Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 35
Á undanförnum mánuðum hefur félagsmönnum innan ungmennafélagshreyfingarinnar jafnt sem utan hennar verið tíðrætt um sameiningarmál Ungmennafélags íslands og íþróttasambands íslands. Sitt sýnist hverjum í þessu máli enda að mörgu að hyggja þegar málið er skoðað. Hverjir eru kostir slíkrar sameiningar og hverjir eru gallar hennar? Félagsmenn innan UMFÍ sem og framámenn innan ÍSÍ hafa notað fjölmiðlana óspart til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á undanförnum mánuðum. Eitthvað virðist þó hafa dregið úr umræðunni því þó nokkur tími er liðinn síðan einhverjir hafa kveðið sér hljóðs í fjölmiðlunum. Það dylst þó engum að umræðan og vangavelturnar halda áfram þótt þær komi ekki fram í fjölmiðlum landsins. í síðasta tölublaði Skinfaxa var rætt við nokkra forystumenn innan ungmennafélagshreyfingarinnar og fannst mörgum fylgismönnum sameiningar að umræðan hafi ekki gefið rétta mynd af stöðunni en andstæðingar sameiningar vildu einmitt meina að þetta væri lýsandi dæmi hvernig viðhorfið væri innan hreyfingarinnar. Leitað var til tveggja forystumanna innan ungmenna- hreyfingarinnar sem hafa ólíkar hugmyndir um hugsanlega sameiningu og þeim gefinn kostur á að láta sínar skoðanir í Ijós. Þetta eru þeir Björn Ármann Ólafsson, formaður UÍA og Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.