Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 50

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 50
lokaorð Sigurbur Aöalsteinsson, varamaður í stjórn UMFÍ og fulltrúi UMFÍ í Landsmótsnefnd Eins og þetta blað Skinfaxa ber með sér er mjög stutt í 23. Lands- mót Ungmennafélaganna á Egils- stöðum. Þar er nú allt til reiðu, öll mannvirki tilbúin og skipulagning mótsins á lokastigi. Það er fagnaðarefni að sjá hvernig sveitarfélög bregðast við þegar héraðssamböndum á þeirra svæði er úthlutað Landsmóti, það verður jafnan til þess að byggð er upp íþróttaaðstaða af bestu gerð hvers tíma. Egilsstaðir eru enginn eftirbátur í þeim efnum, þó þar hafi aðstaða til íþróttaiðkana verið með besta móti áður en til þess kom að halda Landsmótið þar. Nú er engu að síður glæsilegustu íþróttamannvirki utan suðvesturhornsins staðreynd á Egilsstöðum og er það vel. Sveitarstjórnarmenn á Austur- Héraði eiga heiður skilinn fyrir það hugrekki og elju sem þeir hafa sýnt við þessa uppbyggingu ásamt ríkinu sem kom myndalega að þeim málum. Gestir á 23. Landsmóti Ungmennafélaganna eiga eftir að eiga eftirminnilega helgi yfir Landsmótsdagana á Egilsstöðum og nágrenni, enda ekki á móti mælt að Egils- staðir eru meðal fegurstu bæja á landinu þar sem stórhugur og snyrtimennska eru höfð í fyrirrúmi. Þessar hugleiðingar verða til þess að ég hugsa með sjálfum mér hvort þetta sé sjálfsagður hlutur og kemst að því að það er alls ekki. Grundvöllur að þessu er öflugt starf Ungmennafélags Islands og góð samvinna þess við hinar dreifðu byggðir landsins. Það er stefna Ungmennafélagsins að dreifa Landsmótunum um landið til að hjálpa til við uppbyggingu íþróttamannvirkja sem víðast eins og til dæmis sést af því að næsta Landsmót verður á ísafirði, vonandi og að sjálfsögðu, með tilheyrandi uppbyggingu því samfara. Hvað getum við hinn almenni ungmennafélagi gert til að þetta starf haldi áfram? Það verður alltaf að ganga útfrá því, svo vitnað sé í fleyg orð: „Hvað get ég gert fyrir Ungmennafélagshreyfinguna, það er ekki spurning um hvað Ungmennafélagshreyfingin getur gert fyrir mig." Þess vegna vil ég hvetja alla ungmennafélaga bæði unga og aldna að standa vörð um þessa hreyfingu og það ekki að ástæðulausu. Nú á síðari árum hefur hart verið sótt að þessari hreyfingu, "að sunnan", af dæmalausri vanþekk- ingu. Þar á ég við að reynt hefur verið með ofbeldi, yfirgangi og hótunum að þröngva Ungmennafélagi Islands sem eru frjáls félagasamtök, til sameiningar við stóra bróðir sem eru stór miðstýrð samtök sem starfa á lagagrunni til að halda utan um íþróttastarfið í landinu og með fulh1 virðingu fyrir þeim samtökum þá virðast þau sjá ákaflega , skammt út fyrir suðvesturhornið alla jafna. Ég vil þess vegna hvetja alla ungmennafélaga til að standa fast að baki Ungmennafélagi íslands og afstýra því slysi að við rennum inní þessi samtök þar sem við erum nánast dæmd til að týnast samkvæmt reynslunni. Það er staðreynd að Ungmennafélag íslands stendur fyrh margt fleira en íþróttir. Þar er lögð áhersla á menningar' tengda starfsemi ásamt hverskonar landgræðslu og hreinsunarátökum. Ég bendi á máli mínu til stuðnings öfluga leiklistarstarfsemi í Ungmennafélögum allt 1 kringum landið ásamt allskonar mannræktarstarfi sero Ungmennafélögin standa að ásamt íþróttaiðkuninni. Alh þetta starf mun kristallast í dagskrá Landsmótsins a Egilstöðum og nágrenni. Ég hvet sem flesta til að mæta til Egilsstaða og sjá með eigh1 augum sýnishorn af því öfluga starfi sem unnið er 1 Ungmennafélögunum. Spá mín er sú að þar sjáum við mfð eigin augum að við megum með engu móti hætta því starfi sem unnið er í ungmennafélögunum út um hinar dreifðo byggðir landsins með vanhugsuðum ákvörðunum sem getð leitt til þess að Ungmennafélag Islands starfi ekki í óbreyttn mynd áfram. Vaðbrekku Hrafnkelsdal um sumarsólstöður. Islandi allt. Sigurður Aðalsteinssoi1 50

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.