Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 8
Hver er ástæðan fyrir því að þú komst í bæinn og fórst í Breiðablik? „Konan ákvað að fara í skóla. Hana hefur alltaf langað að fara í skóla og það var ekki hægt fyrir norðan þannig að við ákváðum að flytjast hingað suður, hún á æskustöðvarnar og ég næstum því heim. Við fluttumst í Kópavoginn þannig að það lá svo sem beinast við að fara í það félag sem er þar. ÍR, Ármann eða FH komu ekki til greina því þá hefði maður misst af Landsmótunum." Hvernig kanntu við þig? „Ég kann bara ágætlega við mig enn sem komið er. Ég er allavega ekki búinn að fá neitt menningarsjokk og ég held að það komi ekkert. Við erum heppin með staðinn þar sem við búum, það er töluvert mikið land í kringum okkur og nágrannarnir ekki alveg ofan í okkur.“ Eitthvað sem þú saknar? „Ég sakna þess mest að geta ekki labbað með haglabyssuna á bakinu út um dyrnar hjá mér og farið bara að veiða. Hérna þarf maður að keyra í klukkutíma áður enn maður getur það. Það er nú eiginlega það sem ég sakna, þessi snerting við náttúruna og að komast strax í hana, það eru svolítil þrengsli hérna.“ Nú hefur þú náð frábærum árangri að undanförnu og menn eitt spurningarmerki, sérstaklega í Ijósi þess að þú ert þjálfaralaus og hefur verið að missa flesta þína styrktaraðila. Hver er ástæðan fyrir þessum árangri núna? "í fyrsta lagi þá fékk ég vinnu hérna hjá honum Birni í World Class. Hann réði mig í rauninni með þeim skilmála að ég ætti að æfa og gæti sinnt æfingum. Ég hafði líka sagt það við aðra og einnig hann að ég væri ekkert hættur. Hann bauð mér þá að hann mundi aðstoða mig við það á þeim grundvelli að hann hliðraði til ef ég þyrfti að fara að keppa. og það hefur komið mjög vel út. Ég æfi hérna á morgnana og vinn frá sex til tvö og svo fer ég og æfi seinni partinn. Þetta hefur komið mjög vel út. Maður hittir fullt af fólki hérna, allskyns brjálæðinga sem að peppa mann áfram og eru svona aðeins að keppast, þannig að þetta verður mjög skemmtilegt og svo er maður líka að pína aðra. Maður er að vinna í þessum geira sem að maður er búinn að vera í undanfarin ár. Æfingafélagarnir eru svo úr félögunum hérna fyrir sunnan og núna er maður kominn með jafnoka eða einhverja sem eru aðeins betri, menn sem eru alveg í manni til að æfa með. Menn sem sérhæfa sig í kanski aðeins í einni grein. Maður er á svolítið miklum þeytingi en þetta er miklu meira gaman. Þetta er ólíkt því sem áður var því að maður er ekki alltaf að hjakkast í fleiri, fleiri tíma. Núna er þetta miklu snarpara, maður kemur og tekur sitt og er svo bara farinn. Er ekki að hangsa á einhverjum fundum eða einhverjum yfirlestrum í íþróttahúsinu.“ Þannig að þú ert í rauninni með sérfræðinga í hinum ýmsu greinum? „Já, ég bið svo þjálfarana þeirra að segja mér hvað þeim finnst og fær einhverjar hugmyndir frá þeim þannig að maður er svona þjálfaralaus innann gæsalappa. Ekki með einkaþjálfar eins og maður var með heldur svona með aðstoð margra þjálfara. Það hefur komið vel út, bæði það og síðan að hafa fengið vinnuna hérna og getað nýtt hana í þetta." Ertu þá sjálfur orðinn góður þjálfari? "Nei ekki get ég nú sagt það. Maður er búinn að æfa verulega vel síðustu sex árin og býr að því. Kanski er reynslan orðin þannig að maður veit hvað á að gera, hvað þarf að bæta. Maður þarf ekkert að vera að hnoðast í einhverja sex til tíu tíma á dag.