Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 30
hérna á Króknum í gegnum árin, farið til Reykjavíkur að æfa svona 2 í mánuði eða oftar. Eg vandist því strax og ég kom á Krókinn að fara suður að æfa með hinum, en það var ekki svona oft fyrstu árin hjá mér. Ég held að Gísli þjálfari og þeir sem voru að æfa þá hérna hafi byrjað á þessu 1986 eða einhvern tíman þá og það hefur bara alltaf verið svona síðan." Þú verður ekkert þreytt á því að keyra alltaf svona í bæinn? „Nei, nei, ég er í ágætu formi - ég verð ekkert þreytt enda keyri ég ekki sjálf." Hefur þú hugsað þér að flytja í bæinn til að geta æft við betri aðstæður ? „Já, sko þó það sé nauðsynlegt að komast í Baldurshagann svona einu sinni í viku þá veit ég ekki hvort ég fæ eitthvað út úr því að flytja þangað. Þjálfarinn minn er nú ekki í Reykjavík. Það er svo margt sem þarf að taka inn í þegar verið er að tala um "aðstæður". Svo er ég í góðri vinnu og gott að æfa með henni." Gísli Sigurðsson er þjálfarinn eins og hefur komið fram. Þannig að þú ert með topp þjálfara, ekki satt? „Jú. Gísli er mjög góður þjálfari sem leggur sig fram og er tilbúinn að leggja sig fram fyrir þá íþróttamenn sem vilja bæta sig. Hann er líka mjög góður að sjá út tæknina og finna réttar æfingar. Hann er alveg óhræddur við að nota æfingar sem enginn er að nota ef það hentar manni. Hann er mjög ákveðinn við okkur og ætlast til að við leggjum okkur fram, en hann gerir bara kröfur á þá sem hann veit að vilja ná árangri." Þá er hann mjög agaður á æfingum og ég skil fullvel afhverju hann vill svona mikinn aga.En það eru margir sem fíla það ekki alveg fyrst, en yfirleitt eru það þeir sem eru ekki vissir um sjálfan sig, hvort sem er. Svo eru nú líka agavandamál í landinu eins og allir eru að tala um sem sjást stundum ágætlega. Hann finnur líka vel hvernig fólkinu líður og vinnur í samræmi við það, leggur mikla áherslu á andlega þáttinn líka. Þannig getur maður náð eimþá meiru út úr sér. Svo held ég að hann hafi bara svo mikið sjálfstraust sjálfur að það smitar út frá sér. Honum finnst sjálfsagt að við krakkarnir í hans liði verðum best þannig að öllum fer að finnast það eðlilegt sem æfa lengi hjá honum." Á hvað stefnir þú í framtíðinni? „Ég ætla að ná lengra en ég trúi að ég geti náð á þessari stundu." Nú hafa Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Guðrún Arnarsdóttir náð frábærum árangri og æft grimmt erlendis- langar þig til að komast í þeirra fótspor? „Þær eru frábærir íþróttamenn og erfitt að feta í þeirra fótspor. Þær voru líka ótrúlega efnilegar allar þrjár þegar þær byrjuðu. Nei, ég held að það sé best að fara sína eigin leið hvert sem hún leiðir." Guðrún hefur æft í Bandaríkjunum og nú er Þórey Edda þar og Vala á leiðinni. Hefur þú einhvern áhuga að fara í nám til Bandaríkjanna og geta æft við bestu aðstæður? „Ég er ekkert svo viss um að það henti mér sérstaklega að fara til útlanda að æfa. Og það er ekkert samasem merki á milli góðra aðstæðna og góðs árangurs." Hvað er síðan framundan hjá þér? „Áframhaldandi æfingar, æfingaferð til USA í vor, og svo eru mörg stór mót í sumar, t.d. MI, Landsmót á Egilsstöðum, Bikarkeppni FRI og Evrópubikarkeppni í fjölþraut." Helga Elísa Þorkelsdóttir, Þórunn Erlingsdóttir, Áslaug H. Jóhannsdóttir og Vilborg UTILIF L « u i \ te aWá-íl v á jy/jv#Y i Wn i Ite/1 } »

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.