Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 36
Ingólf Narfason þekkja flestir sem hafa komið nálægt íþróttum í Grafarvogi. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1990 og fór strax að vinna fyrir félagið. Hann hefur unnið frá- bært starf og gert marga góða hluti á und- anförnum árum. Frá upphafi hefur hann verið mikilvægur hlekkur innan félagsins, enda settist hann fljótlega í aðalstjórn þess. Hann hefur nú sagt skilið við aðalstjórnina og einbeitir sér að þjálfun ungra glímu- manna félagsins. En hvernig stóð á því að hann fór að skipta sér af íþróttalífinu í Graf- arvogi? „Nú þetta þróaðist þannig að ég flutti í bæinn og var strax settur í aðalstjórn fé- lagsins. Ég kom inn í þetta á spennandi tíma því að þá var verið að semja við Reykjavíkurborg um íþróttahús hér í Graf- arvogi og uppbyggingu íþróttasvæðisins. Það kitlaði mann mikið að geta verið þátt- takandi í uppbyggingu á nýju félagi. Ég kom utan af landi og þar var gamalt rótgró- ið íþróttafélag (íþróttafélag Staðarsveitar) búið að starfa frá 1912 þannig að hlutirnir sneru dálítið öðruvísi hér en þar." - Hvert hefur verið þitt hlutverk hjá fé- laginu í gegnum tíðina? „Ég átti sæti í stjórn félagsins í langan tíma og var ritari þess í nokkur ár. Þegar ég hætti sem ritari tók ég að mér eins árs formennsku í almenningsdeildinni og sneri mér síðan að þjálfun glímumanna félagsins ásamt að vera varaformaður almennings- deildar. Almenningsdeildin spannar dálítið sérstakt svið hjá okkur. Hún er hugsuð þannig að við tökum nýjar íþróttagreinar inn Ingólfur Narfason hefuraldrei sjáifur verið í glímu en það má segja að hann sé faðir glímunnar í Grafarvogi. sem við ætlum að prófa og vita hvort er grundvöllur fyrir innan félagsins. Almenn- ingsdeildin er sett saman af mörgum grein- um. Það er til þess að vera með færri menn í stjórn. Við eigum við sama vanda- mál að glíma og önnur íþróttafélög en það er að manna stjórnir. í al- menningsdeildinni er skokkhópur, íþróttaskóli barna, frúarleikfimi, tae kwondo og glíma. Markmiðið er að mynda þarna eina sameiginlega deild sem er með einn rekstur." - En af hverju kviknaði þessi mikli áhugi þinn á glímu? „Ástæðan fyrir því að ég tók að mér að þjálfa fólk í glímu var sú að það hafði staðið lengi til að byrja með hana hjá félaginu. Ég tók því að mér formennskuna og byrjaði á því að hafa samband við Glímusamband íslands og bauðst til að hafa skólakynningu á Það eru fleiri strákar en stelpur í glímunni. Um 90 krakkar mættu á fyrsta mótið sem haldið var í Grafarvogi. 36 glímunni hér í Grafarvoginum. Ég fékk það í þetta með mér en vissi ekki hver þátttak- an yrði og vissi í raun ekki út í hvað ég var að fara. Eftir grunnskólakynningarnar þá boðaði ég til skólamóts Fjölnis á sumar- daginn fyrsta. Á fyrsta skólamótið mættu hvorki fleiri né færri en 90 keppendur. Þetta hefur síðan verið haldið árlega og stemmningin er ávallt mikil. Það hafa síðan verið um og yfir 100 keppendur á ári hverju." - Svo að það má segja að þú sért faðir glímunnar hér í Grafarvoginum? „Það segja það sumir en maður gerir ekki hlutina einn. Ég er með góða menn og konur í kringum mig og það er alveg sama í hvaða íþróttagrein það er, það er enginn einn sem gerir hlutina, heldur heildin." - Þú hefur aldrei stundað glímuna sjálf- ur, hvernig fékkstu áhuga fyrir henni? „Þetta er auðvitað þjóðaríþrótt íslend- inga og ungmennafélögin voru stofnuð í kringum glímuna í upphafi. Með þetta að leiðarljósi finnst mér nausynlegt að glíma sé stunduð innan félagsins, þvf að þótt við séum ungt félag þá verðum við að horfa til baka og skoða bakgruninn. Það er flestum ungmennafélögum til happs að þau eru alltaf að endurskoða sig. Við verðum alltaf að vera að endurskoða hlutina og vera til- búnir að stökkva á eitthvað nýtt ef það kemur upp." - Hver er fjöldi iðkenda í gltmunni? „Hann er í kringum 60 og það eru fleiri strákar en stelpur. Þrátt fyrir að strákarnir séu í meirihluta að þá hafa stelpurnar stað- ið sig vel og m.a. náð í íslandsmeistara- og Reykjavíkurmeistaratitill. En titlarnir eru kannski ekki það sem menn eiga að horfa í heldur þá ánægju sem börn og unglingar geta haft af hlutunum. Vissulega er gaman þegar unnið er til verðlauna en menn verða að hafa ánægjuna að leiðarljósi og byggja upp á breiddinni." - Fjölnir hefur dafnað á skömmum tíma og fólkið hérna er mjög meðvitað um mikl- vægi og hlutverk félagsins. „Fjölnir byggist upp þegar fjöldinn kem- ur hérna og ég tel það félaginu til happs að fólk flytur í bæinn víða að. Fólkið sem kemur að félaginu er með ólíka reynslu af félagsmálum sem nýtist vel og allir hafa sama markmið og áhugamál og það er að gera félagið öflugt. Að byggja upp öfluga íþróttastafsemi fyrir börn og unglinga er takmark númer eitt, tvö og þrjú."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.