“ Þú ert í rauninni kominn með allt aðrar áherslur heldur en Gísli var með? „Fyrir það fyrsta þá fer ég ekki á æfingu ef mér líður ekki vel eða finnst ég ekkert vera stemdur í það, þá fer ég ekkert á æfingu og æfi þá bara betur næsta dag. Ég geri allt í minna magni heldur en var svona ákveðnari og styttri tími og hef í rauninni meira gaman af þessu. Ég er sjálfur frjálsari og er ekki alltaf að sgyrja einhvern annan hvort ég megi fara þetta eða fara hitt, ég bara geri það og ræð mér sjálfur." Það hefur skilað sér vel? „Já, það svona kom manni á óvart bæði og. Ég vissi að ég gæti þetta og vonaði að einhvern tíman mundi þetta smella saman." Nú þurfa menn mikin sjálfsaga þegar þeir standa einir í þessu - er þetta ekkert mál fyrir þig? „Jú, þetta er náttúrulega mál og stundum er maður góður við sjálfan sig en maður má ekkert gefa það eftir þvf þá fara hinir á undan manni, þá eru þeir bara komnir í burtu. En auðvitað hefur maður aðhald líka. Ég er með tvo þjálfara hjá Breiðablik, Egil og Jón Hreiðar. Ég er búinn að segja við þá að ég ætla ekki að láta þá ráða yfir mér en það er gott að hafa a.m.k. annan til að fylgjast með sér því maður getur ekki alltaf spurt sjálfan sig, hvað á ég að gera núna, hvað er núna að? Þannig að það er nauðsynlegt að hafa einhvern utan aðkomandi til að sjá þessa hluti þó svo að maður ráði sér sjálfur.” En þú hefur þetta í þér að geta beitt sjálfan þig þrýstingi? „Já, en ég hafði þetta ekki í mér og var svona frekar værukær og nennti ekkert að æfa neitt voðalega mikið. Svo finnur maður það að ef þú ætlar að vera í topp tíu, topp fimm þá verður þú að pressa sjálfan þig í botn.“ Núna gekk vel á HM innanhúss og maður spyr sig þá, hvers vegna hefur gengið svona illa á stórmótum undanfarin ár? „Þegar ég horfi til baka þá held ég bara að það hafi verið of mikil pressa. Maður fór of alvarlegur í þetta, hafði ekki nægilega gaman af því að mæta og keppa. Maður var farinn að pressa sig of mikið, má ekki gera þetta, má ekki klikka á þessu. Ef ég hljóp ekki nógu hratt í hundrað metrunum þá var ég ósáttur við það og allir urðu fyrir vonbrigðum. Ég tók þetta of mikið inn á mig, bæði pressuna frá þjálfaranum og þjóðinni. Það vantaði pínulítið kæruleysi í þetta." Þegar þessir hlutir gerast, minnkar þá sjálfs- traustið? „Það gerir það ósjálfrátt. Þá gengur það ekki upp sem maður ætlar sér og þá fer maður að þassa sig og vera ekki eins ákafur, alltaf að passa sig að gera ekki einhversstaðar mistök. Svo koma meiðslin líka inn í þetta og maður er alltaf að passa eitthvað, skildi þetta halda, skildi þetta vera í lagi.“ Aðeins aftur að pressunni og væntingunum - kom þessi þrýstingur sem þú ræddir um áðan frá þjóðinni, styrktaraðilum, þjálfaranum eða settir þú lika þessa pressu á þig sjálfur? „Hún kom allstaðar að. Og kanski mest, eða svona það sem maður fann mest var frá þjálfaranum og þjóðinni líka.“ Þú hefur ekki fundið fyrir þessari pressu frá styrktaraðilum? „Ekki beinlínis. Þeir létu að minnsta kosti aldrei vita af því, en auðvitað veit maður af henni. Ef það gengur illa og þeir eru búnir að leggja einhverja fjármuni í þetta þá eru þeir ekkert ánægðir ef þetta gengur ekki.“ t. i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.