Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 11
séð með augum LandsmótshöfðinglaiM Ingimundar Z'/7. Zs}A//7S/lf/ýr //Af/ý /&.-/SL +///// /F/7//SSr/y/7//AS Landsmótið á Egilsstöðum 12.-15. júlí. Þrettánda Landsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum 12. til 15. júlí. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað síðustu mánuði en það er enginn annar en Landsmótshöfðinginn sjálfur Ingimundur Ingimundarson sem er framkvæmdastjóri Landsmótsins. Ingimund þarf vart að kynna fyrir mönnum en hann er að upplifa sitt 13. Landsmót og geri aðrir betur. Skinfaxi fékk Ingimund til að rifja upp í stuttu máli nokkra Landsmótspunkta fyrri tíma, hvernig hann kemur að Landsmótinu í ár og hvernig það verður byggt upp. En eitt er á hreinu að mikil stemmning verður yfir Landsmótshelgina á Egilsstöðum Þrettánda Landsmótið Landsmótið á Egilsstöðum verður þrettánda Landsmót UMFÍ sem ég tek þátt í. Fyrsta Landsmótið mitt var á Laugum í S. Þing. J 961 en þá var ég 17 ára. Þar keppti ég í sundi. Umgjörð mótsins var yndisleg og mótið að flestu leyti skemmtilegt, en ég hugsa með hryllingi til sundkeppninnar. Hún fór fram í tjörninni fyrir framan skólann. Fyrir okkur sem æfðum í venjulegum laugarhita 26-29 gráðum var skelfilegt að synda í 14-18 gráðum, en það var hitastig tjarnarinnar ef ég man rétt. Enda hættu margir við keppni sérstaklega í lengri sundunum - eða hreinlega gáfust upp í miðju sundi. Hitabylgja á Laugarvatni Annað var upp á teningnum á Laugarvatni fjórum árum síðar. Það mót er öllum eftirminnilegt vegna veðurblíðunnar. Þá gekk hitabylgja yfir Suðurland og hitastigið var fast að 30 gráðum. Ég keppti þar einnig í sundi og varð þriðji í 80Q m skriðsundi. A tveimur fyrstu mótunum keppti ég fyrir mitt gamla samband HSS, Héraðssamband Strandamanna. Sveit HSS varð í þriðja sæti í 4x50 m skriðsundi á Laugarvatni. í henni voru auk mín Sigvaldi tvíburabróðir minn, Jón Arngrímsson frændi okkar og Eiríkur jensson sem síðar varð formaður Sunddeildar Breiðabliks. Á Eiðum 1968 keppti ég fyrir UMSS og varð þriðji í hástökki og á Sauðarkróki 1971 keppti ég í 400 m hlaupi. Á Akranesi 1975 var ég þjálfari og framkvæmdastjóri HSH, en frá þeim tíma til mótsins á Húsavík 1987 var ég þjálfari UMSB. Fyrst í frjálsum íþróttum en síðan sundi. Landsmót í Borgarfirði Landsmótin hafa ýmist verið haldin á þriggja eða fjögurra ára fresti. Ég var framkvæmdastjóri UMSB 1987 þegar mótið fór fram á Húsavík en jafnframt þjálfari sundliðsins. í ágúst það ár lagði ég til á stjórnarfundi að Ungmennasamband Borgarfjarðar sækti um 22. Landsmót UMFÍ. Stjórn sambandsins tók jákvætt í þá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.