Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 13
helstu stöðunum á Austurlandi. Það hefur verið nokkuð umdeilt en það var ákvörðun stjórnar ÚÍA allt frá byrjun að þannig skyldi að málum staðið enda hefur þetta verið kynnt gagnvart hreyfingunni sem slíkt. Ég held að við munum ekki koma til með að líða fyrir þessa ákvörðun. Það hefur tekist ágætlega að skipuleggja og undirþúa mótshaldið með hliðsjón af þessari dreifingu." Hvernig hefur uppbyggingin gengið? >.Það hefur gengið mjög vel og er í raun eins og best verður á kosið. Mannvirkin v°ru öll fullbúin á Egilsstöðum í fyrra haust. Það er verið að leggja lokahönd á íþróttavöllinn með því að rífa gamlar þyggingar og stækka og laga upphitunar- svæðið og svo er verið að Ijúka við að byggja tveggja hæða vallarhús með áhaldageymslu og tilheyrandi. Þá hefur verið keypt mikið magn af góðum taakjakosti fyrir völlinn, íþrótthúsið og sundlaugina. Þannig að þetta verður til fyhrmyndar á landsvísu. Þess má geta að Egilsstaðir eða Austur hérað eins og sveitarfélagið heitir núna fékk á dögunum viðurkenningu ÍSÍ fyrir þessa glæsilegu uppbyggingu." Varla hefur þetta gengið áfallalaust fyrir sig? >.Nei, það er nóg af vandamálunum," Segir hann hlæjandi. ,,En það hefur tekist aö leysa úr þeim öllum. Fjármögnun er annað stærsta viðfangsefni okkar og svo koma kynningarmálin og allt innra skipulagið. Það er komin ákveðin rútína á þetta og ég er viss um að þetta muni allt 9anga að óskum." Nú heldur Landsmótsnefnd utan um hlutina en það hljóta að vera fleiri hendur sem koma að undirbúningnum °9 rnótshaldinu? >>Jú, svo sannarlega. Við fáum fjölda sjálfboðaliða til að hjálpa okkur síðustu hagana fyrir mótið og á mótinu sjálfu. ^jörgunarsveitirnar koma síðan að öryggisgæslunni og ég gæti trúað því að það séu sjálfsagt nokkur hundruð manns Sehi koma að mótinu þegar mest verður." Nlótið fer fram víðsvegar á Austurlandi þ-e- greinunum er dreift nokkuö til nærsveita Þið eru ekkert hræddir um aö erfitt verði að viöhalda Landsmóts- andanum? ”Nei, það held ég ekki. Öll tjaldbúða- aöstaða er miðsvæðis á Egilsstöðum og Þó að nokkrar greinar fari fram niður á Fiörðum þá er ég ekki hræddur um að and- inn tapist. Hugmyndin ®r einnig sú með Pessari dreifingu að ^ynna þá uppbygg- lngu sem hefur átt sér staö t.d. á Seyðisfirði, Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði þar sem eru ný íþróttahús og sýna fram á hvað sveitarfélögin hafa lagt mikið upp úr aðstöðusköpun allri af þessu tagi." Verður einhver sérstök afþreying fyrir landsmótsgesti? ,,Það verður nóg um að vera fyrir þá kvöldvaka, söngskemmtanir, dansleikir, torfærukeppni, krafta- jötnakeppni. Einnig verður leikjamót fyrir börn og unglinga, það verður æskuhlaup og skógarhlaup fyrir fjö- Iskylduna og margt fleira. Við vonum að það verði næg og fjöl- breytt afþreying fyrir gesti á mótinu." Hvað eru þið í stakk búnir til að taka á móti miklum fjölda gesta? „Við erum klárir í að taka á móti 10.000 til 12.000 manns og við reiknum með um 1.800 keppendum. Þessi fjöldi ætti ekki að skapa nein vand- ræði fyrir okkur." Og hvernig er aðstaðan fyrir áhorf- endur? ,,Hún er mjög góð þannig að það er ekkert vandamál að koma miklum fjölda við íþróttavöllinn og íþróttahúsið er búið áhorfendasvæðum fyrir nokkur hundruð manns. Þannig að við hvetjum bara alla til að mæta á Landsmótið." Fjarlægðin frá Egilsstööum á aðra keppnisstaði. Til Seyðisfjarðar 25 km Til Reyðarfjarðar 30 km Til Eskifjarðar 45 km Til Neskaupsstaöar 65 Til Fáskrúðsfjarðar 80 Velkomin í íþrótta- miðstöðina í Borgarnesi Sérstök tilboð fyrir hópa sem vilja koma í æfingabúðir íþróttir gegn vímu 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.