Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 50

Skinfaxi - 01.10.1997, Blaðsíða 50
Ágæti lesandi Þetta tölublað Skinfaxa er tileinkað 90 ára afmæli Ungmenna- félags íslands. Ungmennafélag íslands var stofnað árið 1907, en fyrsta tölublað Skinfaxa kom út árið 1909. Nokkur ungmennafélög voru stofnuð fyrir þann tíma, en sá jarðvegur sem ungmennafélagshreyfingin spratt úr var í raun plægður um síðustu aldamót. Hreyfingin hefur því lifað með þjóðinni í heila öld. Þó margt hafi breyst á þeim tíma á boðskapur ungmenna- félagshreyfingarinnar enn fullt erindi við þjóðina. Sá jarðvegur sem ungmennafélögun spruttu úr einkenndist mjög af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þrátt fyrir fátækt og ýmiskonar óáran, var þá ríkjandi ákveðin bjartsýni um betri tíð. Sú bjartsýni hefur ævinlega einkennt störf og stefnu ungmennafélaganna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum mikla breytingatíma. Flestar þær breytingar hafa orðið til góðs. Þjóðin hefur á þessum tíma endurheimt sjálfstæðið og efnahagsleg og menningarleg velferð hefur vaxið. En þjóðin hefur einnig gengið í gegnum ýmsar þrengingar, til dæmis tvær heimsstyrjaldir. Gegnum allt þetta hefur ungmennafélagshreyfingin þó haldið velli. Og ennþá er markmiðið um ræktun lýðs og lands í fullu gildi. Sú bjartsýni sem einkenndi æsku þessa lands um síðustu aldamót er enn til staðar innan ungmennafélaganna. Ég fullyrði að ungmennafélagshreyfingin og undmennafélagsandinn eigi fullt erindi til þjóðarinnar nú á tímum. Ef til vill hefur þörfin aldrei meiri fyrir öfluga félagsmálahreyfingu. Raunar má greina ákveðna tilhneigingu í þá átt að fela frjálsum félagasamtökum aukið hlutverk í samfélaginu. Með því móti færist vald og ákvarðanataka nær fólkinu og grasrótinni. Sem dæmi um þetta má nefna að sumstaðar hafa sveitarfélög og ungmennafélög hafið samstarf um rekstur íþróttaskóla. Einnig hefur ungmenna- og íþróttafélögum verið falinn rekstur íþrótta- mannvirkja svo nokkuð sé nefnt. Við sem vinnum í frjálsum félagasamtökum hljótum að fagna þessarri þróun. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til íþróttalaga. Við samningu þeirra var haft að leiðarljósi að íþróttalög mynduðu ramma um samskipti og stuðning hins opinbera við ungmenna- og íþróttafélög fremur en að gefa fyrirmæli um einstök framkvæmdaatriði. Skilja má af löggjafanum að hann vilji með þessu móti gefa ungmenna- og íþróttafélögum aukið svigrúm aukna ábyrgð á eigin málum. Ég hlýt að fagna því að frjáls félagasamtök fái aukið hlutverk í samfélaginu. Með því að leggja okkur auknar skyldur á herðar fáum við hvatningu til að standa okkur enn betur. Þetta getur líka þýtt það að einstök félög fái meiri fjármuni til ráðstöfunar sem aftur leiðir til þess að við getum rækt hlutverk okkar betur. Það er sannarlega ánægjulegt að fyrir okkur sem verjum starfskröftum okkar í frjálsum félagasamtökum að okkur skuli treyst fyrir auknum verkefnum. Látum það verða okkur hvatningu til starfa þannig að sama bjartsýnin ríki nú og var fyrir einni öld þegar ungmennafélagshreyfingin skaut fyrst rótum í íslensku þjóðlífi. íslandi allt Þórir Jónsson formaður UMFÍ 50 r3gjí) 1907

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.