Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 9
Varstu þá mikið með hugann við þetta? „Nei ekkí þetta. En það var auðvitað batteríið sem var í kringum mig sem þurfti aðeins að skoða þetta.“ Þú virkaðir með mjög mikið sjálfstraust á HM- innanhúss - hver er galdurinn við að ná því aftur upp? „Eg fór inn í keppnina á þeim forsendum að ég náði ekki lágmarkinu. Það var bara hringt og sagt: Heyrðu þú átt að fara að keppa! Allt í lagi sagði ég, nú fer ég og hef gaman af þessu og geri mitt besta. Það gekk upp. Maður hafði gaman af þessu og skemmti sér bara og var ekkert að taka þetta of alvarlega." Var þessi árangur jafn óvæntur fyrir þig eins og flesta aðra? „Nei. Ég vissi alveg hvað væri inni eða hvað vantaði eftir þrautirnar sem ég hafði farið í á undan t.d. í Austurríki. Það voru þessi 110 stig sem ég náði í 1000 metra hlaupinu þarna í Lisabon frá hlaupinu þar á undan. Ef ég hefði hlaupið á þeim tíma í Austurríki sem ég hljóp á i Lisabon þá hefði ég verið með um 6200 stig. Þannig að ég vissi alveg að ég 9æti gert þetta, það var bara að ná því saman í góða Þraut sem væri ekki of mikið upp og niður.“ það má í rauninni ekkert út af bregða? ”Nei, það má eiginlega ekki gera það. Bæði getur Það slegið mann andlega þó svo að þrautin sé ekkert töpuð þó ein grein detti niður því það er bara ein af sjö. Maður verður þá bara að gera betur í þeim Qreinum sem eftir eru.“ Nú misstir þú alla styrktaraðila þína nema einn eftir Óiympíuleikana í Sydney. í kjölfarið kom upp sá orðrómur um að þú værir að fara að hætta - varstu einhvern tímann að hugsa um að hætta? „Alvarlega já. Strax fyrsta daginn eftir þetta úti í Astralíu langaði mig ekkert til að vakna. Ég var lengi að melta það með mér hvort ég ætti að halda áfram. Svo það má eiginlega segja að þegar ég var á rjupnaveiðinni einn með sjálfum mér þá hugsaði ég. Ef ég ætla að halda áfram þá má ég ekki hætta að ®fa heldur hvíli mig aðeins. Því ef ég hætti og langar Snúum okkur aðeins að þínu nýja félagi Breiðablik - Er mikill efniviður hjá félaginu? „Já það eru alltaf innan um krakkar sem eiga eftir að verða góðir.“ Jafnvel einhver nýr Jón Arnar? ..Já jafnvel. Maður veit aldrei hvernig þetta fer enn það gæti farið svo.“ Fylgist þú með unga fólkinu og gefur því einhver góð ráð? „Ég hef reynt að gera það. En það hittir svo á að Hvernig bregst þú við ef til þess kemur? „Þá læt ég það frekar vera. Ég ýti því frekar frá mér en að fara í sama farveginn aftur Það er náttúrulega gott að vera með smá pressu og alveg skiljanlegt að slíkt komi frá félaginu og að það ýti á mann. En ef að það kemur einhver styrktaraðilli og er með of miklar væntingar þá sleppi ég honum frekar." svo að byrja aftur eftir svona ár þá væri svo erfitt að ná þessu upp sem maður væri búinn að leggja inn eins og t.d. fyrir Ólympíuleikana. Þannig að ég ákvað bara að stytta þessi framtíðar plön og horfa ekki eins langt fram á veginn, taka bara í mesta lagi eitt ár fyrir (einu. Þannig að ef þetta ár gengur vel þá horfi ég áfram fram veginn á næsta ár. Ég hef gert þetta svona og það léttir á mér og maður er ekkert að pressa sig of mikið eitthvað lengra fram í tímann.“ Hefur þú fundið fyrir því í kjölfar HM-innanhús að styrktaraðilar eru farnir að sýna þér aftur áhuga? „Nei ekki get ég nú sagt það, það hefur ekkert verið hringt og boðið. Það er ekkert svoleiðis á (slandi, þetta er svolítið sérstakt." maður hefur ekki verið að æfa á sama tíma og þau núna fyrri part vetrar. En ég kem til með að gera það.“ Eigum við mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki í dag að þínu mati? „Já það er ekkert síðra heldur en erlendis. Það er bara að ná þeim og passa að þau gleymist ekki eins og oft vil verða, því þá detta þau fljótt yfir í boltagreinarnar. Það vantar aðstöðuna þannig að þau geti æft einhversstaðar. Baldurshagi er varla boðlegur lengur. í Kópavoginum eru þeir að fara að byggja knattspyrnuhöll með brautum sem verða meðfram vellinum og fyrir aftan völlinn. Þarna verða t.d. hástökksdýnur og stangastökksdýnur sem verða alltaf til staðar þannig að fólk getur bara komið inn og æft. í dag tekur það tuttugu mínútur til hálftíma að setja upp stangastökksdýnu. Þú ert kannski með klukkutíma æfingu og það fer bara lungað úr tímanum að setja dótið upp.“ Hvað er framundan hjá þér? „Þetta byrjar núna í lok maí í Götzis í Austurríki strax næstu helgi á eftir eru Smáþjóðaleikarnir í San Marínó. Evrópubikarinn kemur þar á eftir svo kemur Landsmótið og Meistaramótið og vonandi HM. Ég stefni á að ná lágmarkinu inn á HM.“ Értu farinn að finna fyrir væntingum og pressu á nýjan leik? „Nei. Ég held að fólk sé almennt hissa og ekki farið að melta þetta almennilega ennþá.“ Líður þér kannski betur án styrktaraðilanna? „Maður segir sem svo að maður getur kannski ekki lifað án þeirra og mundi ekki slá hendinni á móti þeim. En ég mundi setja önnur formerki við samninga og annað slíkt. Ekki pressa mig of mikið eða vera með of miklar væntingar. Maður er búinn að brenna sig á því. Þó maður hafi kannski vitað að maður gæti staðið undir þeim ef maður yrði heppinn og allt gengi upp. Það gekk upp að vissu leyti og vissu leyti ekki. Það komu þarna tvö ár sem maður fór alveg niður. En nei, maður getur ekki lifað án þeirra." Þú talaðir um það áðan að þú ert farinn að vinna á fullu samhliða æfingum - hvernig finnst þér þetta fara saman? „Enn sem komið er virðist þetta smella saman. Þetta hentar mjög vel af því að ég þarf að vakna svo snemma á morgnanna. Þar sem þrautin byrjar alltaf mjög snemma þá er ég í rauninni kominn í ákveðna rútínu með að vakna. Þrautin byrjar yfirleitt um níu til tíu keppnin sjálf. Þá hef ég yfirleitt verið vaknaður um sex hálf sjö. Núna er ég alltaf vaknaður um tuttugu mínútur í fimm þannig að ég þarf ekki að breyta neinu." Fannstu fyrir þessu í Lissabon? „Já, já, það var ekkert mál að vakna svona á morgnana. Ég var ekkert þreyttur eða eins og gerist stundum, þá er maður syfjaður á fyrsta degi og eftir aðra eða þriðju grein jafnvel farinn að dorma. Það var ekkert svoleiðis núna maður er orðinn vanur þessu, vanur að vera í gangi allan daginn frá því snemma að morgni. Það hentar vel allvegana enn sem komið er.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.