Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 17
Leiðtogaskóli UMFI Leiðtogi er einstak- lingur sem skarar fram úr Sigurjón Bjarnason þekkja sjálfsagt margir ungmennafélagar en hann hefur í nærfellt þrjá áratugi starfað í félagslífi tengdu Ungmennafélaginu. Á dögunum gaf hann út bókina: Félagsmálaspjöll, um leiðir til árangurs í félagsstarfi, virkni fólks og vanda foringjans. í bókinni fjallar hann um á nýstárlegan hátt um leiðir til árangurs í félagsstarfi, líklegar tálmanir og sköpun sóknarfæra. Sagt er frá því hvernig félag verður til,hvernig félag starfar og helstu viðfangsefni í félagsstarfi. í tengslum við Leiðtogaskóla UMFÍ var Sigurjón fenginn í stutt spjall. Sigurjón kom fyrst að félagslífi í afþreyingarskyni og í tengslum við íþróttir °g fleira, síðar á vegum stjórnmála og atvinnulífs. Eitt af hans fyrstu verkefnum á þessum vettvangi var að hafa forystu í litlu íþróttafélagi, sem síðar efldi tengsl sín við héraðssambandið, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, þar sem hann var formaður um skeið. "Ungmennafélag íslands starfaði þá af miklum krafti og hélt meðal annars uppi öflugum félagsmálaskóla. Haldin voru námskeið fyrir hinn almenna félagsmann, sem að hans viti skiluðu miklum árangri hin næstu ár í félagsstarfi hreyfingarinnar. Opinber stuðningur við skólann var hins vegar alltaf takmarkaður, hann var þess eðlis að ekki var unnt af fjármagna hann með námskeiðsgjöldum °9 UMFÍ hafði ekki fé eða starfskraft aflögu til að halda honum vel gangandi. Síðan gengi Félagsmálaskóla UMFÍ dalaði, hafa komið upp vandkvæði við að endurnýja forystuaflið í félögunum, einfaldlega vegna þess að hinn óbreytti félagi veit nú ekki hvað félag er, hver tilgangurinn er almennt með félagsstarfi, hvernig é að skipuleggja það svo að félagið nái markmiði sínu, eða hvers vegna foringi er nauðsynlegur." Hvernig stóð á því að þú skrifaðir þess bók? ”Hið íslenska skólakerfi býður almennt ekki upp á neina fræðslu í þessum efnum, fólkið í landinu er því tiltölulega fáfrótt um eðli og tilgang starfs í almennum samtökum. Bókarskrif mín eru veikburða tilraun til þess að bæta úr þessu. Ég hef ekki áður sent frá mér heildstætt rit, en nokkuð skrifað í blöð og tímarit af ýmslu tagi." En hvernig líst þér á þetta framtak hjá UMFÍ og hvað er leiðtogi? ,,Leiðtogi er einstaklingur sem skarar fram úr að einhverju leyti, einhver sem hópurinn hefur tiltrú á, hefur í senn víðsýni og skipulagshæfileika til að bera. Hann Þad að hafa tilgang viðkomandi félagsmálahreyfingar á hreinu, en hann verður ''ka að hafa skoðanir á því hvert hún á að stefna. Þetta eru mannkostir, sem erfitt er að kenna á námskeiðum, sérstaklega ef hóparnir, félögin, eru ekki til nema sem óvirkir einstaklingar án félagslegrar vitundar. Það má hins vegar efla alla þá sem koma nálægt félagsstarfi á námskeiðum, bæði forystumenn og þá ekki síður hinn almenna félaga. Sú vinna er í lágmarki á íslandi. Vonandi bætir hinn nýi Leiðtogaskóli U.M.F.