Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Síða 14

Skinfaxi - 01.02.1998, Síða 14
 Nissan-deildin í handknattleik hefur sjaldan veríö jafnarí og skemmti- legrí en einmitt í vetur og það hefur verið nánast ómögulegt að spá fyrir um leiki. Fyrir tímabilið voru ilmf. Afturelding og KA talin sigur- stranglegust en engan vegin hafa þessi lið náð að stinga hin af. Framarar hafa komið sterkir inn og Eyjamenn og HK hafa reynst sterkari en við var að búast. Úrslitakeppnin fer nú að hefjast og þar á ekkert lið öruggt sæti í næstu umferð en Framarar og Afturelding verða óneitanlega að teljast sigur- stranglegust. Siguröur Bragason og félagar hjá ÍBV hafa veriö óstöövandi f undanförnum leikjum og eru til alls líklegir í úrslita- keppninni. Afturelding „Kjúklingarnir" úr Mosfellsbænum eru óneitanlega meö besta liðið á pappírunum en það hefur gengið illa að sameina strengina og liðið hefur tapað óvænt eins og fyrir ÍBV í bikarnum og Víkingum í deildinni. Það er hins vegar trú Skinfaxa að þegar leikirnir verða mikilvægari fari vélin í gang. Páll Þórólfsson, Jason Ólafsson, Gunnar Andrésson, Siggi Sveins og Einar Gunnar Sigurðsson eru allir frábærir handknattleiksmenn og Bergsveinn Bergsveinsson getur lokað markinu á góðum degi. Afturelding fer alla leið að þessu sinni. Fram Þetta unga og efnilega lið hefur sýnt það og sannað í vetur aö það getur unnið hvaða andstæðinga sem er. Línumaðurinn Oleg Titov leikur lykil- hlutverk hjá liðinu. Hann er eins og klettur í vörninni og illviðráðanlegur í sókninni. Aðalgalli Framliðsins er hversu smávaxnir sóknarmenn liðsins eru en skytturnar Magnús Arnar og Daði hafa samt oft gert andstæðingunum lífið leitt. Það verður gaman að fylgjast með Safamýra- strákunum í úrslitakeppninni og það er spá Skinfaxa að það spili úrslitaleikina gegn Aftureldingu. Haukar Liðið hefur ekki verið sannfærandi að undanförnu en leikreynslan mun halda þeim lifandi í úrslitkeppninni. Haukar tefla fram sterku liði en einhvern veginn hefur vantað allan stöðugleika hjá liðinu. Aron, Gústi og félagar eiga miklu meira inni en þeir munu ekki komast í úrslit þetta árið. KA Það hefur vantað allann „Duranona" neista í KA liðið í vetur. Liðið tók þátt í erfiðri Evrópukeppni og eflaust hefur það haft áhrif á leik liðsins í deildinni. Akureyrar- strákarnir ættu hins vegar að mæta öflugir í úrslitakeppnina og hver veit nema liðið fari þá á flug en ólíklegt verður að teljast að þeir verji titil sinn þetta áriö. Skinfaxi spáir þeim í undanúrslit. IBV Eyjamenn hafa verið mjög sannfærandi eftir áramót og þegar þetta er skrifað hefur liðið unnið fimm leiki í röð. Varnarleikur liðsins hefur verið frábær og „gamli karlinn" Sigmar Þröstur Óskarsson hefur farið á kostum á milli stanganna. Peyjarnir eru hins vegar ungir og óreyndir og hafa átt erfitt með að bregðast við því þegar stórskytta þeirra Robert Pauzoulis hefur verið tekin úr umferð. Skinfaxi spáir þeim í undanúrslit. Valur Það hefur e.kki verið neinn stórmeistara- bragur á Valsmönnum í vetur. Liðið hefur „unnið" einn titil það sem af er en mjög ósennilegt verður að teljast að liðið hampi öðrum. Jón Kristjánsson verður að vera ( feiknarformi ef Hlíðarendastrákarnir ætla sér árangur í úrslitakeppninni og áhangendur liðsins bíða enn eftir því að Guðmundur Hrafnkelsson hrökkvi í gang. Valsstrákarnir fá líklega KA í fyrstu umferð og það gæti verið of stór biti fyrir þá. 14

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.