Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 36
Björn Ármann Ólafsson, formaður UÍA Ástæðurnar fyrir að málinu var ýtt af stað í upphafi voru ekki góðar, og á þeirri stundu alls ekki farið að kanna hvort gerlegt væri eða / / ástæður til sameiningar ISI og UMFÍ. Mun égfara yfir nokkur atriði hér á eftir sem að mínu mati skipta máli í þessari umræðu. 1. Hvernig kom umræðan til? Á íþróttaþingi ÍSÍ 24.-26. mars 2000 varð til tillaga um að kanna hagkvæmi þess að sameina ISI og UMFI. Þessi tillaga varð til vegna þess að fyrir þinginu lá önnur tillaga frá ÍBR o.fl. um að skerða bæri hlutdeild Héraðssambanda, er hefðu hlutdeild í lottótekjum í gegnum UMFI, í lottótekjum frá ÍSI. Með öðrum orðum, auka skyldi þá skerðingu ISI sem þegar er á þau Héraðssambönd sem fá lottótekjur frá UMFI . Leyfi ég mér að efast um að þessi skerðing standist jafnræðisreglur. En sem sagt mismuna skyldi aðildarfélögum að ÍSÍ vegna þess að þau væru í UMFÍ og flest utan af landi, en UMFÍ er einn af eigendum íslenskrar getspár ásamt Öryrkjabandalaginu og ÍSÍ. Það sem gerðist á Iþróttaþinginu var að meiri hluti þeirra Héraðsambanda sem sóttu þingið voru pínd til framlagningar þessara sameiningartillögu til að halda friðinn innan ISI. Þegar mál eru þannig búin til eru þau dæmd til að mistakast. Svona vinnubrögð eru ekki á jafnréttisgrunni, heldur á að neyða þann minni til að þóknast þeim stóra og sagan hefur sýnt að þegar þannig er staðið að málum leiðir það aðeins til styrjaldar, eins og komið er á daginn í þessu máli. 2. Hver er lagaleg staða þessara tveggja aðila? Samkvæmt íþróttalögum er ÍSI stofnun sem er yfir öllum íþróttamálum í landinu og lýtur þannig opinberri forsjá. UMFÍ er hinsvegar frjálst félagasamband (sbr. skilgreiningu í íþrótta lögum) í eigu sinna aðildarfélaga sem aðallega eru á landsbyggðinni. Af þessu sést að gífurlegur eðlismunur er á þessum tveimur aðilum og bara af þeirri einföldu ástæðu tel ég mjög flókið mál að sameina þessa tvo aðila þannig að eigendur (aðilar að) UMFI glati engum hagsmunum sem þau eiga í UMFI, að ég tali nú ekki um þegar hagsmunir í UMFÍ hafa ekki verið skilgreindir til að leggja inn í umræðuna. 3. Hvernig er skýrslan? Skýrsla sú sem ÍSÍ lét vinna um sameiningu UMFÍ og ÍSÍ er góð svo langt sem hún nær. Hún nær yfir sameiningu tveggja skrifstofa í Reykjavík og sýnir að það er hagkvæmt. En hún segir ekkert um hvaða áhrif sameining hefur á eigendur (aðila að) UMFI. Hún segir ekkert um hvað Héraðssamböndin tapa miklu fé ef sameining ætti sér stað, en um helmingur þeirra tekna sem Héraðssamböndin hafa frá íþróttahreyfingunni koma í gegnum UMFI. Stór huti þeirra tekna myndi flytjast til þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Skýrslan segir ekkert um menningarleg áhrif eða hvernig farið yrði með þau gífurlegu samskipti sem eru milli UMFÍ og Héraðssambandanna. Tel ég þetta vera eina af rnegin orsökum þess að ekki er tímabært að tala um sameiningu, þessa skilgreiningarvinnu þarf að vinna áður en hægt er að setjast að einu borði til að ræða hvort borgi sig að leggja niður UMFI eða ekki. Staðreyndin er sú að ekki er verið að tala um sameiningu í raunveruleikanum, því sameining er ekki framkvæmanleg, heldur það að leggja beri UMFI niður vegna þess að það þjónar peningalegum sjónarmiðum IBR eða ÍBR sér peninga í málinu fyrir sig. 4. Hvað um Landsmótin? Haldin hafa verið 22 Landsmót UMFI vítt og breytt um landið. Þetta eru íþrótta- og mertningarmót sem mikið er lagt í þar sem þau eru haldin, stórviðburðir. Hvað ætla menn að gera við þau? Verða þessar miku menningarhátíðir landsbyggðarinnar kannski lagðar niður eða fluttar til Reykjavíkur þar sem ekki verður gerlegt að lialda þær annars staðar vegna fjölda þátttakenda? Þessari spurningu er ósvarað ,en henni verður að svara. Niðurlag. Ég tel allt of mörgum spurningum ósvarað til að tímabært sé að svara spurningunni hvort skuli farið í samningaviðræður milli ÍSÍ og UMFI um sameiningu, nánara samstarf eða að leggja UMFÍ niður. Ég hef nefnt nokkrar mjög mikilvægar spurningar og margar fleiri eru til og hefur ekki verið svarað. Miðað við núverandi stöðu eru engin rök sem segja mér að fara beri í þessar viðræður, þvert á mót sýnist mér að hagsmunir UÍA og annarra Héraðssambanda á landsbyggðinni muni liggja í óbreyttu ástandi eins og er. Björn Ármann Ólafsson Formaður UIA

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.