Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 11
reynslu úr íslensku deildinni. Okkur hefur gengiö upp og ofan í síðustu landsleikjum og en erum í stööugri framför. Með meiri reynslu og fleiri leikjum þá gætum viö farið aö nálgast þessar stærri þjóöir eitthvað." En er landsliði ekki kjörinn vettvangur til að koma sér í atvinumennskuna? „Jú, þaö er engin spurning. Mér hefur t,d, gengið nokkuö vel með landsliöinu og þaö hefur vakiö áhuga nokkurra umboösmanna sem hafa verið aö ræða viö þjálfarann minn. Þannig aö landsliöiö gefur manni aukna möguleika til aö komast að erlendis ef maöur stendur sig vel. Þá hjálpar þaö til aö Friðrik Ingi gaf okkur ungu strákunum tækifæri þannig að þaö mundi ekki skemma fyrir aö komast aö erlendis svona ungur aö árum." Hefur þú áhuga að fara í atvinnumennskuna? „Já, ætli ég fari ekki núna í september í atvinnumennskuna. Mitt markmið er aö reyna aö komast út sem fyrst of veröa oörinn nokkuö sjóaður í boltanum þegar ég verö 23 ára. Þá á maður nokkuð mörg ár inni áöur en maður veröur of gamall." Er eitthvað komið á hreint hvar þú leikur? „Nei, ekki enn en Friðrik Ingi er að vinna í þessum málum fyrir mig. En ég get , alltaf farið aftur til Bandaríkjanna og ieikið fyrir háskólalið þar en ég stefni frekar á aö fara til einhvers liðs í Evrópu." Hvar viltu helst leika í Evrópu? „Ég er bara ekki alveg viss. Ég þekki deildirnar ekki þaö vel í Evrópu og veit því ekki hvaða deild hentar mér sem leikmanni. En maður kannski velur ekkert úr hvert maður vill fara heldur verður maöur bara aö skoöa og meta þaö sem býöst." Eigum við þá ekki eftir að sjá þig leika í deildinni í vetur? „Þaö er reyndar ekki öruggt. Þaö eru helmingslíkur á því að ég leiki hérna eitt ár í viöbót en mér finnst þó líklegra aö ég fari út." Treystir þú eingöngu á sjálfan þig þegar mikið liggur við í 'eikjum eða eru einhverjir sem þú treystir fyrir boltanum á ertagastundu? "'iá, aö sjálfsögðu. Ég treysti öllum mínum félögum fullkomlega til aö klára leiki UPP á eigin spýtur. Aöalatriöiö hvaö varðar velgengni er aö liðsheildin sé góð og Þar skiptir máli aö leikmenn finni að þeim er treyst af samherjum sínum." Körfuboltaunnendur hafa dáðst mikið af hraða, snerpu og stökkkraftinum sem þú hefur. Er þetta meðfætt eða hefur þú ®ft þetta sérstaklega? ”E9 held aö þetta sé bara meöfætt. Ég hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á Pessi atriöi." Stökkrkafturinn er ótrúlegur. Hefur þú aldrei stefnt á það að fara í hástökk?, ég hef aldrei velt því fyrir mér en þegar ég var í háskóla í Bandaríkjunum tók e9 þátt í langstökki og þrístökki og gekk nokkuð vel. Sjálfsagt gæti ég náð ágætis arangri í þessum greinum." ^var stendur íslenskur körfuknattleikur í dag? ”Því miöur erum viö langt á eftir stóru þjóöunum, en viö erum þó á uppleið. Viö ei9um mikið af ungum og efnilegum strákum sem hafa mikinn hraða og betri tækni en gömlu snillingarnir sem voru á undan okkur. Ég hef trú á aö við eigum eftir aö nálgast stóru þjóðirnar á næstu árum." hefur landsliðinu ekki gengið vel að undanförnu. Er p’.nhver ástæða fyrir því? „Þaö hafa átt sér staö miklar breytingar eftir aö Párik Ingi Rúnarsson tók viö liðinu. Hann ákvaö aö gefa okkur yngri tækifæri og meðalaldur liösins er 21 ár sem er ekki hár meðalaldur. Þaö er mjög jákvætt því 10 sigum mikið af ungum og efnilegum strákum sem eru komnir meö töluveröa Annaö hvort er maður tilbúinn til aö höndla þessa ábyrgö eða ekki. Þaö skiptir ekki máli hvort þú sért tvítugur eöa kominn á fertugsaldurinn. Ég hugsa ekkert ððruvisi en þeir sem hafa verið mikiö lengur í boltanum en ég. Þetta fer bara eftir karakter hvers og eins. Ég hef alltaf stefnt á þaö aö veröa aðalmaðurinn, getaö klárað leiki upp á eigin spýtur. Þótt ég sé ekki byrjaður aö gera mikið af því núna Þá stefnir maöur á þaö aö veröa sá einstaklingur sem er treyst fyrir boltanum í ÍQkinn þegar mikiö liggur viö. Komast í það hlutverk sem Teitur hefur veriö í í mörg ár." Þannig að ef fslenskir körfuboltaunnendur hafa áhuga að sjá Loga Gunnarsson sýna snilli sína hér á landi þá gæti það jafnvel orðið í síðasta skipti á Landsmótinu á Egiisstöðum? „Já, þaö gæti vel farið svo." 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.