Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 19
en hefur ekki endilega eitthvað með titla eða formlegar stöður að gera. Leiðtoginn fæst því fyrst og fremst við breytingar í um- hverfinu." Er hægt að búa til eða þjálfa einstaklinga svo þeir verði af- gerandi og góðir stjórnendur þ.e. leiðtogar með skólahaldi eða eru leiðtogahæfileikar náttúrulegir? //Meginlínan er sú að enginn er fæddur leiðtogi og ekki geta allir orðið leiðtogar. Hæfur leiðtogi er sambland af ákveðnum með- fæddum eiginleikum og síðar þeirri reynslu sem hann öðlast í gegnum þau tækifæri sem við blasa á lífsleiðinni." þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að verja tíma með öllu þessu góða fólki." Var það eitthvað í fari þeirra sem kom þér á óvart þegar þú ræddir við þá? „Ég þekkti þau ekki vel áður þó að ég hefði hitt þau öll við einhverjar aðstæður. Ég get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstakt sem hafi komið mér á óvart í fari þeirra en það sem kom mér þægilega á óvart var hve reiðubúin þau voru til að deila reynslu sinni með væntanlegum lesendum bókarinnar. Þau eru ófeimin við að gefa góð ráð en um leið eru þau krítísk á eigin persónu og hika ekki við að viðurkenna þau mistök sem þau sjálf hafa gert." Er hægt að búa til leiðtoga úr einstaklingi sem er óframfærinn og feiminn - er svona skóli t.d. til þess gerður? „Flestir geta eflt leiðtogahæfileika sína í svona skóla og ekki síst er hann góður til að losna við feimni og að styrkja hæfileika í ræðumennsku og framkomu." Eiga íslendingar marga sterka leiðtoga að þínu mati? „Við eigum nokkra góða leiðtoga en ég trúi að þeim eigi eftir að fara fjölgandi." Ber alltaf mikið á leiðtogum eða geta þeir verið baktjaldamenn? „Leiðtogi er alls ekki alltaf sá sem er á toppnum. Oft eru það einstaklingar sem eru neðar í stjórnskipulagi fyrirtækja eða stofnana og sumir leiðtogar eru aldrei í formlegum embættum." Og svona að lokum - hvetur þú félagsmenn UMFI og einstaklinga að taka þátt í Leiðtogaskóla UMFÍ - Og á slíkur skóli eftir að hjálpa þeim í hinu daglega amstri? „Auðvitað hvet ég fólk til þess. Skólinn getur ekki annað en hjálpað fólki að líta í eigin barm. Auk þess er skólinn góð leið til að kynnast fullt af fólki og ekki síst fær þátttakandinn sjálfur gott tækifæri til að kynnast sjálfum sér betur." Hvaða kostum þarf góður leiðtogi að búar yfir? //Kostir leiðtogans, þ.e. per- sónuleiki hans o.s.frv., skýra bara lítinn hluta af þeim árangri sem hann nær. Mestu máli skiptir að leiðtoginn hafi skýra sýn sem hann vinnur eftir, hann setji sér markmið, eigi góða vini og samstarfsmenn, hafi seiglu og víðsýni, sé sveigjanlegur og þoli álag, sé góður málflytjandi en um leið verður hann að hlusta vel. Þetta eru bara nokkrir af fjölmörgum þáttum sem leiðtoginn þarf að rækta." Nú ræddir þú persónulega við fimm þjóðkunna leiðtoga ur íslensku athafna- og stjórnmálalífi, í bók þinni "I hlutverki leiðtogans" , sem kom út nú fyrir jól, þar sem þeir veita lesendum innsýn í líf sitt og leiðtogahlutverkið. hetta eru þau Davíð Oddson forsetisráðherra, Hörður ^gurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, Kári Etefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta íslands. En hver er ntesti leiðtoginn af þessum fimm? "Þó að leiðtogarnir fimm eigi margt sameiginlegt þá eru þau um leið afskaplega ólík. Ég get ekki sagt að neinn þeirra sé mesti leiðtoginn en ég get sagt að ef ég mætti velja eitthvað eitt frá þeim öllum þá yrði valið eftirfarandi: Ég U'iyndi vilja hafa sýn Davíðs sem felst í því að vilja auka svigrúm og gildi einstaklinganna í landinu, ég myndi vilja hafa stjórnunarstíl Ingibjargar Sólrúnar sem felst í því að heysta fólkinu í kringum sig og vera allt eins í því að spyrja spurninga eins og að veita svör, ómetanlegt væri að hafa astríðuna, framsýnina og kjarkinn frá Kára, svo myndi ég velja praktísku greindina, hæfileika til að greina kjarnið frá hismanum og seigluna sem Hörður hefur og að lokum uayndi ég vilja hafa persónutöfrana hennar Vigdísar og þann hæfileika að láta fólki líða vel sem er í kringum mig." Hvernig var að nálgast þessar þjóðkunnu persónur? /,Það var afskaplega skemmtilegt. Þau tóku mér öll mjög vel þó að sum þeirra þyrftu umhugsunarfrest. Viðtölin voru mjög krefjandi enda lagði ég mikla áherslu á að viðmælendur væru einlægir þannig að bókin yrði ekki bara eins og samansafn yfirborðskenndra tímaritsviðtala. Samstarfið var um leið mjög lærdómsríkt og ég er ákaflega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.