Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.2001, Blaðsíða 38
Kristín Gísladóttir, stjórnarmaöur UMFÍ Mikil umræða hefur verið s * undanfarið um sameiningu ISI og UMFÍ og hef ég skrifað svolítið um þau mál. Það ætla ég hins vegar ekki að gera hér heldur velta þvt aðeins upp hvers vegna þessi sameiningar- krafa er fram komin. Ég tel að þetta snúist allt um peninga eða öllu heldur skort á peningum. Það er mín skoðun að þeim fjármunum sem skipt er til grasrótarinnar sé vel varið en leita þarf á önnur mið til að afla frekara fjár til starfsins því samtökin hafa yfir allt of litlum fjármunum að ráða til að geta unnið sitt starf eins og ætlast er til af þeim. Ég vil að meira fé til íþrótta- og ungmennafélagsmála komi frá ríkinu Að mínu mati kemur allt of lítið fjármagn til þessa málaflokks úr ríkiskassanum. f ár fær UMFÍ 22 milljónir og ÍSÍ rúmlega 40 milljónir á fjárlögum. Ég vildi sjá þessar upphæðir margfaldaðar með 10 og að innan fárra ára komi úr ríkiskassanum einn milljarður á ári til íþrótta- og ungmennafélagsmála. Ég tel að ríkið eigi að greiða fyrir þjálfun barna og unglinga. UMFÍ og ÍSÍ eiga að fá veglegan styrk frá ríkinu sem eyrnamerktur er til barna- og unglingastarfs. íþrótta- og ungmennafélögin í landinu eru rekin í sjálfboðavinnu sem er mjög mikið og óeigingjarnt starf en því miður er það staðreynd að allt of fáir eru tilbúnir að leggja það á sig að vera í stjórnum og ráðum vegna þess að allur krafturinn fer í fjáraflanir og áhyggjur af því hvernig eigi að fjármagna starfið. Það væri mikill munur að vera í stjórn félags og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort endar náist saman með kökubakstri eða sölu klósettpappírs. Það er mikið áhyggjuefni að æfingargjöldin þurfi að vera svo há að þeir sem hafa minna á milli handanna eigi í erfiðleikum með að leyfa börnum sínum að stunda íþróttir. íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin vinnur mjög þýðingarmikið forvarnarstarf í landinu og rannsóknir hafa sannað að unglingar sem stunda íþrótta- og félagsstarf leiðast síður út í óreglu. Þessi vitneskja segir okkur að gild rök séu fyrir því að ríkið setji meiri peninga í þessi mál. og unglinga að 18 ára aldri verði meginmarkmið í starfsemi HSK næstu 4 starfsár" og önnur tillaga var "að beina þeim eindregnu tilmælum til UMFÍ og ÍSÍ að sameinast um að sækja meira fé til ríkisins vegna íþrótta- og félagsstarfs barna og unglinga í íþrótta- og ungmennafélögum landsins. Að UMFÍ og ÍSÍ setji sér það markmið að árlegt framlag ríkisins til þessa verði verulegt". Greinargerð með seinni tillögunnni var eftirfarandi: "Rannsóknir sýna að hið virka og stöðuga starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins með börnum og unglingum er öflugasta forvörnin sem til er í dag gegn þeirri vá sem ungmennum stafar af vímuefnum, bæði þeim löglegu, tóbaki og áfengi, og hinum sem eru eiturlyfin. Mikilvægt er að þetta fé renni milliliðalaust til félaganna sem sinna barna- og unglingastarfinu. Þannig nýtist þetta forvarnarframlag best. Hið öfluga sjálfboðastarf félaganna er mjög verðmætt fyrir samfélagið og það margfaldar hverja krónu sem ríkið veitir þeim til að efla þennan virka forvarnarþátt íþrótta- og félagsstarfsins." Umf. Selfoss ætlar að beita sér fyrir því á næstunni að aukið fjármagn fáist til þjálfunar barna- og unglinga, þannig að öll börn hafi jafna möguleika á að stunda íþróttir óháð fjárhag foreldranna og að gera hið mikla sjálfboðaliðastarf sem unnið er í félaginu áhugaverðara. Vil ég hvetja alla sem starfa með börnum og unglinum að taka undir með okkur og halda á lofti kröfunni til ríkisins að meira fé verði lagt í íþrótta- og félagsstarf barna- og unglinga. Undirrituð er framkvæmdastjóri Umf. Selfoss og þar eru miklar umræður og vangaveltur um þessi mál í dag. A HSK þingi nýlega lögðum við fram nokkrar tillögur um þetta. Ein tillagan var um það "að efling íþróttastarfs barna Með ungmennafélagskveðju Kristín Gísladóttir. stjórnarmaður í UMFI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.