Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.12.1997, Blaðsíða 37
Handbolti er alltof gróf íþrótt fyrir mig Fjölnismenn eiga mikið af efnilegu af- reksfólki í ýmsum íþróttagreinum. Sigur- steinn Snorrason er einn þeirra sem hefur skarað fram úr í sinni íþróttagrein. Hann leggur stund á tae kwondo sem er afbrigði af karate. Það er ekki nóg með að Sigur- steinn eigi sæti í landsliði íslands í tae kwondo heldur var hann einnig ráðinn landsliðsþjálfari í þessari íþrótt nú á haust- mánuðum. Sigursteinn er án efa einn besti ef ekki besti tae kwondo-íþróttamaður hér á landi og varð meðal annars íslandsmeist- ari 1995. tae kwondo er ekki með fjöl- mennustu íþróttagreinum á íslandi og spurningin er hvaðan þessi íþrótt komi? „Hún er upphaflega frá Kóreu og er að grunni til lík karate og kung fu sem sjálfs- varnar- og bardagalist. En eftir 1980 hefur greinin breyst mjög mikið og skipst í tvennt, í gamla stílinn og nýja stílinn. Nýi stíllinn er ólympíustíll, þannig að hann er viðurkennd- ur á ólympíuleikunum og það hefur leitt til mikillar fjölgunar iðkenda i heiminum. Það stunda í kringum 35 milljónir manna tae kwondo í heiminum í dag." - Tae kwondo er frekar ung íþrótt hér á landi? „Árið 1989 kom hingað Bandaríkjamað- ur sem heitir Steven Hall og hann stofnaði fyrsta skólann. Fyrstu tvö árin voru fáir iðk- endur og fólk vissi lítið um þessa íþrótt. Síðan kom hingað Dani, Michael Jörgen- sen, árið 1991 og hann stofnaði annan skóla og upp frá því kom smávegis sam- keppni og iðkendunum fjölgaði. Greinin hefur síðan haldið nokkuð góðum dampi og á íslandi stunda um 400 manns tae kwondo." - Nú vita fáir út á hvað þessi íþrótt geng- ur? „Hún gengur út á það skora fleiri stig en andstæðingurinn. Keppendur eru með hjálm og brynju og takmarkið er að skora stig með að kýla eða sparka í brynjuna eða sparka í höfuðið. Það er bannað að kýla í höfuðið." - Hvenær byrjuðuð þið að kenna þessa grein hér í Grafarvoginum? „Við byrjuðum haustið 1994. Þá byrjaði ég með kennslu hérna og hef kennt hana síðan. Ég er eini kennarinn hérna en þrátt fyrir það hefur okkur tekist að gera þetta að stærsta tea kwondo-félaginu á landinu á þessum stutta tíma. Það sýnir sig kannski best í því að á síðasta íslandsmóti voru þrjátíu og fimm keppendur búnir að skrá sig frá Fjölni en aðeins fimm frá Ármanni og ÍR til samans. Reyndar var síðan mótinu frestað. Áhuginn hér er alveg geysilega mikill og fólk vill bæði æfa og keppa. En svo virðist sem iðkendur hjá Ármanni og ÍR séu að mestu leyti í þessu bara til að æfa, ekki keppa." - Það fer ekki mikið fyrir þessari íþrótt og henni eru gerð lítil skil í fjölmiðlum og sjónvarpi. Hvaða fólk er það sem kemur á æfingar hjá þér? „Iðkendahópurinn hefur dálítið breyst á þessum árum sem ég hef verið að þjálfa. Fyrst þegar ég byrjaði að þá mættu ein- göngu strákar sem voru fimmtán til sextán Fyrst þegar Sigursteinn byrjaði að þá mættu eingöngu strákarsem voru 15 til 16 ára og voru frekar villt/r og miklir naglar. ára og voru frekar villtir og miklir naglar. En af einhverjum ástæðum hefur þetta breyst og meðal byrjanda núna er átta ára stelpa. Hópurinn hjá mér hefur yngst alveg rosa- lega og yngsti iðkandinn er fjögurra ára sem er