Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 31
félögunum hérna á svæðinu." Fer mikill tími í þetta starf? „Ef ég vildi, gæti ég verið á fundum og öðrum samkomum minnst þrjú kvöld í viku allt árið. Það er auðvitað mest hérna innan svæðis en svo kemur fyrir að það þarf að funda annars staðar á landinu til dæmis hef ég farið á vornámskeiðin sem haldin hafa verið víðsvegar um landið.“ - Ef þú tækir þetta allt saman væri eflaust um prósentustarf að ræða? „í rauninni er þetta hlutastarf en ég veit að HSK gæti ekki í dag haft formann á launum. Framkvæmdastjórinn vinnur alveg frábært starf og hann er auðvitað á launum og sambandið ræður ekki við meira en það.“ - En af hverju leggur fólk þá á sig þessa vinnu? „Starfið er mjög gefandi og maður kynnist mikið af nýju fólki. Ég, persónulega, hef alltaf haft gaman af því að vinna með börnum og unglingum og með því að starfa hjá HSK tekst mér vel að sinna áhugamáli mínu. Ég er líka mikil félagsvera og hef gaman að vera innan um annað fólk og þetta er svo sannarlega vettvangur til þess.“ - Hvað heldur þú að þú eigir eftir að gefa þig í starfið lengi? „Það er ómögulegt að spá í það í dag. Það er svo margt sem spilar þar inn í eins og fjölskyldan og vinnan en á meðan ég hef gaman af þá er ég ekkert á leiðinni að hætta.“ - Hvernig fannst þér Landsmótið takast hjá UMSB? „Mjög vel.“ - Ánægður með alla framkvæmd? „Við erum nú einmitt þessa dagana að skila inn lista til nefndar á vegum Landsmótsins um framkvæmd mótsins. Ég veit að það er erfitt að halda Landsmót þannig að ekkert fari úrskeiðis en í stórum dráttum var framkvæmdin á mótinu frábær.“ - Hvað hefði mátt fara betur? „Mér fannst kannski einn helsti gallinn sá sami og á síðasta unglingalandsmóti. Það var of langt á milli sumra keppnisstaðanna og því erfitt að fylgjast með öllu sem var að gerast. Auðvitað veit ég hins vegar að það er erfitt að bregðast við þessu í litlum bæjarfélögum. Ég vil hins vegar endurtaka það sem ég sagði áðan að yfir höfuð var ég mjög ánægður með mótið." - Nú var í fyrsta skipti frítt fyrir áhorfendur en í staðinn komu keppnisgjöld á þátttakendur. Hvert er þitt álit á þessari breytingu? „Við hjá HSK vorum nú manna harðastir á síðasta þingi að berja þessa tillögu niður og fengum gjaldið að vísu lækkað þótt það hafi ekki tekist alveg átakalaust. Ég held hins vegar að þessi breyting sé kominn til að vera og ef það er rétt að síðasta Landsmót hafi verið rekið með hagnaði þá er það alveg ^hyggilegt að þessu verður ekki breytt aftur." 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.