Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 34
Bjarni Hafþór Guömundsson bæjarstjóri á Egilsstöðum Ágústa Björnsdóttir og ég höfum reynt aö sitja fundi af og til hjá Landsmótsnefndinni þaö er svona þessi beina aðkoma. Menn hafa fundaö meö talsmönnum Ungmenna- félagshreyfingarinnar, fariö yfir samninga sem geröir hafa veriö og þar eru auðvitað nokkur atriði. Viö þurfum m.a. aö leggja til tjaldstæöi fyrir keppendur, viö þurfum að bjóöa upp á tæki sem við þá annaðhvort kaupum eöa væntanlega leigjum. Inni í aöstööu fyrir tjaldstæöi eru snyrting og fleira þannig að þetta eru helstu atriöin. Svo höfum við auðvitað reynt aö iiðka til meö ýmsa hluti þegar upp hafa komiö mál sem þarf aö leysa. Þá höfum viö gert þaö í miklu bróöerni sveitarfélagið og Landsmóts- nefndin. Það hefur verið virkilega gott aö starfa meö mönnum eins og Ingimundi framkvæmdastjóra Landsmótsins. Þaö hefur veriö mikill fengur fyrir okkur aö fá mann meö hans reynslu á þeim tíma sem hann kom.“ Hvaö kostar Landsmótiö bæjarfélagiö? „Þessar framkvæmdir sem tengjast því aö geta boðið upp á Landsmótiö núna, þó aö viö drögum styrkin upp á 35 milljónir frá, þá eru þaö umtalsverðar fjárhæöir og hleypur á tugum milljóna. En viö lítum þannig á aö þaö skili sér á óbeinan hátt aftur. Þaö verður hér mikil velta í sveitarfélaginu hjá ýmsum þjónustuaöilum og þó að þaö skili sér ekki allt í bæjarsjóöin þá skilar þaö sér óbeint. Síöan er þetta mjög góö auglýsing aö viö teljum fyrir sveitarfélagið og ekki bara fyrir þetta sveitarfélag. Þetta er svona ákveöiö "kikk", svo ég sletti nú aðeins, fyrir mörg sveitar- og bæjarfélög hérna. Þannig aö óbeini hagnaðurinn veröur þá líka aö metast. En ég er ekki meö tölur um þaö hvaö viö erum búin aö setja í þetta í dag og vil ekki fara aö nefna neitt. En þær munu væntanlega liggja fyrir í árslok og þaö er þá miklu betra aö kynna þær þá heldur en aö nefna einhverja tölu hér. En ég get alveg upplýst þaö að þaö hleypur á tugum milljóna beinn kostnaöur sveitarfélagsins viö fjárfestingar og við Landsmótshaldið. En á móti kemur að viö erum kominn með íþróttamannvirki sem standast tímans tönn og veröa væntanlega til aö treysta búsetu hér og auka möguleika íþróttafólks til að stunda frjálsíþróttir." Var almenn samstaöa innan bæjar- stjórnar aö fá Landsmótiö austur og taka virkan þátt í undirbúningi þess? ,,Það voru nú eitthvað skiptar skoðanir um hvort þaö væri rétt aö setja svona mikinn pening í þetta. En ég tel aö þaö hafi verið mjög góð samstaða um þaö eftir að þetta fór í gang og ágætur einhugur um að gera þetta. Þaö voru kannski þessi sjónarmið eins og gerist og gengur þegar kemur aö því að forgangsraða þá eru náttúrulega skiptar skoöanir." Hverjar eru væntingar frammámanna bæjarins til mótsins bæöi til lengri og skemmri tíma litiö? „Eins og ég sagöi áðan þá teljum viö þetta góöa auglýsingu fyrir sveitarfélagiö. Þaö verður náttúrulega mikið að gerast hér á þessum tíma. Til lengri tíma litiö þá get ég svo sem ekki farið aö benda á nein sérstök atriði. Þaö blundar kannski inn í okkur mörgum aö ef aö þaö koma hérna þessir topp keppendur eins og Vala og Þórey og þeim tækist að ná stórkostlegum árangri hér þá er þaö náttúrulega ákveöin auglýs- ing fyrir völlinn. En þaö væri þá bónus. Ég held aö ávinningurinn sé bara þessi: Við erum komnir hérna meö íþróttamannvirki sem að eru mjög frambærileg og viö eigum aö geta boðið upp á önnur mót í framtíöinni. Viö erum nokkuö sannfærö um þaö eins og raunar reynslan hefur verið meö íþróttamannvirki af þessari gerð að þau eru vettvangur frekari mótahalds og þaö er þá áframhaldandi auglýsing fyrir þetta svæöi." íþróttaaöstaöan á Egilsstööum er glæsi- lega og bænum til mikils sóma. %m--Wg3£p I | 34

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.