Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 3
Sérhæfing einnig mikilvæg Fáar þjóðir eru eins áhrifagjarnar eins og við íslendingar. Við öpum allt, gott og slæmt, eftir nágrannaþjóðum okkar og gerum okkur ekki alltaf grein fyrir afleið- ingunum. Nýjasta tískan hjá ungmenna- félögum er svokallaðir íþróttaskólar þar sem krakkar á aldrinum 6-9 ára fá að kynnast öllum þeim íþróttum sem við íslendingar þekkjum til. Þetta er að mörgu leyti af hinu góða og þá sérstaklega fyrir forsvarsmenn þeirra íþrótta sem fáa iðkendur höfðu innan sinna vébanda. Forsvarsmenn knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og körfu- knattleiksdeilda hljóta hins vegar að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka þetta skref. Það er álit flestra íþróttakennara að unglingur læri mikilvægustu undirstöðuatriði íþrótta á fyrstu árunum. Þeir knattspyrnumenn sem fremstir eru í flokki í dag æfðu fótbolta daglega á þessum aldri og tóku þátt í kappleikjum minnst tvisvar í viku yfir sumartímann. Núna virðist stefnan hjá hinum nýju íþróttaskólum hins vegar vera sú að sérhæfing byrji ekki fyrr en krakkarnir eru tíu ára gamlir. Er þetta ekki hættuleg þróun? Eflaust er það rétt að fleiri krakkar komi til með að finna íþrótt við sitt hæfi og þar að leiðandi muni fleiri krakkar fara hina heilbrigðu leið íþróttanna. En þrátt fyrir að ung- mennafélagsandinn sé mikilvægur í hverju þjóðfélagi megum viö ekki gleyma mikilvægi þess að séhæfa sig ef við ætlum að eignast fram- úrskarandi íþróttafólk. Það er oft á tíðum hægt að velja knattspyrnu- menn framtíðarinnar með því að fara á æfingar hjá ó.flokki en hjá nýju íþróttaskólunum verður enginn 6. flokkur! Það er af hinu góða að hlutfall unglinga sem stunda íþróttir sé sem hæst. Við megum samt ekki gleyma því að íþróttir eru keppni, keppni sem viö íslendingar sættum okkur illa við að tapa. Við getum ekki ætlast til að eignast íþróttafólk á heimsmælikvarða ef viðhorf okkar til séræfinga eru með þeim hætti sem íþróttaskólarnir bjóða upp á. Reiknum dæmið til enda! Jóhann Ingi Árnason ritstjóri Skinfaxi Útgefandi: Ungmennafélag íslands Ritstjóri: Jóhann Ingi Árnason Auglýsingar: Markaðsmenn Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar Pennar: Valdimar Kristófersson Anna R. Möller Ábyrgðarmaður: Þórir Jónsson Ritstjórn: Sigurbjörn Gunnarsson Sigurlaug Ragnarsdóttir Vilmar Pétursson Anna R. Möller Stjórn UMFÍ: Þórir Jónsson Björn B. Jónsson Kristján Yngvason Jóhann Ólafsson Meðstjórnendur: Ingimundur Ingimundarson Kristín Gísladóttir Sigurður Aðalsteinsson Varastjórn: Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Páll Pétursson Helga Guðjónsdóttir Framkvæmdastjóri: Sæmundur Runólfsson Afgreiðsla Skinfaxa: Fellsmúla 26 108 Reykjavík Sími: 568-2929 Prentun: Svansprent Pökkun: Vinnustofan Ás Áskriftarverð Skinfaxa kr: 1790 Verð í lausasöiu kr: 399 ‘Ámj- 1907 ■UHE1997 mTlia

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.