Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 14
standa fyrir, að samspil Lands- mótanna og héraðs- mótanna er það sem að gefur þessu öllu gildi.“ - Þú ert búinn að koma oft inn á mikilvægi þess að rækta sinn líkama vel en hvað gerir þú sjálfur til að halda þér í góðu formi? „Ég hef um árabil, allt árið um kring, byrjað hvern dag á því að fara út í um klukkutíma. Fyrst skokkaði ég en svo breytti ég æfingunum í það sem ég kalla kraftgöngu og byggist á því að ganga eins hratt og þú getur án þess að hlaupa. Síðan geri ég ýmsar æfingar með. Þetta eru dýrlegar stundir, bæði er þetta gott fyrir líkamann og svo er þetta líka góð aðferð til að byrja daginn og gott fyrir sálina. Það er athyglisvert að fylgjast með hrynjandanum í árstíðunum, birtunni, veðrinu, haustinu, vorinu. Þess vegna lít ég á morgun- Það en athyglis- vent að fylgjast með hnynj- andanum í ánstíð- æfingarnar sem bæði andlega næringu og líkamlega. Ég held að mikilvægast sé að halda sínu striki og gera æfingarnar reglulega í stað þess að taka rokur sem sumir gera í æfingarprógrömmum.“ - Nú er forsetinn upptekinn maður og á tíðum ferðalögum, er ekki erfitt að stunda æfingarnar reglulega þegar mikið er að gera? „Ég geri æfingarnar nánast hvar sem ég er og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi þennan tíma snemma á morgnanna. Sá tími er ætíð laus. Sumir bíða með það fram á hádegi og þá kemur eitthvað upp og æfingin fellur niður. Ef þú hins vegar ákveður að vakna hálftíma til klukkutíma fyrr á morgnanna þá ræður þú sjálfur tímanum." Samspil Lands- mótanna og héraðs- mótanna er það sem gefur þessu öllu gildi S m i ð j u v e g i 1 K ó p a v o g i Sími: 55 4 3 0 4 0 nnii mw ^ases Hitahlífar Spelkur Bakbelti r Iþróttaskór (í) berkemann Innlegg Tölvu hlaupa- og göngugreining Qtfð viljum að þér líði vel / Hverfísgötu 105, Reykjavík ®562 6353 14

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.