Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 32
Iþrottafelag íyrir börn og unglinga Fjölnir er ungt lélag og Snorri Hjaltason er aðeins annar formaður þess. Hann er búinn að vera formaður í fimm ár og finnst vera komin tími til að hætta. Forveri hans, Guðmundur Kristinsson, var einnig formaður í fimm ár og Snorra finnst sá tími hentugur í formennsku. Snorri segir að kominn sé tími til að breyta til og vill fá nýtt fólk inn í félagið. Hann tók á sínum tíma við for- mennskunni til að geta fylgst með börnum sínum vaxa úr grasi innan félagsins. Þau eru nú öll að fullorðnast og það þarf ekki lengur að fylgja þeim á æfingar. Snorri vill því gefa nýjum formanni tækifæri til að fylgja sínum börnum eftir og sjá þau dafna og þroskast innan féalgs- ins. Á þessum fimm árum hefur Snorri fylgst vel með og tekið mikinn þátt í starfsemi Fjölnis og þekkir vel til innan félagsins. Grafarvogurinn hefur byggst upp á skömmum tíma og það hefur Ungmennafélagið Fjölnir einnig gert. Snorri hefur verið formaður Fjölnis í fimm ár en hann segir að það sé samstöðu og dugnaðar íbúa Grafarvogs að þakka hversu öflugt félagið sé orðið. „Fjölnir varð til fyrir níu árum síðan vegna elju og dugnaðar fólks hér í Grafar- voginum. Ef maður tekur einhvern út sem stofnanda félagsins að þá er það helst Guðmundur Kristinsson fyrrverandi for- maður sem var driffjöðrin ásamt fleirum. Það mætti þó segja að fólkið í hverfinu hafi gert þetta að veruleika. Sá sem bakkaði þetta upp á sínum tíma var Davíð Oddson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Við fengum mikinn stuðning frá honum og hann vildi að þetta yrði öflugt félag. Eftir að við fórum af stað vildu Frammarar fá hér að- stöðu en þá var Fjölnisandinn orðinn það sterkur að þeir komust ekki að. Grafarvog- urinn er sérstakt „bæjarfélag" og við viljum hafa okkar eigið íþróttafélag. Þetta hófst þannig að við byrjuðum að spila fótbolta og það var verið að hlaupa með mörkin út og suður á öllum túnum sem hægt var að spila á. Þetta voru því erfið fyrstu spor en það er skemmtilegt að horfa til baka í dag." - Var knattspyrnan fyrsta deildin sem var stofnuð hér? „Fótbolti, handbolti og frjálsar fóru strax af stað og síðan hófst fljótlega starfsemi tennis- og karatedeildar. Þær deildir sem byrjuðu seinna voru svo almenningsdeildin, sem var stofnuð fyrir fimm árum, og síðan J2____________________________________________ er körfuboltinn svo til nýfarinn af stað. Almenningsdeildin hjá okkur er hugsuð þannig að ef einhverjir koma með hug- mynd um nýja deild þá gefum við þeim tækifæri til að sanna sig. Við byrjuðum til dæmis með borðtennis en það var ekki nógu mikill kraftur þannig að sú deild var lögð niður. Við hlúum að nýjum greinum til að byrja með og hjálpum þeim fyrstu spor- in. Nú eru glímu- og tae kwondo-deildirnar orðnar mjög öflugar þannig að þær eru far- nar að skera sig frá almenningsdeildinni og sjálfsagt verða þær innan skamms það sjálfstæðar að þær geti staðið á eigin fót- um." - Hvenær byrjaðir þú að starfa fyrir félagið? „Það var fyrir sex árum þegar ég var beðinn að koma almenningsdeildinni af stað, sem ég gerði. í dag þykir mér vænt um að hafa fylgt þessu eftir fyrsta árið og komið þeirri deild af stað." - Hver var ástæðan fyrir því að þú fórst að starfa fyrir Fjölnir? „Ég kom inn í þetta barnanna vegna. Þau voru þá öll að æfa með Fjölni, stelpan í frjálsum, yngri strákurinn í fótbolta og eldri strákurinn var einnig eitthvað í fótbolta en byrjaði síðan í tae kwondo. Konan mín tók síðan að sér að verða gjaldkeri frjálsíþrótta- deildarinar og þá byrjaði ég að samtvinnast þessu. Ég kom alltaf meira og meira að þessu og Guðmundur Kristinsson bað mig síðan að koma almenningsdeildinni af stað og þá varð ekki aftur snúið. Ári síðar hætti hann sem formaður og bað mig að taka við." - Varst þú fyrst að koma að íþróttum þegar þú kemur hingað í Grafarvoginn? „Nei, nei, ég var alltaf í Val og spilaði þar bæði handbolta og fótbolta til að byrja með en sneri mér síðan alfarið að mark- vörslunni í handbolta. Ég hætti keppni þegar ég var kominn í meistaraflokkinn og þá tók fjölskyldan við." - Uppgangurinn hefur verið geysalega mikill hér hjá Fjölni. Ekki var íþróttahúsið til staðar þegar þið byrjuðuð? „Nei, völlurinn var fyrst tekinn í gegn og íþróttahúsið var reist í framhaldi af því. Það var einmitt verið að taka húsið í notk- un þegar ég tók að mér formennskuna. ; Öll starfsemin var á sínum tíma í JL- húsinu. Því var breytt í leikfimisaðstöðu, með tveim stórum sölum. Þetta húsnæði bjargaði Fjölni frá upplausn því að það var eina húsið sem við gátum starfað í. Við höfum haft þetta hús allan þennan tíma en í ár tók Pharmaco við rekstrinum og við höfum ekki aðstöðu þar lengur. ( dag erum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.