Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 6
Auöur Skúladóttir hefur verið burðarás í liði Stjörnunnar Auður Skúladóttir hefur staðið lengi í fremstu víglínu á knattspyrnu- vellinum, bæði með Stjörnunni og landsliðinu. Hún var aðeins 13 ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Stjörnunnar og allt frá þeim tíma hefur hún verið ein af burðarásum liðsins. í sjö ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar en það mun líklega breytast á næsta ári því fluður hefur verið ráðin þjálfari liðsins. Eftir fjórtán ár með meistaraflokki stendur þú frammi fyrir ákveðnum tímamótum. Þú hefur tekið að þér þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni. Hvernig líst þér á? „Mér líst bara mjög vel á. Það var komin tími á mig að fara að þjálfa meistaraflokk. Ég hef þjálfað yngri flokka undanfarin ár og tel mig vera tilbúna til að taka við Stjörnuliðinu. Það hefur ýmislegt verið að hjá liðinu og það er komin tími til að breyta því. Það þarf til dæmis að breyta hugarfarinu hjá stelpunum. Þær þurfa að gefa mun meira af sér á æfingum en þær hafa gert hingað til. Ég hef þá skoðun að það sem þú gerir ekki á æfingum gerir þú ekki í leikjum.” Þú ert búin að vera lengi í fremstu röð þótt þú sért ekki nema 26 ára. Áttir þú von á að fara að þjálfa svona snemma? „Nei, ég átti alls ekki von á því fyrir svona tveim til þremur árum síðan. Þá hugsaði ég ekkert um þetta. En mér hefur fundist margt að hjá Stjörnunni á undanförnum árum sem ég hefði viljað breyta og nú fæ ég tækifæri til þess.” Hefurðu alltaf stefnt á að verða þjálfari? „Nei, það hef ég ekki gert. En í ár fékk ég allt í einu þá tilfinningu að ég væri tilbúin. Ég er komin með mikla reynslu bæði sem leikmaður með félagsliði og landsliði og hún ætti að nýtast mér vel í þjálfuninni. Það er fullt af hlutum sem þarf að laga hjá Stjörnunni og vegna þessa tók ég kannski fyrst og fremst við liðinu.” Þér stóð einnig til boða að leika með og þjálfa bikarmeistara Breiðabliks. Þú hefur ekki látið freistast að spila með og þjálfa eitt besta lið íslands? „Nei, alls ekki. Mér var boðin þessi staða en mig langaði meira að þjóna mínu liði. Mitt félag er Stjarnan. Ég var búin að gera upp við mig að halda áfram að spila fótbolta og það kom ekkert annað til greina en að halda áfram með Stjörnunni. Mér finnst það vera mitt hlutverk að byggja liðið upp og lyfta því á hærri stall. Það er mikið af ungum og efnilegum stelpum að koma upp sem ég hef þjálfað í gegnum yngri flokkana. Ég þekki því mjög vel til þeirra og veit nákvæmlega að hverju ég geng.” Stallsystur þínar, Vanda og Ragna Lóa, gerðu sín líð að meisturum á sínu fyrsta ári sem spilandi þjálfarar. Ætlarðu að reyna að feta í fótspor þeirra? „Ég hugsa að það gerist ekki jafn fljótt hjá mér og hjá þeim. Ég ætla að gefa liðinu meiri tíma til að þróast og þroskast áður en ég geri kröfu um titil. En liðið er ungt og á framtíðina fyrir sér.” Að lokum og úr annarri átt. Það vakti athygli margra í lands- leiknum á móti Úkraníu að þegar Ragna Lóa fótbrotnadi þá lagðist þú á hana og hélst fyrir andlitið á henni á meðan aðrar landsliðstúlkur fengu hálfgert sjokk. „Ég vissi fyrst ekki hve alvarlegt þetta væri. Þegar ég kom síðan nær henni og sá hve fóturinn leit illa út þá settist ég hjá henni og til að koma í veg fyrir að hún horfði á fótinn. Það var mjög líklegt að hún myndi fá sjokk ef hún sæi fótinn sem var mjög illa brotinn. En það var erfitt að halda leiknum áfram og sumar landsliðsstúlkurnar áttu erfitt með sig. Við reyndum þó að hvetja hvor aðra áfram og vorum fegnar þegar leiknum lauk.” 6 <^7lMKl997 mi'f.'.ua

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.