sterku móti rétt fyrir Landsmótið en ég ætla samt að vera með í Borgarnesi. Það er alltaf frábær stemmning í kringum Landsmótið, stemmning sem næst ekki á neinu öðru móti. Ég verð bara að sjá hvernig líkaminn er eftir keppnina í útlöndum og svo ákveð ég hvaða greinum ég tek þátt í á Landsmótinu." @) TOYOTA Tákn um gæði rz&) 1907 ■HEl997 m'i’ u* 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.