Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 13
við hreyfinguna, ekki bara vegna íþrótta- og æskulýðsstarfsemi sem hreyfingin hefur annast, heldur ekki síður vegna þess hugmyndalega uppeldis og félagsþjálfunar sem mikilvæg forystusveit okkar þjóðar á þessari öld hlaut innan vébanda ungmennafélaganna." - Nú einbeitir ungmennafélagshreyfingin sér að mörgum mismunandi málefnum, s.s. skógrækt, umhverfisvernd, félagsmái, leiklist og íþróttir. Hvernig finnst þér hreyfingunni hafa tekist að blanda þessum ólíku máiefnum saman? „Mér finnst það að mörgu leiti hafa tekist mjög vel og sífellt betur. Ef við lítum til baka, 10-20 ár, þá voru margir sem höfðu efasemdir um að þetta ætti heima innan vébanda hreyfingarinnar. Ég tel að þær efasemdir hafi byggst á þröngri lífssýn. Á síðari ári hefur lífssýnin breikkað og okkur hefur skilist að mikilvægt samhengi er í íþróttum, mannrækt, náttúruvernd og gróðurstarfi. Alhliða samspil manns og náttúru og ræktun lýðs og lands eru spunnin úr mörgum þráðum þar sem maðurinn og umhverfi hans mynda eina heild. Ungmennafélögin hafa verið á undan samtímanum hvað þetta snertir, haft breiðari lífssýn og raunhæfari heldur en e.t.v. aðrar félagshreyfingar sem meira hafa einblínt á íþróttastarfið út frá þröngri keppnisskilgreiningu. Ég er sannfærður um að á nýrri öld á þessi samtvinnun eftir að verða ungmennafélögunum mjög gott veganesti." - Eru einhver ákveðin máiefni innan hreyfingarinnar sem eru þér frekar að skapi en önnur? „Nei, í rauninni tel ég ekki mitt verkefni að vega það og meta. Mér finnst þetta samspil gefast vel. Mér fannst gaman að sjá á Lands- mótinu hve öflug ungmennafélagshreyfingin er víða um land, hvað það eru kraftmiklar sveitir sem koma til mótsins. Það sýnir hve traustar ræturnar eru. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru einnig íþróttafélög sem eiga uppruna sinn og aðild innan ungmennafélaganna og eru sífellt að verða tilþrifameiri í íþróttalífi höfuðborgarsvæðisins." ■ Hefur hreyfingin, eins og hún er starfrækt í dag, mikið uppeldislegt gildi í íslensku þjóðfélagi? ..Ég held hún hafi alltaf haft það. Rætur hennar eru, eins og ég Ungmennafélögin hafa veniö á undan samtímanum hvað þetta snertin, haft bneiðari lífssýn og naunhæfani heldun en e.t.v. aðnan félagshreyfingar nefndi áðan, að verulegu leiti í þeirri uppeldishugsjón sem mótaði hana á fyrstu áratugunum. Síðan kom tímabil þar sem þessi þáttur vék aðeins til hliðar en eftilvill er komið að því nú að nýta að nýju þennan þátt hreyfingarinnar. Samtíminn kallar á heildarnálgun; á það sem nefnt hefur verið „ræktun lýðs og lands“. Það áreiti sem birtist ungu fólki frá umhverfinu vegna vímuefna, fíkniefna og óhollra lífshátta af margvíslegu tagi, knýr á um að félagshreyfingar sýni samhengi í félagsstarfi, íþróttum, náttúruvernd, heilbrigðu líferni og almennri vellíðan hvers og eins einstaklings. Ég held að ungmennafélögin séu betur í stakk búin vegna uppruna síns og hefða heldur en hin hefðbundnu íþróttafélög að sinna þessari samvinnu." - Svo sameining UMFÍ og ÍSÍ á ekki inn á pallborðið hjá þér? „Það er málefni sem ég tek enga afsstöðu til í raun og veru. Ég held að það hljóti að vera mat aðildarfélaga og forystusveita og þar koma mörg sjónarmið til greina eins og rekstrarsjónarmið, fjármálasjónarmið og hagkvæmnissjónarmið.“ Nú er ungmennafélagshreyfingin 90 ára og það er nánast ómögulegt að líta langt fram í tímann, en telur þú hreyfinguna eiga framtíð fyrir sér næstu 90 árin? „Lærdómurinn af breytingarskeiði síðustu 10-20 ára er að sá maður sem ætlaði sér að setja fram spásögn um næstu 20-30 ár, hvað þá heldur 90, hann er að verja tíma sínum í fáníta iðju. Á Landsmótinu í sumar sýndi hreyfingin mikinn þrótt. Margt í þróun samfélags og hugmynda á næstu árum rímar vel við þá heildarsýn manneskjunnar sem ungmennafélagshreyfingin er byggð á. Það verður því auðveldara fyrir hreyfinguna að sækja sér sóknarþrótt á næstu árum heldur en það hefur oft verið oft áður.“ - Nú ert þú aðeins búinn að koma inn á Landsmótið í svörum þínum hér á undan. En hefur þú fylgst með Landsmótum UMFÍ í gegnum árum? „Það er nú svona með ýmsum hætti hvernig það hefur verið. Eins og ég sagði áðan þá ólst ég upp við það vestur á fjörðum að félagsmót ungmennafélaganna voru stórviðburður. Þess vegna hef ég ávallt Ijáð eyru frásögnum ekki aðeins af Landsmótum heldur einnig héraðsmótum. Víða um land hafa héraðsmótin ekki verið síðri þáttur í félagsstarfi og uppeldi nýrra íþróttamanna en Landsmótin. Var það ekki á héraðsmótunum sem Vilhjálmur Einarsson sýndi fyrst sína hæfni? Höfum við ekki á undanförnum árum verið að sjá íþróttamenn í fremstu röð, á heimsmælikvarða, rekja feril sinn til fyrstu sigra á héraðsmótum. Það má ekki gleyma því, þegar verið er að meta mikilvægi þeirra móta sem ungmennafélögin 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.