Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 18
Björn Ármann Ólafsson formaður ÚÍA Alveg þess virði að standa í þessu Það hefur mikið mætt á Birni Ármanni Ólafssyni formanni ÚÍA við undirbú- ning Landsmótsins. Ðjörn, sem starfar sem Rekstrar- stjóri Skinney-Þinganes á Reyðarfirði hefur um lang- an tíma haft afskipti af íþróttamálum á Austur- landi. Hans fyrstu afskipti af félagsmálum voru þó á æskuslóðunum í Vík í Mýr- dal þegar hann var kosinn fjórtán ára gamall formaður Æskulýðsfélags Víkursók- nar. Björn Ármann starfaði aðeins að félagsmálum hjá Huginn á Seyðisfirði þegar hann bjó þar en þaðan lá leiðin í frjálsíþróttaráð ÚÍA. Hann settist í stjórn ÚÍA 1994, gengdi þar stöðu varaformanns og tók síðar við formennsku af Einari Má Sigurðarsyni árið 1998. Björn Ármann lék knatt- spyrnu með Ungmennafé- laginu Drang íVík og kepp- ti einnig í hlaupum. Hans fyrstu kynni af Landsmót- um Ungmennafélags ís- lands voru á Húsavík árið 1987. Eftir það hefur hann verið á öllum Landsmótum og gegnt þar ýmsum störf- um fyrir hönd ÚÍA. ZyJA//7S'/lfZ7r Z/Af/7 /^-/æ J///Zjr////s-&r/7/7//A/ Hvernig hefur þú upplifaö þau Landsmót sem þú hefur komið á? ,,Ég hef nú upplifað þau misjafnlega ef ég á aö segja eins og er. Þaö er alltaf gaman aö koma á Landsmót og þau hafa mikinn sjarma. Menn koma saman til aö skemmta sér, hitta fólk og keppa í íþróttum f leiðinni. Hin hliðin er fram- kvæmdin á mótinu sem hefur oft veriö misjöfn. Maður hefur rekiö sig á ýmsa hluti sem heföu mátt betur fara. Nú erum viö aö berjast í þessu sjálf og eigum eflaust eftir aö fá einhverja einkunn frá mótsgestum." Hver hefur veriö helsti og viöamesti þáttur UÍA viö undirbúning Lands- mótsins? ,,Þaö er í raun upphafiö á öllu saman þegar við vorum aö reyna aö fá eitt- hvert sveitarfélag til þess aö standa á bakvið verkefniö. Þaö var stór þáttur. Viö byr juðum á því aö fara í stærsta sveitarfélagið sem þá var Neskaups- staður, þaö gekk ekki upp. Þá reyndum við aö fá Neskaupsstað og Eskifjörö til aö taka þetta að sér sameiginlega en ekki gekk þaö upp. Þá var ákveðið aö leita til Egilsstaða og náöist samkomu- lag viö þá áriö 1997. í framhaldinu var sett á stofn Landsmótsnefnd og hún gekk frá samningnum viö Egilsstaöi. Það stóö reyndar aðeins í mönnum hvort þaö ætti aö leggja tartanbraut á frjálsíþróttavöllinn. Viö lögðum Lands- mótiö undir og fengum á endanum jákvætt svar. Málið var þá komið á það stig aö forsvarsmenn bæjarfélagsins vildu ekki fara út úr þessu, heldur vildu berjast í málinu meö okkur og reyna að fá pening fyrir tartanbraut. Þetta endaði síöan með því aö ríkissjóður ásamt íþróttasjóöi settu 35 milljónir í verkefn- iö. Þar með fór boltinn aö rúlla. Þetta var erfiöur hjalli aö flíma viö og krafðist töluverðrar samningartækni." Hvaö tók síöan viö í framhaldinu? „Næst var aö skipuleggja mótshaldiö. og fyrsta atriðið á dagskrá voru fjár- málin. Viö byrjuðum 1998 aö skipulegg- ja fjármálin og leita að styrktaraðilum. Viö sendum fjöldanum öllum af fyrir- tækjum allt í kringum landiö kynningar- bréf. Þaö endaði í því aö viö gerðum samninga viö nokkur fyrirtæki sem aðalstyrktaraðila, þaö eru Kaupþing, Búnaöarbanki íslands, Kaupfélag Héraösbúa, Skjávarp, Ingvar Helgason og Tölvuþjónusta Austurlands. Þessir 18

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.