Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 10
hermann hreiðarsson Hefur ekki áhyggjur þegar hann kaupir kók og prins! Skapti Örn Ólafsson hringdi út tii Englands á dögunum í einn besta knattspyrnumann okkar íslendinga og það sem meira er að hann er einnig dýrasti knattspyrnumaður okkar. Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson er að hefja sitt fimmta knattspyrnutímabil í hörðum heimi knattspyrnunnar í Englandi og spilar nú með úrvalsdeildarliðinu Ips- wich Town. Hemmi eins og hann er jafnan kallaður hefur spilað í öllum deildunum í Englandi og hafa Crystal Palace, Brentford, Wimbledon og nú Ipswich Town fengið að njóta krafta hans. Aður hafði Hemmi getið sér gott orð með ÍBV hér heima. Þá er hann einn af burðarásum landsliðsins. Ásgeir var mín fyrirmynd Þið hafið ekki farið vel af stað í ár miðað við frábært gengi í fyrra. Einhver ástæða? „Við erum nú ekkert langt frá því að vera að spila eins og á síðasta tímabili. Maður vissi það alltaf að tímabilið núna yrði erfiðara. Það eru miklar væntingar hjá áhangendum Ipswich sem og okkur leikmönnum þannig að pressan er mikil. Eftir frábært tímabil í fyrra þá taka andstæðingarnir okkur núna alvarlega og þó svo að stigin séu ekki eins mörg og maður vildi þá er margt gott í leik okkar. Ég hef bullandi trú á hópnum og á von á að þetta fari að smella saman hjá okkur.“ Nú ertu að byrja þitt fimmta tímabil í Englandi og hefur leikið í öllum deildunum þar. Var það alltaf draumur þinn í æsku að komast í atvinnumennskuna? „Já, auðvitað var það draumur hjá manni eins og hverjum öðrum ungum fótboltastrák í dag. Þetta var bæði stór og kannski fjarlægur draumur hjá manni en ég er ánægður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.