Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.2001, Blaðsíða 34
lokaorö Sveinn Jónsson, formaður 23. landsmótsnefndar UMFÍ 2001 Á nýafstöðnu 23. landsmóti UMFÍ bauð Ungmenna og íþróttasamband Austurlands (UÍA) til móts við aðstæður eins og þær hafa bestar verið á Austurlandi fyrr og síðar. Á Austur- Héraði eru ný eða nýleg íþróttamannvirki en engu að síður hélt UIA fast við það markmið sitt að einnig skyldi keppt í nokkrum greinum í nærliggjandi byggðarlögum þar sem einnig er hin ákjósanlegasta aðstaða í nýjum íþróttahúsum. Á Egilsstöðum hafði skömmu fyrir mót verið vígður einn glæsilegasti frjálsíþróttavöllur landsins og hlaut hann heitið "Vilhjálmsvöllur" í höfuðið á ólympíumeistara staðarins, Vilhjálmi Einarssyni, sem hreppti silfur í Melbourne 1956. Með því að dreifa keppni um svæðið vildi ÚÍA sýna að fjórð- ungurinn hefur af miklu að státa í þessum efnum og það eru miklar væntingar til þess, að öll þessi aðstaða eigi sinn þátt í að styrkja byggðina. Undirbúningur að mótinu hafði staðið lengi og mikil skipu- lagning og uppbygging átt sér stað til að það gæti farið hið besta fram. Það ríkti aðeins óvissa um það hvernig veðrið yrði. Dagana fyrir mótið var veðurspáin ekki upp á það besta, norðaustan rigning og það yrði kalt. Þegar nær dró glæddust heldur vonir mótshaldara og væntanlega gesta einnig og þegar fyrstu gestir fóru að koma sér fyrir voru horfur á að veðrið færi að lagast. Og viti menn hann hékk þurr alveg fram í mótsslit en þá var líka eins og hellt væri út fötu. Setning mótsins var föstudagskvöld við bestu aðstæður, logn og kvöldsólin skein beint í áhorfendapallana og forseti Islands og ráðherrar mennta og heilbrigðismála heiðruðu mótið með nærveru sinni. Heiðursgestur mótsins var Guttormur Þormar í Geitagerði, sem var stigahæstur einstaklinga á landsmóti á Hvanneyri 1943. Næturnar voru kaldar á Héraði en engir kvörtuðu enda allir búnir eins og Islendingum sæmir. Mótsgestir voru fjölmargir og auk þess að gista á tjaldstæði, sem sérstaklega var útbúið á Egilsstaðatúni fyrir keppendur og aðstandendur, var allt gistirými á tjaldstæðum og húsum á svæðinu yfirfullt og bókað löngu fyrirfram. Forskráning til keppni var seinni hluta maí og ætla mátti að keppendur yrðu yfir 2000 en þegar nær dró var sýnt að afföll yrðu veruleg og alls urðu þeir um 1400. Á mótinu var kepp til stiga í 17 íþróttagreinum. Undanrásir í nokkrum greinum fóru fram í nærliggjandi byggðarlögum: á Seyðisfirði í badminton og boccia, á Neskaupsstað í blaki, á Fáskrúðsfirði í handknatt- leik og línubeitingu og á Eskifirði og Reyðarfirði í knattspyrnu á grasvöllum staðanna. Úrslit í þessum greinum voru þó í flestum tilfellum á Egilsstöðum þar sem allir þættir eftirtalinna greina fóru fram: bridge, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, íþróttir fatlaðra aðrar en boccia, körfuknattleikur, skák, starfs- íþróttir og sund. Þá var keppt í borðtennis í íþróttahúsinu á Hallormsstað, hestaíþróttum á keppnissvæði Freyfaxa á Stekkhólma, golfi á velli Golfklúbbsins í Iandi Ekkjufells, skot- fimi á skotsvæðinu við Þrándarstaði og íþróttahúsinu á Eiðum. Sýningargreinar voru nokkrar og gáfu þó ekki stig, siglingar voru á Lagarfljóti og þótti þátttaka góð, æskuhlaup fyrir ungmenni á aldrinum 11 -14 ára var á og við íþróttavöllinn á Egilsstöðum, "Skógarhlaup” fyrir alla aldurshópa var á stígum í Selskógi, kraftjötnakeppni var í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum og torfærukeppni í malarnámum við Mýnes. Ein sýningargrein, fjallahjólreiðar í Hallormsstaðaskógi, féll niður þar sem aðeins einn þátttakandi mætti til keppni. Fjölmörg met féllu í hinum ýmsu greinum mótsins og margit' urðu vafalítið til að slá persónuleg met við hinar ákjósanlegu aðstæður. Það var því mikil gleði sem ríkti hvarvetna alla mótsdagana. Einnig var boðið upp á fjölbreytilega skemmtan af ýmsu tagi fyrir alla aldurshópa í Tjarnargarðinum, Vémörk og víðar um svæðið. Fór það allt hið besta fram. Mótið var vímulaust og fylgdu því engin vandkvæði nema síður væri. Á lokadegi mótsins voru úrslit í nokkrum greinum á íþrótta- vellinum á Egilsstöðum og á sama tíma var þar efnt til alþjóðlegrar stangarstökkskeppni, þar sem Þórey Edda og Vala Flosa öttu kappi við tvær bandrískar og eina sænska stúlku- Reynt var að bæta Islandsmetið en tókst ekki. Áhorfendur voru með allra flesta móti á íþróttavellinum meðan keppnin stóð yfir. I kjölfarið fór fram verðlaunaafhending og mótsslit- Allir verðlaunagripir mótsins voru gerðir af Álfasteini á Borgarfirði eystra úr austfirsku grjóti. Landsmótsnefnd þakkar öllum þátttakendum fyrir drengilega keppni. Gestum öllum er þakkað fyrir ánægjuleg samskipti og snyrtilega umgengni. Þá þakkar nefndin öllum þeim fjöl- mörgu sem komu að framkvæmd mótsins, dómurum, sér- greinarstjórum, aðstoðar- og gæslumönnum. Síðast en ekki síst þakkar nefndin öllum þeim fjölmörgu sem fjárhagslega styrktu framkvæmd mótsins með beinum eða óbeinum hætti- Með landsmótskveðju Sveinn Jónsson, formaður 23. landsmótsnefndar UMFÍ 2001 34

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.