Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 17
Efnilegir íþróttamenn á Landsmóti - Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki Liðsheildin skiptir ITIBlÍ segir Sigurbjörg Ólafsdóttir úr Breiðabliki Sigurbjörg Olafsdóttir er aðeins 14 ára gömul en hefur látið mikið af sér kveða. Hún mun keppa í 100 m hlaupi, langstökki og væntanlega 400 metra hlaupi á Landsmótinu en hún hefur verið að bæta sig í 100 m að undanförnu. Þetta er þó ekki hennar aðalgreinar því hún á nefnilega 4 íslandsmet í grindahlaupi í tveimur flokkum. En af hverju keppir hún ekki í grindahlaupi á Landsmótinu? ..Þaö er lengra bil á milli grinda og aö auki eru þær hærri f ^eistaraflokki en unglingaflokkunum. Ég hef ekkert æft meö þær Þannig aö þaö er til lítils að keppa í grindahlaupi." Eftu búinn aö æfa frjálsar lengi? .;Já, ég byrjaði þegar ég var fimm ára og þaö eru því komin tíu ár. Eg hef reyndar bara æft meö Breiöabliki í tæpt ár þar sem ég fluttu > bæinn síöasta haust. Áður æföi ég meö USAH." Er þá ekki dálítið sérstakt að vera að fara á Landsmótið og keppa með Breiðabliki á móti USAH? ..Jú, þaö veröur dálítiö skrýtiö. En viö vorum alltaf svo fá sem kepptum fyrir USAH þannig að núna verður maður í stærri hópi þar sem liðsheildin skiptir miklu meira máli. Þaö verður því mikil breyting fyrir mig og ég hlakka mikiö til að keppa á Egilsstöðum." Hefur þú áður tekiö þátt í Landsmóti? ,,Ég keppti í æskuhlaupinu á Landsmótinu í Borganesi. Ég var það ung þá að ég gat ekki tekið þátt í öörum greinum og svo hef ég tekið þátt í Unglingalandsmóti sem var mjög gaman." Ertu búin að æfa þig vel fyrir Landsmótið á Egilsstööum? ,,Já, ég hef veriö aö æfa af fullum krafti undanfarið. Nánast á hverjum degi þannig aö ég er í ágætisformi." Og stefnir þú á sigur í þeim greinum sem þú tekur þátt í? ,,Já, mann langar alltaf til að vinna en þaö gæti orðið erfitt í 100 metra hlaupinu því Sunna Gestsdóttir keppir líka. Ég stefni því frekar á annað sætiö og ætti aö ná því ef allt gengur vel. Ég held að hún keppi líka í langstökkinu. Ég á best 5.50 metra þar og ef mér tekst vel til gæti ég náö á verðlaunapall." Ætiar þú að fylgjast með öðrum greinum á Landsmótinu? ,,Ég ælta að fylgjast mikiö meö frjálsum og þá aöallega meö mínu liði úr Breiöablik og auðvitað þátttakendum frá USAH." Efnilegir unglingar á Landsmóti - Jón Oddur Sigurðsson Njarðvík Það er varla hægt að segja að Jón Oddur Sigurðsson, frá Njarðvík, sé ungur og efnilegur sundmaður þótt hann sé aðeins 17 ára. Hann hefur skipað sér á bekk á meðal fremstu sundmanni landsins og er t.d. annar besti bringusundsmaður landsins á eftir Jakobi J. Sveinssyni. Jón er ekki alveg búinn að ákveða sig í hvaða greinum hann keppir en telur þó bringu-, fjór- og og skriðsundið verða fyrir valinu. Ástæðan fyrir þvi að hann er ekki búinn að ákveða sig er sú að hann er að undirbúa sig fyrir Heimsmeistarmót unglinga á Möltu sem fer fram dagana 2. til 10. júlí. Jón mun því mæta nánast beint á Landsmótið. Jón á nokkur íslandsmet í unglingaflokkum og stefnir jafnvel á að bæta eitthvert þeirra á Landsmótinu. Ætlar að bæta sig á Landsmótinu ”p9 bætti mig í bringusundinu á Smáþjóö- a|eikunum á dögunum. Ég ætlaði ekki aö °Ppa á því móti og þessi árangur kom því a óvart. Ég ætlaði að bæta mig á Möltu og Þaö enn en ef þaö bregst þá hef ég ar>dsmótiö í bakhöndinni." Hlakkar þú til Landsmótsins? ,,Já, þaö er alltaf rosaleg stemmning á Landsmótunum og ég hlakka mikið til. Ég var meö í Borganesi og ég gisti þá í tjaldi og svo verður einnig á Egilsstöðum. Það var mjög gaman að vera meö þar og sömuleiðis á unglingalandsmótum sem ég hef tekið þátt í." Ætlar þú þér sigur á Landsmótinu? ,,Já, þaö þýðir ekkert annað. Maöur veröur að stefna hátt. Jakob veröur ekki meö á Landsmótinu þannig aö ég á mikla möguleika á aö vinna. Þaö eru þó margir aðrir góðir sundmenn sem ég mun berjast viö t.d. Heiðar Ingi frá Vestra og svo eru fleiri góöir hér á Suðurnesjum. Þannig aö þaö verður ekkert gefiö í þessu." Ætlar þú aö fylgjast meö öörum greinum á Landsmótinu? ,,Já, ef það gefst tími til þess. Ég er mikill áhugmaður um íþróttir og sérstaklega ætla ég aö fylgjast vel meö körfuboltanum. Maöur veörur aö standa með sínum mönnum." 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.