Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Síða 27

Skinfaxi - 01.02.1998, Síða 27
Ungmennafélagar fremstir í flokki Það ber mikið á ungmennafélögum í íþróttaheiminum þessa stundina og engu líkara en að allir afreksmenn okkar fslendinga séu ungmennafélagar. Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir og Kristinn Björnsson eru þar fremst í flokki en öll hafa þau skipað sér sess meðal bestu íþróttamanna heims í sinni grein. Jón Arnar hefur náð frábærum árangri á erlendum mótum og þrátt fyrir að vera tugþrautarmaður hefur hann sett íslandsmet í nokkrum einstaklingsgreinum í frjálsum íþróttum. Jón Arnar hefur líklega aldrei verið í betra formi en í dag og er til alls líklegur á árinu 1998. Skíðamaðurinn frá Ólafsfirði, Kristinn Björnsson, skaust upp á sjónarsviðið seint á síðasta ári með því að tryggja sér annað sætið á sterku skíðamóti. Kristinn hefur síðan sýnt það og sannað að þarna var ekki um neina heppni að ræða og greinilegt að hann er orðinn einn albesti svigmaður heims. Efnilegasti hástökkvari landsins, Einar Karl Hjartarson, var alinn upp hjá USAH. Einar nálgast nú íslandsmetin í hástökki innan- og utanhúss en hafa ber í huga að strákurinn er aðeins 18 ára gamall en margir hástökkvarar eru að „toppa" þegar þeir eru um 26 ára gamlir. Það má því nánast bóka að Einar Karl verði næsti íslandsmethafi í hástökki karla. Ungur og efnilegur Keflvíkingur, Haukur Ingi Guönason, gerði fyrir stuttu atvinnu- mannasamning við enska stórliðið Liverpool. Það er ekki fyrir hvern sem er að komast að hjá „fjölskylduklúbbi" eins og Liverpool og greinilegt er að Haukur Ingi hefur heillað Roy Evans og félaga upp úr skónum. í handboltanum er gamla brýnið og nú ungmennafélagi, Siguröur Sveinsson, lang markahæstur f Nissan-deildinni. Þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fertugs- aldurinn all svakalega fær ekkert stöðvað þessa frábæru vinstri handarskyttu og við erum stolt af að hafa hann í okkar röðum. Ungmennafélagið Stjarnan situr sem fastast á toppi 1. deildar kvenna í handbolta. Góöur kjarni og umgjörð hefur skilað sér vel f Garðabænum og hafa Stjörnustelpurnar verið á toppnum undanfarin ár. Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir að Herdís, Ragnheiður og félagar fari alla leið í vetur. Vigfús Dan er án efa efnilegasti kúluvarpari landsins. Þessi ungi sveinn hefur slegið flest ef ekki öll þau met sem hann hefur möguleika á að slá svo ungur að aldri. Vigfús var valinn íþróttamaður Austurlands fyrir skömmu. Keflvíkingurinn Eydís Konráösdóttir hefur verið okkar fremsta sundkona undanfarin ár og í fyrra bætti hún meðal annars nokkur fslandsmet á Smáþjóða- leikunum sem haldnir voru hér á landi. Eydís endaði árið með því að vera valin íþróttamaður Reykjanesbæjar. Ungmennafélaginn, Eyjólfur Sverris- son, hefur slegið rækilega í gegn f þýsku knattspyrnunni og nýlega var hann valinn einn af mikilvægustu leikmönnum þýsku deildarinnar. Eyjólfur hefur leikið mjög vel með íslenska landsliðinu og er í dag lykilmaður í liðinu. Það er ekki sanngjarnt að nefna neinn einn körfuboltamann þar sem nánast allir bestu körfuboltamenn landsins eru ungmennafélagar og nægir þar að nefna; Guöjón Skúlason, Teit Örlygsson, Guómund Bragason og svona mætti halda áfram. Við óskum þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með árangurinn.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.