Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 33
styrk ekki bara fyrir Sveitarfélagið heldur miklu stærra svæði. En á móti höfum við einnig sett umtalsvert fjármagn í þetta sem hefur vissulega komið við sjóðinn hjá okkur. En við teljum okkur vera að fjárfesta til framtíðar og erum alls ekki tilbúin að fallast 9 það sem aðeins hefur verið haldið fram einungis sé verið að byggja hér völl fyrir Landsmótið sem slíkt. Við sjáum það fyrir °kkur að það geti jafnvel orðið áhugaverður kostur fyrir erlenda frjálsíþróttamenn að Loma hingað. Ef þær stöllur, Þórey Edda ^ilhjálmsdóttir og Vala Flosadóttir koma á niótið, sem verið er að vinna í. Ég tala nú ekki um ef þeim gengur vel og einhverjir örlendir keppendur kæmu til að etja kappi V|ð þær, þá gæti þessi völlur annaðhvort strax eða þá síðar fengið á sig það orð að vera mjög frambærilegur. Við höldum því fram að veðurfarslega séð eru aðstæður hér mjög góðar þannig að við bindum vonir viö það. Þar að auki hefur þegar komið í 'iós að eldra fólk er t.d. þegar farið að nota yöllinn því að undirlagið er það mjúkt. Það er að labba þarna á kvöldin og um helgar Sern að menn sáu kanski ekki fyrir svipað °9 með knattspyrnuhöllina í Reykja- nesbæ.“ ^versvegna eru Egilsstaðir og Austur- lar>d hentugur kostur til Landsmóts- halds? ■’óa, það er veðurfarslega séð, einnig er nefð fyrir iðkun íþrótta hér fyrir austan ekki siður en annarsstaðar og ekki síst í frjáls- íþróttum. Við höfum átt hér marga fram- bserilega frjálsíþróttamenn. Það má kann- ski segja að það sé einhver lægð núna eins °9 gerist og gengur . Ég held að það sé °hætt að segja að samgöngulega séð erum við kannski langt frá þéttbýlis- stöðunum en vegir liggja hingað frá öllum stöðum og héðan til allra átta. Þannig að samgöngulega séð erum við þrátt fyrir allt vel sett. Það er flugvöllur hérna í nágrenn- inu og góðir akvegir orðnir víða og það er búið að byggja myndarlega aðstöðu á mörgum stöðum. Við ætlum að dreifa þessu og það hafa ekki orðið neinar deilur um það en hinsvegar skiptar skoðanir hvort það eigi að dreifa þessu svona mikið. Ég hef verið hlynntur því. Mér finnst mjög eðlilegt að það sé gert og tel miklu meiri líkur á því að við getum staðið að þessu með sóma, með því að dreifa ákveðnum greinum hér niður á Firði. Þar verður þá væntanlega starfsfólk að vinna að mótinu sem hefði jafnvel getað orðið erfiðara að fá ef við værum með allt hér á sama stað.“ Hverjar hafa verið helstu og viöamestu framkvæmdir bæjarfélagsins vegna Landsmótsins? ,,Það má flokka það í tvennt. Við erum með mjög góða sundlaug sem var tekinn í notkun fyrir nokkrum árum síðan. Það eina sem vantar í hana eru svokallaðir snún- ingspallar sem þarf að koma fyrir að öðru leyti er sundlaugin tilbúinn og að flestra dómi talin mjög góð. Búningsaðstaða er viðunandi í íþróttahúsinu en við vildum gjarnan auka við hana. Það var búið að byggja kassa fyrir handboltavöll fyrir þó nokkuð löngu síðan en einungis helmingur- inn af íþróttahúsinu var í notkun. Það var farið út í það haustið 1998 að klára íþróttahúsið og það vígt í nóvember árið 2000. Það er alveg Ijóst burtséð frá Landsmótinu, þá hefði þetta orðið næsta stóra verkefni sveitarfélagsins í framkvæm- dum. Þessi framkvæmd gerir okkur m.a. kleift að halda þetta mót. Það var hér frjálsíþrótta aðstaða, malarvöllur til þess að hlaupa á og af þeirri tegund valla var hann kannski ágætur. Knattspyrnuvöllur var til staðar en hann var mjög mishæðóttur og það þurfti að leggja til fjármagn til að laga það. En það er náttúrulega frjálsíþrótta- völlurinn sem að er sú framkvæmd sem klárlega hefði ekki strax orðið þannig útlítandi eins og er [ dag ef að Landsmótið hefði ekki komið til. Menn eru að tala um að verið sé að flýta þessum framkvæmdum sem hefðu annars að mestu leyti verið gerðar á næstu tíu árum eða svo. Ein af þessum framkvæmdum sem ég hef ekki nefnt er svokallað vallarhús. Það verður byggt hér mjög myndarlegt hús þar sem verður aðstaða fyrir íþróttafélagið Hött og þeir munu reyndar leggja í þann púkk sjálfir. Egilsstaðarbær hinn forni var búinn að semja við Hött um að leggja ákveðið fjármagn í svona hús en þá var það ekki hugsað svona veglegt eins og við erum að byggja núna. Þetta er á þremur hæðum. Það verða sturtur og búningsaðstaða á neðstu hæðinni síðan er geymsla fyrir tæki og fleira og á efstu hæðinni verður aðstaða fyrir Hött. Þessari framkvæmd er líka alveg klárlega flýtt vegna Landsmótsins. Þannig að það er völlurinn og vallarhúsið sem eru þetta sérstaka átak fyrir Landsmót." Hvert hefur verið hlutverk bæjar- félagsins að öðru leyti við undirbúning Landsmótsins? ,,Við höfum aðeins komið að nefndarstarfi. Bjarni Hafþór ásamt Ingimundi Ingimundarsyni framkvæmdastjóra Landsmótsins á Egilsstöðum. * 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.