kannski í það yngsta." - Er þessi íþrótt hættuleg? „Stöð tvö sýndi um daginn dálítið af tae kwondo en eingöngu úr bardagaíþróttinni. Það virtist vera mjög gróft en málið er að það er lítið um meiðsli í þessari grein. Ég er búinn að fylgjast með þessari íþrótt lengi og hef tvisvar séð menn fá blóðnasir og það er það alvarlegasta sem ég hef séð. Ég væri t.d. ekki tilbúinn að fara í hand- bolta. Það er alltof gróf íþrótt fyrir mig." - Þú ert búinn að þjálfa fólk í þrjú ár. Hvernig kom til að þú byrjaðir í þessu? „Ég hef alltaf haft áhuga á bardagalist og byrjaði 1991 fyrir algjöra slysni. Ég ætl- aði að fara á karate-æfingu en villtist inn á æfingu í tae kwondo og ég hef ekki snúið aftur síðan. Ég þekkti þessa íþrótt eigin- lega ekki neitt þegar ég byrjaði." - En í dag stendur þú fremstur á meðal jafningja og ert orðinn landsliðsþjálfari. Hvenær tókstu við landsliðinu? „Það var núna í september og það eru spennandi tímar fram undan hjá landslið- inu. Það er Norðurlandamót í janúar og ég er að reyna að koma saman sterkum hópi. Gallinn hér á landi er sá að íþróttin er svo ung og það eru fáir komnir með „há“ belti. Núna eru um fimmtán til tuttugu einstak- lingar í hópnum en ég kem til með að minnka hópinn eitthvað í desember. Við stefnum síðan á að senda fimm til sex manns á mótið sjálft, sem yrði mjög gott." - Fjölnismenn eru þá væntanlega í meirihluta landsliðsmanna vegna stærðar hópsins? „Já, það hafa verið kannski tæp 90 pró- sent landsliðsmanna úr Fjölni. Ég held að það sé eðlilegt, við erum með flesta félags- menn og efniviðurinn er til staðar. Við höf- um líka unnið til fjölda verðlauna á þeim mótum sem við höfum tekið þátt í." - Þú talar um „há“ belti, hvernig vinna menn sig upp íþessari grein? „Það er liturinn á beltunum sem skiptir máli. Byrjendur eru allir með hvíta beltið og geta unnið sig upp í svarta beltið sem er „efsti" liturinn. Það getur tekið fjögur til fimm ár að vinna sig upp í svarta beltið. Á milli hvíta og svarta beltsins eru síðan 10 belti. Maður er þó ekki komin á leiðarenda þegar maður hefur fengið svarta beltið því að þá eru til viðbótar tíu dan-gráður sem festar eru á svarta beltið. Það getur tekið tvö til þrjú ár til viðbótar. Sjálfur er ég kom- inn með svarta beltið og tvær dan-gráður." - Þú hefur ekki eingöngu æft þessa íþrótt hérlendis? „Nei, ég fór til Kóreu 1995 til 1996. Þá styrkti UMFÍ mig til ferðarinnar og ég æfði tea kwondo í þrjá mánuði hjá kóreska landsliðsþjálfaranum ásamt mörgum heimsmeisturum úr greininni. Ég var þá tekinn í karphúsið enda var ég langt á eftir en ég lærði gífurlega mikið á þessum tíma." - Sigursteinn keppir lítið hér innanlands í dag. Hann er kominn lengst í sinni íþrótt og það þykir því frekar ósanngjarnt að hann skuli keppa við fólk sem komið er styttra á veg. Það hlýtur samt að vera synd fyrir íþróttamann sem er aðeins tuttugu og tveggja að vera nánast búinn að leggja „spörkln" á hilluna? , „Þetta er dálítið leiðinlegt, ég skal viður- kenna það, en ég hef mjög gaman af því að kenna og vill leggja meiri áherslu og metn- að í það. Ég er í Kennaraháskólanum og lifi því dálítið fyrir kennsluna." ”07 JSflN 199/ ff[ II 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.