Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 6
Minningarorð um Pálma Gíslason, fyrrverandi formann UMFÍ f. 2 júlí 1938 d. 22.7.2001 Þessi orð eru sett hér á blað til að minnast vinar okkar Pálma Gíslasonarfyrrverandi formanns UMFÍ og þau eru stutt kveðja fyrir hönd okkar allra ungmennafélaganna sem hann átti að vinum og áttum þess kost að kynnast honum eða að njóta verka hans á einn eða annan hátt. Skinfaxi kveður hér líka velunnara og stuð- ningsmann í áratugi. Pálmi var Húnvetningur og var jafnan stoltur af því, hann fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal 2. júlí 1938 og lést í hörmulegu slysi 22. júlí 2001. Foreldrar hans voru Helga Einarsdóttir og Gísli Pálmason bóndi og organisti. Eftirlifandi eiginkona Pálma er Stella Guðmundsdóttir skólastjóri, en þau gengu í hjónaband 13. júlí 1961. Börn þeirra eru Gísli Pétur f. 1962, Guðmundur Atli f. 1963 og Elísabet Helga f. 1965. Þau hafa öll stofnað sínar eigin fjölskyldur og hafa fært þeim hjónum fjölda afa og ömmubarna. Pálmi hafði allt frá bernsku mikinn áhuga á íþrótta- og félagsmálum. Hann gekk í ungmennafélag á sínum heimaslóðum á fermingaraldri og var ötull liðsmaður ungmennafélagshugsjónar- innar allt til síðasta dags. Þar lét hann mikið að sér kveða um dagana á öllum stigum og í öllum starfsþáttum ungmennafélag- anna og UMFÍ og var einnig hugmyndasmiður og uþþhafsmaður nýrra verkefna. Pálmi hóf starfið sem virkur þáttakandi og keppnismaður í frjálsum íþróttum fyrir norðan sem félagsmaður í Umf. Hvöt á Blönduósi og í liði héraðssambands síns USAH. Síðar lá leiðin suður eins og hjá fleirum og hann gekk í Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi árið 1963 og var þar einn af forystumönnum og máttarstólþum frjálsíþróttadeildar félagsins í fjölda ára auk þátttöku í aðalstjórn Breiðabliks og í stjórn UMSK. Á öllum þessum vígstöðvum lagði Pálmi mikla áherslu á hið innra starf, félagsandann, samheldnina og vináttuna. Pálmi var laginn við að ná upp liðsanda í öllu slíku starfi og vissi mæta vel að hann er jafnan undirstaða góðs árangurs. Þetta fór ekki framhjá ýmsum forustumönnum í ungmennafélags- hreyfingunni og Pálmi er kosinn í varastjórn UMFÍ um haustið 1969, þegar Hafsteinn Þorvaldsson tekur við sem formaður og hefur sitt mikla endurreisnar og uppbyggingarstarf um allt land. Pálmi gerðist þá strax virkur og öflugur þáttakandi í starfi UMFÍ og var það stanslaust í 32 ár. Ungmennaféag íslands hóf mikla sókn á þessum árum og eitt af því sem þurfti að koma á fót var öflug þjónustumiðstöð fyrir hreyfinguna um land allt. Það var gert, fyrstu árin í leiguhúsnæði, en menn létu hvergi deigann síga og fljótlega var farið að horfa til þess að UMFÍ þyrfti að eignast eigið húsnæði. Samþykkt var svo gerð um málin á 70 ára afmælisþingi UMFÍ á Þingvöllum 10. sept 1977, þar sem stjórninni var falið að skipa þriggja manna nefnd til að vinna að framgangi málsins og finna í samráði við stjórn UMFÍ leiðir til fjármögnunar. Okkur sem til þekkjum kemur það auðvitað ekkert á óvart að það var leitað til Pálma um að taka að sé formennsku í þessari nefnd. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina en lagði strax þann 22. september fram áætlanir sínar á fundi framkvæmdastjórnar UMFÍ um fjáröflunarleiðir og framvindu verkefnisins. Hann fékk úrvalsmenn með sér í nefndina, þá Gunnar Sveinsson og Valdimar Óskarsson og svo var hafist handa. Það þarf tæpast að taka það fram að þetta þóttu djarfar á ætlanir á þeim tíma og svo mikil bjartsýni að sumum þótti nóg um. Allt gekk þetta samt eins og í sögu og þann 9. des. þ.e. tæpum þrem mánuðum síðar var undirritaður samningur um kaup á húseign að Mjölnisholti 14 og var kaupverðið 17 milljónir króna. Það gekk síðan vel að safna fé og jafnan staðið í skilum þar til verðið var að fullu greitt. Ástæðan fyrir því að ég rek þessa sögu er ekki sú að hún sé mikið merkilegri en margt annað sem Pálmi gerði eða tók þátt í, en hún lýsir vinnubrögðum hans vel og á við um svo margt annað sem hann gerði. Hugmynd, áætlun, valdir traustir samstarfsmenn, fram- kvæmt. Auðvitað vissi Pálmi vel um samtakamátt og afl ungmennafélaganna þegar á reynir, og um öruggan stuðning formanns UMFÍ og stjórnar, en samt er það svo að alltaf veltur mikið á því hver veitir svona verkefnum forustu. Þegar Hafsteinn Þorvaldsson gaf ekki lengur kost á sér til formannsstarf árið 1979 eftirtíu ára formennsku og ótrúlega öfluga sókn og uppbyggingu, þá er Pálmi Gíslason kosinn formaður UMFI og þar hefst næsti kafli í sögu hans sem eins af farsælustu forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Pálmi gerði sér alltaf grein fyrir þvi að landssamtök á borð við UMFÍ verða ávallt að svara kalli tímans og þau verða að þróa verklag sitt og viðfangsefni í takt við tímann, án þess þó að missa sjónar á megin markmiðum sínum og hugsjónum. Hann bryddaði því upp á ýmsum nýjum verkefnum samfara því að rækta vel undirstöðurnar s.s. útbreiðslustarfið, Skinfaxa, félagsmálaskólann, landsmótin og þjónustumiðstöðina. Hafsteinn Þorvaldsson hafði lagt höfuðáherslu á þessa þætti við uppbyggingarstarfið og Pálmi hélt sömu stefnu. Nýjungar sem hann lagði áherslu á eða etv. væri réttara að segja. verkefni sem hann nálgaðist eftir nýjum leiðum voru t.d. að taka Pálmi efndi til hjólreiðaferðar hringinn í kringum landið í tilefni af átakinu „Eflum íslenskt" og tóku þátt í henni á fjórða þúsund ungmennafélaga. 6

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.