Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 16
Hvernig er hægt að komast að þvi hvort maður sé með lystarstol eða ekki? ,,Það erfitt að átta sig á því, því að anorexíur trúa því að þær hafi ekki lyst á matnum og séu ekki svangar. Það er kannski ekki fyrr en þær eru komnar í svo annarlegt ástand að þær geti ekki sofið, er alltaf kalt sem þær geta gert sér grein fyrir þessu. Það ætti þó að vera hægt að átta sig á þessu fyrr. Það er auðveldara að þekkja lotugræðgina því þá reynir viðkomandi að losa sig við fæðuna með því að æla eða nota hægðarlyf." En hvaða er til ráða? ,,Það er oft erfitt fyrir þann sem hefur ekki lent í þessu að skilja lystarstol og lotugræðgi. Ég vil því benda öllum þeim á, sem eiga í eða telja sig eiga í þessum vandamálum, að ræða við einhvern sem hefur lent í þessu og skilur hvað við- komandi glímir við. Það hjálpar nefnilega mikið að tala við einhvern sem skilur að- stæðurnar. Það er í lagi að tala við foreldr- ana eða stóra bróðir en það skilar líklega litlu því það er ólíklegt að þau skilji þetta ástand og geti því lítið hjálpað. Þá er líka gott að ræða við geðlækni en fólk sem glímir við þetta er oft hrætt að leita til þeirra því þau vilja ekki láta það fréttast að þau séu í meðferð hjá geðlækni. Einnig er hægt að fá upplýsingar á vefsíðuna: www.persona.is." Myndir númer 1, 2 og 3 sýna Ásdísi um vorið 1995 þegar tískuheimurinnn sagði hana alltof granna. Eins og sést á mynd 3 hangir skinnið niður undir handarkrikanum og fætur og hand- leggir eru alltof grannir eins og sést einnig á myndum 2 og 3. IVIynd 4 er tekin um haustið 1996 og var það síðasta myndataka Ásdísar áður en hún ákvað að segja skilið við fyrir- sætustarfið og koma heim til íslands. Þá glímdi hún við lotugræðgi, var orðin þreytt á átköstunum, hafði bætt á sig og var ekki sátt við sjálfa sig. Hvað er lystarstol? ■ Hvað er lotugræðgi? Lystarstol einkennist af ýktum áhyggjum af offitu og áráttu- kenndri megrun sem verður að sjálfssvelti. Lystarstols- sjúklingar eru haldnir stöðugum ótta um að verða feitir og reyna í sífellu að grenna sig, þrátt fyrir það að vera orðnir lífshættulega grannir. Þeir borða einungis hitaeiningasnauðan mat, ef þeir borða eitthvað yfir höfuð, og matarvenjur þeirra eru undarlegar t.d. er algengt að fólk með lystarstol forðist að borða í návist annarra. Að auki stunda þeir oft mikla og erfiða líkamsþjálfun, kannski margar klukkustundir á dag. Líkamsímynd fólks með lystarstol er mjög brengluð og það telur sig mun feitara en það raunverulega er og trúir því ekki að það sé orðið óeðlilega magurt. Konur með lystarstol eiga það til að hætta að hafa blæðingar, glíma við svefnraskanir og þunglyndiseinkenni fylgja einnig. Lystarstol kemur oftast fram á aldrinum 14-18 ára. 90% af lystarstolssjúklingum eru konur. Helsti fylgikvilli lystarstols er lotugræðgi. Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinn hverri lotu er reynt að „hreinsa" burt hitaein- ingarnar sem neytt var t.d. með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. í lotuáti borðar sjúklingur óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tíma, þegar líða tekur á daginn eða kvöldin. Eftir átið fyllist fólkið þunglyndi og samviskubiti. Lotuát getur hæglega valdið hjarta- og nýrnasjúkdómum eða þvagfærasýkingum. Endurtekin uppköst eyða glerungi á tönnum og nöglum. Meirihluti sjúklinga þjáist af þunglyndi sem leiðir aftur til félagslegrar einangrunar. Lotugræðgi hrjáir aðallega ungar konur, en gætir einstaka sinnum hjá unglingum, miðaldra konum eða karlmönnum. Lotugræðgi getur reynst langvinn og þrálát.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.