Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 12
SVEINN JÓNSSON FORMAÐUR LANDSMÓTSNEFNDAR Vandamálin leyst Það þykir kannski ekki trúverðugt en er engu að síður rétt að Sveinn Jónsson formaður Landsmótsnefndar hefur aðeins tvisvar komið á Lands- mót áður. Fyrra skiptið var á Eiðum 1968 og svo fylgdist hann vel með Landsmótinu í Borganesi fyrir þrem- ur árum. Þá hefur hann litið sem ekkert komið nálægt Ungmenna- hreyfingunni en hann þekkir þó vel til Egilsstaða og nágrennis enda borinn og barnfæddur fyrir austan. Það efast þó enginn um hæfileika hans og verkefnastjórnun enda hefur hann staðið sig með miklum sóma sem formaður Landsmótsnefndar. Valdimar Kristófersson hitti á Svein að máli í Smáralindinni í Kópavogi þar sem hann starfar sem byggingar- stjóri Smáralindar. Hvernig kom þaö eiginlega til þess aö þú varst fenginn sem formaður Landsmótsnefnd- ar? ,,Ég veit þaö ekki," segir hann brosandi. ,,Ég er alveg utanað- komandi í þeim efnum. Ég hef mikla reynslu að margs konar verkefnastjórnun og ætli það sé ekki fyrst og fremst þess vegna sem þeir hafa haft augastað á mér í þetta starf." Þér hefur greinilega þótt þetta spennandi verkefni og því tekið því? ,,Já, ég var nokkuð spenntur fyrir því. Ég var reyndar í sve- itarstjórn á Egilsstöðum þegar umræðan um að halda Lands- mótið á Egilsstöðum kom upp. Okkur fannst það mikið hags- munamál að hafist yrði handa við uppbyggingu íþróttamann- virkja og með Landsmótinu sáum við ákveðna möguleika í því samhengi. En svo er það einnig vegna góðs kunnings- skapar við þá sem eru og hafa verið í forsvari fyrir Landsmótið að ég tók þetta að mér." Nú hefur undirbúningurinn staðiö yfir í langan tíma. Hvenær hófst hann og hvernig hefur gengið? ,,Ég hef stundum sagt að hann hafi hafist fyrir 1700 dögum. Því að Landsmótsnefndin var skipuð haustið 1996 og þá um veturinn 1997 hófst undir- búningurinn og svo fórum við á Landsmótið í Borganesi til að fylgjast með framkvæmdinni og setja okkur inn í málin. Ég held að fæst okkar sem eru í nefndinni hafi í sjálfu sér keppt á mótum en við höfum með einum eða öðrum hætti komið að mótshaldi áður og þá töluvert mikið í gegnum starf- semi ÚÍA." Hver hafa verið stærstu verkefnin í undirbúningnum? ,,Þau hafa kannski fyrst og fremst snúist um það að fylgjast með og fylgja eftir allri upp- byggingunni á Egilsstöðum, ná utan um rnótshaldið þar og niðri á fjörðum. Þetta er dáltíð dreift enda hefur það verið stefnumið ÚÍA að mótið skyldi haldið á 12

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.