Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 16
undantekningarlaust. Það var gríðarlega góð vöggugjöf fyrir Leiðtogaskólann." Það koma nokkrir samstarfsaðilar að þessu með ykkur. Ekki rétt? „Asamt UMFI koma Nýsköpunarsjóður og , Impra (Iðntæknistofnun) að Leiðtogaskólanum. Fulltrúar frá þessum aðilum koma á námskeiðið og kynna sitt starf ásamt því að fjalla um frumkvöðlastarf og nýsköpun. Við höfum leitað til fjölda aðila í sambandi við styrki. Okkur hefur allstaðar verið vel tekið og margir leggja þessu þarfa verkefni lið. Meðal fyrirtækja sem styrkja okkur mjög myndarlega er Ingvar Helgason hf og kunnum við bestu þakkir fyrir. Sveitarfélög í landinu hafa tekið vel á móti okkur og tilnefnt og styrkt fjölda fólks til þátttöku. Fjöldi samtaka, stofnana og fyrirtækja senda þátttakendur, þannig að það eru margir sem koma að verkefninu." Hefur UMFÍ staðið fyrir slíkum skóla áður? „Ég hef ekki vitneskju um að UMFÍ eða aðrir aðilar hafi staðið fyrir námskeiði sem þessu áður. Margskonar leiðtogafræðslu hefur verið að finna hingað til, en ekkert námskeið sem tekur fyrir allt efnið á einu bretti. Vissulega hefur UMFÍ staðið fyrir margskonar félagsmálafræðslu í gegnum tíðina en enga þessu tengda að mér vitandi." Þannig að þið rennið blint í sjóinn? „A einhvern hátt er eflaust hægt að segja að svo sé. Við höfum þó ákveðna tryggingu fyrir því að þetta gangi vel. Sú trygging eru mikil þekking og reynsla kennara ásamt góðum aðbúnaði þátttakenda. Það gerir það að verkum að eftirspurnin er mikil eftir því að komast að." Hverjir geta tekið þátt - eru það bara ungmennafélagar? „Þátttakendur koma víða að. Leiðtogaskólinn er hannaður að þörfum fólks í forystu hjá félagasamtökum, sveitarstjórnum og litlum og fyrirtækjum. Einungis hluti af þátttakendum kemur því frá ungmennafélögum. Ég tel í raun að það sé hagur allra þátttakenda að samsetningin sé sem breiðust. Þannig geta þátttakendur miðlað af reynslu sinni til annara og fengið það margfalt til baka. Það er nefnilega oft óþarfi að finna upp hjólið. Þekking og reynsla getur oft komið án þess að fólk læri af mistökum. Með því að margir sterkir leiðtogar hittist trúi ég að hægt sé að skiptast á upplýsingum og tengja fólk betur en áður. Allir þeir sem hafa áhuga á að starfa í forystu í framtíðinni eru einnig velkomnir." Hvernig verður námið uppbyggt og hvað tekur það langan tíma? „Eins og fram kom að ofan skiptist námið í tvo hluta. í apríl er hist í tvo daga og aftur í október og þá í þrjá daga. I sumar munu þátttakendur leysa nokkur auðveld en hagnýt verkefni. Það mun verða upplýst síðar út á hvað þau verkefni ganga. Kennslan er aðallega í formi fyrirlestra. A milli fyrirlestrana eru æfingar sem leiðbeinendur sjá um." Hvar fara námskeiðin fram? „A þessu ári fara námskeiðin fram við Mývatn, á Selfossi og Stykkishólmi. Leiðtogaskólinn fer alltaf fram á hótelum. Við viljum að þátttakendum líði vel því annars getum við ekki gert kröfur um árangur." Hvernig nemendur útskrifast frá ykkur úr skólanum? „Þátttakendur eru allir kröftugir og hæfir einstaklingar og markmið okkar er að efla þá enn frekar. Við ætlum að útskrifa einstaklinga fulla af áhuga og meðvitaða um það sem þeir eru að gera og hvernig þeir gera það." Getur stigið úr þessum skóla nýr forsætisráðherra eða jafnvel forseti? „Að sjálfsögðu. Framtíðar leiðtogar þjóðarinnar geta leynst hvar sem er og í hverjum sem er. Ég er hins vegar viss um það að leiðtogar framtíðarinnar verða hæfari ef þeir hafa tekið þátt í Leiðtogaskólanum."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.