Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 29
 : ' ■P' \ krananum. Kajakhópurinn æfði í sundlauginni á staðnum og var það mikil skemmtun á að horfa þegar krakkarnir voru að æfa „snúning", þ.e. hvolfa bátnum og koma honum aftur á réttan kjöl. Þegar allir höfðu lært þetta var farið í heilsdagsferð á á sem rennur þarna í nágrenninu og komust flestir þurrir heim I Róðrarhópurinn fór til borgarinnar Slésvíkur sem ekki er langt frá Cristianslyst. Eftir smá leiðbeiningar var lagt í hann á fjögurra manna bátum, þ.e. fjórir réru og svo var stýrimaður. Þetta voru líka heilsdagsferðir. Hvað bolta- og leikjahópurinn gerði segir sig nokkuð sjálft, þ.e. þau léku sér! Handavinnuhópurinn spann úr ull og vann einnig með tin og bjó til listaverk úr því. Þrykkihópurinn þrykkti myndir á boli en allir þátttakendur fengu suður-slésvíska boli og fengu bolir þrykkihópsins fallegar skreytingar á bakið ! Hópavinnan var í þrjá daga en hina dagana var farið af bæ. Fyrst var farið til Flensborgar þar sem við skoðuðum húsnæði ungmennafélaganna þar í bæ. í húsinu er boðið upp á hiargskonar starfsemi og má kannski helst líkja starfseminni við félagsmiðstöð þar sem krakkarnir geta komið og unnið að sínum hugðarefnum, s.s. Ijósmyndun, blaðaútgáfu og hljóðritað eigin tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Annan dag var farið til Slésvíkur þar sem við skoðuðum víkingasafn og þriðja daginn var svo farin heilsdagsferð til eyjarinnar Hallig Hooge sem er ein af frísnesku eyjunum við vesturströnd Þýskalands. Þessar eyjar eru litlar og fbúarnir geta hvenær sem er búist við því að það flæði yfir eyjarnar. Þess vegna eru öll hús á eyjunum byggð upp á hólum sem oftast standa upp úr þegar flæðir. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem þátttakendur frá hverju landi kynntu sitt félag, sögðu lítillega frá starfseminni og voru með skemmtiatriði. Það var líka sungið og dansað og sjaldnast var farið snemma að sofa enda ekki markmið ferðarinnar að sofa !!! Síðasta kvöldið var hðátíðarkvöldverður, maturinn heldur fínni en hann hafði verið hina dagana (annars var maturinn alveg ágætur) og allir fínir og stroknir. Eftir kvöldvökuna var svo varðeldur og þar var í rauninni síðast möguleikinn til að spjalla og kynnast hinum krökkunum. Þessi síðasta nótt var vel nýtt og alveg sérlega lítið sofið. Næsta morgun fóru menn svo að tínast af stað heim og vorum við þau síðustu sem fórum af staðnum. Við vorum bæði þreytt og ánægð þegar við komum heim á föstudagskvöldið 5. ágúst, öll sammála um að þetta hefði verið góð ungmennavika og allir höfðu eignast nýja vini frá hinum Norðurlöndunum. Næsta vika verður á vegum sænskumælandi Finna og verður haldin á Álandseyjum 2. - 8. ágúst 1998. Þeir sem hafa áhuga á að fara á ungmennaviku geta fengið upplýsingar á skrifstofu UMFÍ í síma 568-2929. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera á aldrinum 15-25 ára og vera í ungmennafélagi. Helga Barðadóttir fararstjóri 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.