Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 23
/ Bikarmeistaratitill á fyrsta ári sem þjálfari. Gunnar Oddsson hefur þegar sannað sig sem knattspyrnumaður en í sumar sýndi hann á sér nýja hlið. Gunnar þjálfaði lið Keflavíkur, ásamt Sigurði Björgvinssyni, og saman gerðu þeir liðið að Bikarmeisturum! Blaðamaður Skinfaxa ræddi við Gunnar rétt fyrir seinni úrslitaleikinn gegn ÍBV - Þetta var þitt fyrsta ár sem þjálfari. Hvernig kanntu við nýja starfið? „Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni. Þetta var svipuð lífsreynsla og þegar ég var að byrja að spila, ég fann fyrir sömu spennunni.” - Var það eitthvað sem kom þér á óvart í þessu starfi? „Mesta breytingin var að þurfa að hugsa um tuttugu menn í stað þess að hugsa eingöngu um sjálfan mig. Ég fann mest fyrir aukinni ábyrgð.” - Þú lékst frábærlega í fyrra en sýndir ekki sama styrk í ár. Heldurðu að þjálfunin hafi haft þau áhrif á þig? „Það getur vel verið að hún hafi haft einhver áhrif. Ég er vanur að æfa mikið og það sama var upp á teningnum í ár. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en sjálfsagt hefur það haft einhver áhrif á mig að vera spilandi þjálfari.” - Þú sagðir einhvern tímann í fjölmiðlum að þú hefðir ekki náð að skila þínu hlutverki hundrað prósent sem leikmaður því þú hefðir svo miklar áhyggjur af hinum strákunum í liðinu. Ertu ennþá þeirrar skoðunar? Já, þetta hafði áhrif á mig. Sérstaklega þegar við missum Óla út og öll vandræðin í kringum það. Ég hafði samt óþarfa áhyggjur af þessu því við höfðum tekið þá ákvörðun að fá ekki annan markmann til liðs við okkur. Við höfðum ákveðið að spila á þeim mannskap sem við höfðum og við stóðum við það. Bjarki er góður markvörður en allt málið í kringum brottför Óla og ákvörðun okkar setti óþægilega og óþarfa pressu á mig.” - Er ekki erfitt að einbeita sér að báðum þessum þáttum samtímis þ.e.a.s. að þjálfa og spila? Jú, það er erfiðara en ég átti von á. Ég hefði aldrei farið að þjálfa ef Siggi (Sigurður Björgvinsson) hefði ekki komið með mér í þetta verkefni. Ég veit alveg um hvað knattspyrnan snýst en Það hefði verið vonlaust að standa í þessu einn. Ég hef fengið mikla reynslu eftir þetta eina ár og jafnvel reynslu sem aðrir Þjálfarar fá á mörgum árum. Við byrjuðum mjög vel og vorum á toppnum en duttum síðan niður og misstum af öllu. Einnig spiluðum við tvo bikarúrslitaleiki sem skilja mikið eftir.” - Það voru ótrúlegar sveiflur hjá liðinu. Eftir frábæra byrjun dettur botninn úr leik ykkar um mitt tímabil. Hver er skýringin á þessu? "Ég held að það sé ekki hægt að finna einhverja einhlíta skýringu. Það voru sjálfsagt ýmsir þættir sem spiluðu þarna inn '• Fyrst og fremst var lítil breidd hjá okkur og því nánast engin samkeppni um stöður. Það voru of margir menn sjálfsagðir í liðið °g við gátum gert litlar breytingar. Önnur lið lærðu því smátt og smátt inn á leik liðsins. Einnig voru fáir menn að gera hlutina hjá okkur í byrjun og liðin gátu því einbeitt sér að taka þessa menn úr umferð.” - Hvað viltu segja um árangur liðsins í ár? „Við settum það markmið að láta þessa ungu stráka þroskast í spennulitlu umhverfi þ.e.a.s. að láta þá ekki standa í fallbaráttu. Það tókst og okkar markmið tókust að miklu leyti og við eigum enn möguleika að ná í titil (Sem nú er kominn til Keflavíkur). Ef við skoðum þetta með mannskapinn í huga og árangur liðsins í fyrra þá mega menn vera nokkuð sáttir, þótt við séum flestir ósáttir með árangurinn í seinni umferðinni.” - þú varst ekki einn þíns liðs hvað varðaði þjálfunina, eins og fram kom áðan. Hvernig gekk samstarfið hjá þér og Sigurði? „Samstarfið gekk mjög vel. Við þekkjum hvor annan vel og erum á sömu nótum hvað varðar þjálfun. Það reyndi ekki mikið á okkur í byrjun en síðan magnaðist álagið þegar illa fór að ganga en það hafði engin áhrif á samstarf okkar.” Hvað með næsta ár, verðið þið áfram? Samningar okkar við félagið lýkur á sunnudaginn eftir seinni bikarúrslitaleikinn en að honum loknum verður framhaldið skoðað. Það er ekkert ákveðið í þessum efnum en það getur vel farið svo að við höldum áfram.” Þú ert orðinn 32 ára gamall. Ætlarðu að halda áfram í boltanum eftir að þú leggur skóna á hilluna? „Já, ég hugsa það. Ég á von á að ég verði eitthvað viðloðandi þjálfun. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert ár sem ég lærði mikið af og ég mun nýta mér það í framtíðinni.” 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.