Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 32
Karlalið Selfyssinga í handbolta féll í 2. deild í fyrra eftir mikla rimmu við ÍR-inga um fallsætið. Selfossliðið má muna sinn fífil fegurri en eins og menn muna voru þeir með eitt öflugasta handknattleikslið landsins fyrir nokkrum árum. Hornamaðurinn snjalli, Björgvin Rúnarsson, hefur leikið með liðinu undanfarin ár og þrátt fyrir að liðið félli í fyrra ákvað Bjöggi að vera áfram á Selfossi. „Ég var nú nánast búinn að ganga frá samningi við Víking en þegar ég sá hversu ákveðnir menn voru í því að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu snéri ég aftur heim.“ Það gekk ekkert hjá Selfoss liðinu í fyrra. Lykilmaður var dæmdur í leikbann í upphafi tímabilsins og í framhaldi af því náði liðið sér aldrei á strik. „Við vorum með þrumugóðan mannskap en það gekk bara ekkert upp og það sást best á úrslitaviðureigninni við ÍR um fallsætið. Við vorum hreint ótrúlega óheppnir í þeim leikjum, leikjum sem við höfðum alla burði til að vinna.“ Selfyssingar ætla í vetur að snúa bökum saman og komast aftur á meðal þeirra bestu. Bjöggi er bjartsýnn á veturinn og segir afturkomu Sigurðar Bjarnasonar hafa verið mikilvæga. „Við eigum góða handknattleiksmenn út um allt og það var mikilvægt að fá einhverja stráka aftur heim í staðinn fyrir að halda áfram að missa efnilega leikmenn." Siggi, bróðir Gústafs Bjarnasonar, mun taka við þjálfun liðsins en hann lék með deildarmeisturum Aftureldingar í fyrra og mun án efa styrkja liðið verulega í vetur. Mikið að gera Bjöggi hefur í nokkur ár verið á þröskuldi landsliðsins en alltaf vantað herslumuninn til að koma sér meðal bestu hornamanna landsins. Það verður hins vegar að segjast eins og er að ólíklegt er að Þorbjörn bæti honum í sterkann hóp sinn á meðan hann leikur í 2. deildinni á íslandi. Er Bjöggi kannski að gefa handboltann upp á bátinn? „Ég játa það alveg að fyrirtækið sem ég rek (Álnavörbúðin) og fjölskyldan taka mikinn tíma og ég get kannski ekki einbeitt mér að handboltanum eins og ég gerði hérna áður fyrr. Ég er hins vegar ekkert að hætta í handboltanum og mun áfram spila minn besta bolta og svo verður bara landsliðsþjálfarinn að meta það hverju sinni hver sé að spila best. Ég held líka að Þorbjörn sé búinn að mynda sér ákveðinn hóp og ég sá það í fyrra að ég var ekki þar inni í myndinni." Bjöggi sagðist jafnframt hafa átt von á því í fyrra að komast inni í æfingahópinn hjá Þorbirni en þegar það gekk ekki eftir í fyrra telur hann yngri menn eigi greiðari leið inn í landsliðið í framtíðinni.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.