Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 5
Sr. Bjarni Guðjónsson er fráfarandi sóknarprestur á Valþjófsstað í Fljótsdal. ífumaá tiljób Sjá Konungur þinn kemur til þín. Þetta er boðskapur aðventunnar. Konungur konunganna vill finna þig. Þú undir- býrð komu hans - kveikir Ijós aðventu- kransins eitt af öðru - fáar og pússar heimili þitt, setur jólatréð uþp - leggur jólapakkana kringum það - jólaskrautið glitrar - allt skal vera hreint - hátíð fer í hönd. Loks angar ilmur jólasteikurinnar - allt er til reiðu, þegar konungurinn mætir þér sem lítið barn - hreint saklaust. Þú þekkir þetta allt - þú sem hef- ur keppst við að gera allt sem best úr garði - stundum laust um efni fram - því miður. Því það gleður augun. Allt er þetta satt. Ég er að tala um umbúðir. En þær eru lítils virði án innihalds, til- gangslausar, hégómi. Það verður spennufall þegar mikið hefur ver- ið lagt á sig að undirbúa komu konungsins og svo þegar allt er tilbúið lætur gesturinn aldrei sjá sig. Vonbrigði og sárindi sitja ein eftir. Gerist ekki hið sama, ef þú heyrir ekki á jólunum: Yður er í dag frelsari fæddur - ef þú skynj- ar ekki a það er talað til þín per- sónulega og við þig sagt. Ég kem til þín eins og þú ert - blessa þig, leiði og styrki á göngu þinni - vísa þér veg lífsins. Þetta eru jólin - hvílík birta - hvílík dýrð að lifa helgi jólanna. Þá ertu nær sjálf- um þér en endranær: Manstu þegar þú varst barn, hvað allt var fallegt - bjart - heilagt. Og það var jólabarnið sem kom með þetta allt og breytti andanum í húsinu - allir svo indælir og góðir - mýkri og mildari en hina dagana. Jafnvel fátækleg stofan varð að höll, þegar orð jólasálmsins ómuðu „hvert fátækt hreysi höll nú er. Átt þú ekki ekki minningar um bernsku jóli? Hef- urðu hugleitt hvað þær hafa oft glatt þig - og haft áhrif á líf þitt. Það minnir þig á skyldu þína. Ég vil segja þér að jólin eru einstakt tækifæri í uppeldi - nýttu tækifærið. Það geti fært barninu þínu hamingju og um leið því foreldri. Kraftur jólahelgarinnar er mikill. Þjáð- um lyftir uþþ og léttir andanum í svartasta skemmdeginu sem er indælt. En það sem öllu skiptir - jólin eru sönn - Konungur Konunganna - Konungur lífsins er kominn í heiminn ekki til að hverfa í himinn sinn í hátíðarlok - held- ur til að ganga með okkur í lífinu - vera Ijós á degi okkar. það er gleðisboð- skapur jólanna - dýpsti veruleiki þeirra sem hafa tekið á móti honum. Þá fá orðin frelsari minn merkingu. Þeir hefa lifað heilög jól og vita að þau eru tæki- færi fjölskyldunnar - já, hvers einasta manns. Englarnir sungu á húsinu fyrstu jólanótt. Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknum á. Fyrirheit og fögnuður þessara orða er svo einlægur og ákveðin og minnir alltaf á að við eigum að lifa samkvæmt orði hans, sem kom á jólunum, sem lítið saklaust barn - þroskaðist að visku og vexti og kenndi okkur að þekkja veginn, sem liggur til Ijósins. Hann læknaði, saddi, gladdi, ræktaði vináttu, sýndi óumræð- anlegan kærleika og fyrirgefn- ingu. Þetta er vegurinn sem jóla- Ijósið lýsir - lifandi kristindómur. Trú án kerta er dauð. Því skyldi enginn hrópa: Ég trúi, ég trú - bæna sig og sjálfan sig. Það verður spurt. Hver eru verkin þín? Já, boðskapur jólanna er mikil alvara, snertir alla. Jólin eru að koma, hátíð Ijóss og friðar. Megi þau gefa okkur einlægi vissu, að boðskaþur þeirra er sannur og kenna okkur að rækta vin- áttu og umburðarlyndi við alla menn. Þannig tetur þú á móti frelsarar þínum og hann segir við þig: Og sjá ég er með þér alla daga, allt til enda verald- ar. Gleðileg jól Sr. Bjarni Guðgeirsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.