Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 30
Árni Þorgilsson hefur verið formaður HSK s.l. þrjúár. Hann er félags- vera og það á því vel við hann að vera innan um fólk á fundum og mótum á vegum sambandsins. Skinfaxi heimsótti Árna á Hvollsvöll ekki alls fyrir löngu og hér er að líta afraksturinn. - Það er stórt félagssvæðið sem Árni Þorgilsson, formaður HSK, stjórnar og án efa er mikið um að vera. En hvað er það merkilegasta sem gerst hefur í starfinu á þessu ári hjá HSK að mati Árna? „Landsmótið er lang stærsta verkefnið sem við höfum ráðist í á þessu ári. Landsmótsefnd er starfandi allt árið og hún þarf að sjá til þess að öll mál séu á hreinu þegar kemur að Landsmóti. Það þarf að huga að þjálfun, kostnaðaráæætlun, ferðum og svo framvegis. Annað sem hefur verið á döfinni í sumar er útgáfa bókar um Sigurð Greipsson og við tókum þá áhættu að gefa bókina út sjálfir. Sigurður var formaður HSK í 44 ár og því var það vel við hæfi að við gjæfum út þessa bók um sögu hans.“ - Þú sérð þig ekki í formennskunni í 44 ár? „Nei, við förum nú ekkert nánar út í það.“ - Nú ert þú formaður eins stærsta héraðssambandsins innan UMFÍ. Hvaða þætti í starfinu leggur þú áherslu á sem formaður sambandsins? „Það er erfitt að leggja áherslu á eitthvað sérstakt. Það nauðsynlegasta er auðvitað að fá grasrótina til að starfa með sér svo að við á toppnum einangrumst ekki frá því sem er að gerast á svæðinu. Ég hef verið mjög heppinn með samstarfsfólk síðan ég tók við formennsk- unni. Það er mjög öflug stjórn hjá sambandinu og einnig er gott að vinna með fólkinu sem stjórnar hjá 30 M

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.