Í. eitthvað þar úr.” Getur slíkur skóli verið ákveðið skref til að læra að koma sér á framfæri og taka þátt í félagsstarfi? ”i rfag er megináhersla á slikum námskeiðum lögð á ræðuhöld og fundatækni. Slíkt er mikilvægt að sem flestir tileinki sér. Ég er hins vegar ekki alltaf viss um að sa sem hefur mest að segja og kemur með gáfulegustu innleggin í umræðuna, sé meðal þeirra sem sækja leiðtoganámskeið. Þannig verður fólkið í landinu án 9°ðra hugmyndar og leiðsagnar, vegna þess að við höfum enga leið fyrir æskulýð °9 almenning til að kynnast þeim möguleikum sem félagsstarf hefur upp á að bjóða, bæði fyrir einstaklinga og heild." Getur hver sem er eða er það í hlutverkl lelðtoga að koma af stað og skipuleggja félagsstarf? „Leiðtogi og stjórnandi eru nokkuð ólík hugtök. Leiðtoginn, hugsjónamaðurinn, er oft illa settur ef hann nær ekki til fólks sem hefur skipulags- og stjórnunarhæfileika. Slíkir hæfileikar nýtast hins vegar aldrei, nema að þeir aem yfir þeim búa kunni að starfa með fólki og átta sig á að hugarfari og aðstæðum þess. Ég hef orðið vitni að því að einstaklingar óreyndir í félagsmálum hafa lyft grettistökum á því sviði, einfaldlega með því að tala mál sem fólkið skilur og kunna að laða það til sín. Við vitum því aldrei fyrirfram hvar hæfileikarnir leynast, sem byggjast kannski ekki síst á því að öðlast trúnaðartraust samferða- mannanna." Ef fólk ætlar að taka þátt í félagstarfi þarf það þá að vera virkt og framfærið? „Það er erfitt að virkja "passíft fólk". Hver einstaklingur verður því að bjóða sig fram um leið og hann lætur í Ijós hvert hans áhugaefni er og til hvers hann telur sig hæfastan. Slíkir einstaklingar verða þó alltaf að gæta þess að til lítils er barist nema þeir skilgreini sig sem hluta af hópnum, vinni með honum og taki tillit til þess sem samferðamaðurinn segir og vill." Þú talar um vanda foringjans/leiðtogans í bók þinni. Hver er vandi hans? „Stóri vandi félagslegra leiðtoga er skilningsleysi almennings á hlutverki hans og nauðsyn þess að hann sé yfirleitt til. Hins vegar fjalla ég ekkert um það í minni ágætu bók. Þar geri ég ráð fyrir því að hópurinn sé til staðar og sé reiðubúinn að fórna tíma fyrir sameiginlegar þarfir og áhugamál. Þá verður vandinn að ná utan um og skilgreina það fjölþætta starf sem þarf að eiga sér stað til þess að árangri verði náð." Hvaða hlutverki telur þú að slíkur skóli sem UMFÍ stendur fyrir þjóni? „Ég þekki lítið til þeirra hugmynda sem liggja að baki þessu tiltekna verkefni. Vænti þess þó að skólinn geti skilað hreyfingunni árangri og efli starf hennar í framtíðinni ásamt því að nýtast þjóðinni allri til að öðlast enn frekari félagslegan þroska." Ætti þetta að vera fleirum til eftirbreytni? „Öll landssamtök sem vinna að almannaheill ættu að reka slíka starfsemi af einhverju tagi, þó ekki sé nema til þess að auglýsa hreyfinguna og gefa almenningi kost á að kynnast henni innan frá. Leiðtoga- eða félagsmálaskóli kemur þó ekki að fullu gagni fyrr en tryggt er að allir þeir sem skrifast út úr grunnskólum, að ég tali nú ekki um framhaldsskólum, hafi fengið nasasjón af þvf hvers vegna við erum yfirleitt að því að stofna félög og hverju lykilhlutverki þau þurfa að gegna til þess að lýðræðið verði virkur raunveruleiki, en ekki sýndarveruleiki þar sem nokkrir vel þjálfaðir fakírar leika sjónarspil fyrir skemmtanasjúkan almenning."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.