Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 12
hugmynd og UMFÍ úthlutaði UMSB mótinu. Við fylgdumst með framkvæmd mótsins í Mosfellsbæ 1990 og á Laugarvatni 1994. Ég var kosinn formaður landsmótsnefndar UMSB og sat um 20 fundi landsmótsnefndar HSK sem áheyrnafulltrúi. Landsmótsnefnd, bæjarstjórn Borgarbyggðar og UMSB lagði metnað sinn í mótið og íbúar héraðsins stóðu sig vel þegar á reyndi. Stemningin á Landsmótum engu lík. Landsmót UMFI hafa sérstakan sjarma og tilfinningin og andrúmsloftið á mótunum er ólýsanleg. Engin leið er að lýsa því með orðum. Þeir einir sem sótt hafa Landsmót UMFÍ skilja við hvað er átt. Engin mót á íslandi ná upp slíkri stemningu. Því er ekki að neita að mikil vinna liggur bak við framkvæmd Landsmóta. Ábyrgðin hvílir oft á fárra herðum sem verða að reyna hrífa aðra með sér þegar mótið nálgast. Oft hefur maður verið þreyttur eftir Landsmót en sú þreyta er ótrúlega fljót að líða hjá og að fullu gleymd þegar næsta Landsmót nálgast. Ég var mjög sáttur við minn hlut og félaga minna eftir mótið í Borgarnesi 1997. Taldi að nú væri hápunktinum náð í félagsmálastarfinu og rétt væri að fara að hægja á. En áður en ég viss af var ég farinn að undirbúa næsta Landsmót. Atvinnulaus í fyrsta skipti I byrjun september í fyrra stóð ég skyndilega uppi atvinnulaus í fyrsta sinn á ævinni. Ég hafði verið forstöðumaður Iþróttamiðstöðvar- innar í Borgarnesi í tæp átta ár en atvikin höguðu því þannig að ég sá mér vænstan kost að ganga út. Það var undarleg tilfinning fyrir mann, sem hefur ekki séð fram úr verkefnum allt sitt líf, að vera á svipstundu sviftur vinnunni. Sú tilfinning er skelfileg. Forlögin óútreiknanleg í einhverri rælni hringdi ég í vin minn, Sigurð Aðalsteinsson Vað- brekku, en við höfum verið saman í stjórn UMFI og sagði honum tíðindin. Nokkrum dögum síðar hringir hann og sagðist hafa vinnu handa mér. Það vantaði framkvæmdastjóra fyrir Landsmótið á Egilsstöðum. Sá sem gengdi því starfi þyrfti að hætta skyndilega. Ég hló við og sagðist vita of vel út á hvað það starf gengi til þess að ég léti plata mig. Hann var greinilega dálítið vonsvikinn yfir viðbrögðum mínum. Fjölskylda mín ræddi þessa uppá- stungu Sigurðar og nokkrum dögum seinna hringdi ég aftur í hann og sagði honum að ég hefði áhuga að hitta menn úr landsmótsnefnd og ræða málin. Ég flaug austur og kannaði aðstæður. Mér leist það vel á alla hluti að viku seinna var ég kominn til starfa hjá Landsmótsnefnd á Egilsstöðum. Ánægjulegt starf Austfirðingar hafa tekið vel á móti mér og mér líður vel í starfinu. Ég sé ekki eftir að hafa slegið til og stokkið inn í þetta verkefni sem var í miðjum klíðum þegar ég kom til starfa. Erfiðasti tíminn er eftir og ég vænti þess að Aust- firðingar standi einhuga að undirbúningi og framkvæmd 23. Landsmóts UMFÍ. Vinnan er að sönnu krefjandi en um leið skemmtileg og gefandi. Ég virtn að verkefnum sem eru mér mjög hugleikin og hef nokkra reynslu af. Ég hef kynnst mörgum einstaklingum í þessu starfi. Öll höfum við það markmiði að vinna að því að framkvæmd Landsmótsins takist sem allra best. Ég er sannfærður um að framkvæmd mótsins verður til fyrirmyndar enda eru sérgreinastjórar í einstökum greinum fagmenn hver á sínu sviði. Keppt vítt um Austurland Öll helstu keppnissvæðin eru tilbúinn og aldrei hafur verið keppt við eins góðar aðstæður á Landsmóti UMFÍ ef á heildina er litið. Umgjörð aðalleikvangs mótsins á Egilsstöðum er mjög skemmtileg. Þar verður mótið sett og því slitið. Þar fer fram keppni í frjálsum íþróttum, starfshlaupi og úrslitaleik- irnir í knattspyrnu. Keppnin fer reyndar fram víðsvegar um Austurland. Keppni í badminton og boccia fatlaðra fer fram á Seyðisfirði. Blakkeppnin verður á Norðfirði. Knatt- spyrnan verður sennilega á Eskifirði og Reyðarfirði. Glíman verður á Reyðar- firði, handboltinn á Fáskrúðsfirði og borðtennis á Hallormsstað. Aðrar greinar fara fram á Egilsstöðum og næsta nágrenni en úrslitaleikirnir í knattleikjum fara fram á Egilsstöðum. Búast má við góðum árangri I nokkrum greinum er keppt til stiga í fyrsta sinn. Má þar nefna badminton og skotfimi sem eru í fyrsta sinn keppnisgreinar á Landsmóti. Einnig er í fyrsta sinn keppt til stiga í íþróttum fatlaðra en greinin hefur verið sýningagrein á nokkrum landsmótum. Starfsíþróttirnar vekja ætíð mikla athygli. Má þar m.a. nefna pönnukökubakstur, starfshlaup og dráttarvélaakstur. Þá er stafsetning í fyrsta sinn stigagrein á landsmóti. Frjálsar íþróttir hafa ætíð verið ein af aðalgreinum mótsins. Enda hafa ungmennafélagar ætíð átt íþrótta- menn í fremstu röð í þeirri grein. Það sama verður upp á teningnum á Egilsstöðum. Nægir að nefna nokkra sterka einstaklinga sem munu setja mikinn svip á mótið: Jón Arnar Magnússon, Svein Margeirsson, Sunnu Gestsdóttur og Vigdísi Guðjónsdóttur. Sterkir sundmenn af Suðurnesjum Selfossi og víðar með ólympiufara í broddi fylkinga. Sterk lið úr úrvals- deildinni mæta í körfuknattleik og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.