Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 15
Leiðtog Ungmennafélag íslands býður, í samvinnu við Nýsköpunarsjóð og Iðntæknistofnun, upp á nýtt námskeið fyrir leiðtoga og stjórnendur. Námskeiðið hefur hlotið nafnið Leiðtogaskólinn og er ætlað öllum metnaðarfullum leiðtogum og stjórnendum í félagsstarfi, atvinnulífi og sveitarstjórnum. Það er Jóhann Haukur Björnsson sem er verkefnastjóri Leiðtogaskólans en hann útskrifaðist frá finnskum menntaskóla árið 1995 og lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Islands í fyrra. Skinfaxi hitti Jóhann Hauk að máli og ræddi við hann um Leiðtogaskólann. Hvað er kennt í Leiðtogaskólanum og hvert er markmiðið hans? "Við fjöllum um flest það sem viðkemur nútíma leiðtogum/stjórnendum. Leiðtogaskólinn skiptist í tvo hluta. Pyrri hluti fer fram að vori og þar er aðaláherslan lögð á hvernig best er að ná til almennings. Meðal þess sem kennt er í þeim hluta er samskipti og framkoma, almannatengsl, sjónvarpsframkoma og fleira. \ seinni hluta Leiðtogaskólans, sem fer fram að hausti, er farið í srangursríkt starf og stjórnun. Þá er fjallað urn málefni eins og leiðtoga- og stjórnunarstíl, virkjun fólks, lausn ágreiningsmála, fundartækni, markmiðssetningu, frumkvöðlastarf og margt fleira. Vlarkmið Leiðtogaskólans er ekki að þjálfa upp leiðtogafræðinga, þ° að vissulega sé fjallað um leiðtogafræði. Markmiðið er frekar að þjálfa leiðtoga í því sem þeir eru að fást við í daglegu starfi sínu. Fólk fæðist ekki tilbúið í leiðtogahlutverk og því er nauðsynlegt að það fái þjálfun og fræðslu frá þeim leiðbeinendum sem hafa mesta þekkingu og reynslu á því sviði." Hvernig kviknaði hugmynd að Leiðtogaskólanum? „Þessi hugmynd kviknaði hjá Valdimar Gunnarssyni, sem er starfsmaður í þjónustumiðstöð UMFÍ. Hann taldi, ásamt fleirum, að starf gæti ekki þrifist sem skildi nema að sterkir og öflugir leiðtogar kæmu við sögu. Hugmyndin er að sjálfsögðu búin að þróast mikið síðan. Leiðtogaskólinn hefur smám saman undið upp á sig og nú er þetta orðið fullmótað námskeið sem hver sem er getur sótt um að taka þátt í." Hverskonar leiðbeinendur kenna í Leiðtogaskólanum? „Kennarar eru þeir bestu sem völ er á. Við trúum því að best sé að spara ekki með því að fá til sín annars flokks kennara. Nám er alltaf ákveðin fjárfesting og við viljum að þeim peningum sem varið er í Leiðtogaskólann sé vel varið. Við skoðuðum hvert og eitt málefni og fengum ráð um hvaða kennarar væru bestir á því sviði á landinu. Síðan fórum við á stúfana og reyndum að fá þá til liðs við okkur og það tókst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.