Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 48
Helgi Kjartansson fræðir okkur um Íslandsglímuna ISLAIMDSGUMAN Keppendur í Íslandsglímunni. Siguvegarinn Ingibergur Sigurðsson er lengst til vinstri. 91. Íslandsglíman var haldin við hátíðlega athöfn 5. maí sl. í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Sigurvegarinn í Islandsglímu fær Grettisbeltið til varðveislu í eitt ár og sæmdarheitið Glímukóngur Islands. Það er því ákveðinn sjarmi og hátíðarblær yfir því þegar Islandsglíman fer fram. Að þessu sinni mættu til leiks sjö af bestu glímumönnum landsins. Ingibergur Sigurðsson, UV, glímukóngur síðustu fimm ára ætlaði sér ekkert annað en sigur, ef hann sigraði í sjötta sinn væri hann búinn að jafna met Sigurðar Thorarensen en met Armanns ]. Lárussonar var ekki í hættu. En hann sigraði 15 sinnum sem er einstakur árangur. Pétur Eyþórsson, UV, sem hafði gengið vel á mótum vetrarins og sigrað á þeim flestum ætlaði sér líka sigur. Nýliðinn í hópnum, Lárus Kjartansson HSK, nýkrýndur skjaldarhafi HSK, ætlaði að koma á óvart og sigra í sinni fyrstu Íslandsglímu. Aldursforsetinn í hópnum, Arngeir Friðriksson, HSÞ, hafði lítið keppt í vetur en hann er óútreiknanlegur og gat hæglega farið með sigur af hólmi. Ólafur Sigurðsson HSK sem var í öðru sæti á Íslandsglímunni 1998 var í betra formi en oft áður ætlaði sér einnig sigurinn. Ólafur Kristjánsson, UV, er glímumaður sem getur lagt alla og það gat gerst þennan dag. Sigurður Nikulásson, UV, hafði lítið keppt í vetur en hann er lunkinn glímumaður og það getur enginn bókað sigur gegn honurn. Mikil spenna var því í loftinu þegar keppni hófst og ætluðu allir sér að vinna Grettisbeltið. Ómögulegt var að spá um úrslit fyrirfram svo jafnir voru keppendur. Það er óhætt að segja að keppnin hafi verið jöfn og spennandi því í lokin voru þrír keppendur jafnir með fjóra vinninga. Það voru þeir Ingibergur Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson og Pétur Eyþórsson. Þeir þurftu að glíma aftur sín á milli til að fá úr því skorið hver hampaði Grettisbeltinu. Fyrstu glímuna í úrslitunum áttu Ingibergur og Pétur og gerðu þeir jafnglími. Næst áttust við Ingibergur og Ólafur og sigraði Ingibergur með hælkrók hægri á vinstri. Að lokum áttust við Ólafur og Pétur, ef Pétur sigraði þyrftu Ingibergur og Pétur að glíma til þrautar. En svo fór að Ólafur sigraði og tryggði sér þar með annað sætið og Ingibergur var þar með orðin glímukóngur Islands sjötta árið í röð. Keppnin var afar jöfn sem sést best á því að Lárus var í fjórða sseti með 3,5 vinninga og Arngeir í því fimmta með 3 vinninga. Ólafur Kristjánsson var í sjötta sæti með 2,5 vinninga og Sigurður i sjöunda sæti með engan vinning. Það hefði ekki mikið þurft að breytast í innbyrðis viðureignum sex efstu manna til að úrslitin hefðu snúist við. Það munaði aðeins 1,5 vinningi á fyrstu mönnurn og Ólafi Kristjánssyni sem lenti í 6 sæti. Góð tilþrif sáust hja glímumönnunum en það var baráttan og spennan sem einkenndi mótið í heild. Það mátti ekkert útaf bera í svo jafnri keppni sem raun bar vitni og glímumennirnir tóku enga áhættu. En í heild tókst mótið vel og glímumennirnir voru sér og þjóðaríþróttinni til sóma. Heiðursgestur mótsins var Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og afhenti hann Ingibergi Grettisbeltið. Það var vel við hæfi að Steingrímur afhenti beltið þvl í ár eru 80 ár frá því að faðir hans, Hermann Jónasson, var glímukóngur Islands Upphaf Íslandsglímunnar má rekja til Akureyrar í byrjun 20- aldarinnar en árið 1906 var Ungmennafélag Akureyrar stofnað, fyrsta ungmennafélagið á íslandi. Helsti hvatamaðurinn að stofnun þess var Jóhannes Jósefsson. Félagið hafði íþróttir 3 stefnuskrá sinni og var glíman í fyrsta sæti. Mikill áhugi var fyr>r glímunni og ekki minnkaði áhuginn þegar virðulegir borgarar a Akureyri stofnuðu árið 1906 Glímufélagið Gretti. Glímufélagið lét smíða Grettisbeltið og efndi til fyrstu Íslandsglímunnar 21. ágúsr 1906. Tólf glímumenn mættu til leiks og fóru leikar þannig að Ólafur V. Davíðsson varð fyrstur til að vinna Grettisbeltið og er hann jafnframt sá yngsti til að vinna það en hann var þá 19 ára- Íslandsglíman hefur verið haldin árlega frá 1906 að fimm árun1 undanskildum á árum fyrri heimstyrjaldar. Alls hafa 30 glímumenn sigrað í Íslandsglímunni og borið sæmdarheit' glímukóngsins. Helgi Kjartanssoú 48

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.