Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.07.1997, Blaðsíða 29
Heimamenn verða alls ráðandi, innan vallar sem utan á Landsmótinu í Borgarnesi. Sigmar Gunnarsson er einn þeirra sem heimamenn tefla fram en hann hefur einnig lagt sitt af mörkum við gerð sundlaugarinnar þar sem hann sér um pípulagnir. Að auki er hann bóndi og þessa dagana hleypur hann á milli staða. Langhlaup eru sérgrein Sigmars og tekur hann þátt í 1.500 m og 5.000 m hlaupi. Hann sigraði í báðum þessum greinum á Laugarvatni 1994. Hvaða markmið setur Sigmar sér fyrir Landsmótið nú? „Ég stefni að sigri í 5.000 m en keppnin er að öllum líkindum harðari í 1.500 metrunum þó auðvitað væri gaman að vinna tvöfalt eins og á síðasta Landsmóti. Það er erfitt að segja til um hverjir eru helstu keppinautarnir því það er ekki Ijóst enn hverjir mæta. Þó eru Skagfirðingar og Húnvetningar sterkir. Svo eru alltaf einhverjir nýir og yngri og því ekkert gefið í þessu.” Er öðruvísi tilfinning að vera á heimavelli? „Já, það er ekki verra en setur kannski meiri kröfur á mann líka. Ég reyni að æfa sem mest og æfi aðallega einn. Vinnan við sundlaugina setur strik í æfingaáætlunina. Ég hleyp mest heimavið en öðru hvoru á hlaupabrautinni.” Það er hugur í heimamönnum og þónokkur stemmning enda gengur undirbúningur vel. Margar kempur hafa tekið fram skóna á ný og það hvetur þá yngri til að bæta sig. Það verða því ný og kunnugleg andlit á mótinu. „Svo vona ég að veðrið verði gott og mæting sömuleiðis,” segir Sigmar að lokum. BREKKUSTIG 36 PÓSTHÓLF 225 260 NJARÐVÍK SÍMI 421 5200 FAX 421 4727 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.