Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 23
n Skapti Örn Ólafsson skellti sér á kaffihús eitt við Laugarveginn einn bjartan haustdag ekki alls fyrir löngu. Tilefnið var að hitta fyrir Þórunni Lárusdóttur leikkonu og eiga við hana viðtal um lífið og tilveruna, leikarastéttina og þann vágest sem eiturlyf eru. Það var fallegt og gott veður úti og ekki var viðmót leikkonunnar verra enda létt og skemmtileg í fasi. Þórunn hefur getið sér gott orð sem leikkona og hefur farið með eitt af aðal- hlutverkum í "Syngjandi í rign- ingunni" að undanförnu. Hún spilar líka á trompet eins og pabbi hennar gerði og finnst fátt skemmtilegra en að spila „Swinging Shepheard's Blues" með systrum sínum. Tek mína spennufíkn út á sviðinu! Stefnan sett á læknisfræði Svona til að opna viðtalið formlega spyr blaðamaður hver Þórunn Lárusdóttir sé í raun og veru? „Ég er fædd í Reykjavík en uppalin í Mosfellsbæ og er dóttir Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu og Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Ég var í lúðrasveitinni í Mosfellsbæ mjög lengi og átti þar margar, ofsalega skemmtilegar stundir þar sem ég spilaði á trompet ásamt systrum mínum tveimur, Ingibjörgu og Dfsellu" segir Þórunn og er greinilega skemmt við að rifja upp gamla tíma. Þórunn heldur áfram og segist hafa verið í Varmárskóla og síðar í Gagnfræðiskóla Mosfellsbæjar. „Það var ofsalega skemmtilegur tími bæði í Varmárskóla og síðar í Gaggó Mos en eftir það þá lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð." Þá skýtur blaðamaður inn í. „Þá kannksi á leiklistar- braut?" Og Þórunn heldur áfram. „Nei það er nefninlega svo fyndið að ég ætlaði ekki að verða leikari, eða ég viðurkenndi það allavegana ekki. Ég stefndi á að verða læknir og námið í MH var kannski grunnurinn að því . Ég tók mikla líffræði, lífefnafræði og efnafræði til að undirbúa mig fyrir læknisfræði. En þegar komið var að því að fara í Háskóla íslands, þá sá ég að ég þurfti að hugsa mig aðeins betur um, því að leiklistarbakterían var alveg að fara með mig! Ég ákvað að söðla um og fór í leiklistarnám í Bretlandi í skóla sem heitir Webber Douglas academy of dramatic Art." sagði Þórunn og bætti því við að nú væri hún orðin leikkona og lífið léki við hana. Ef við snúum okkur að öðrum sálmum þá ertu að leika í "Syngjandi í rign- ingunni" í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir og ferð þar með hlutverk fal- skrar söngkonu. Hvernig er það að vera mjög músíköfsk sjálf en þurfa síðan að fara með svona hlutverk? „Já, það er rétt, hún er alveg hryllingur," segir Þórunn og hlær. „Nei án gríns, þá er ansi erfitt að syngja falskt vel. Það verður eiginlega að vera músíkölsk manneskja í svoleiðis hlutverki, svo að vel sé gert, annars verður þetta bara leiðinlegt og ekkert fyndið. Ég held að mér hafi tekist ágætlega upp, áhorfendur hlæja og þá er markmiðinu náð," segir Þórunn og bætir því við að það sé yndisleg tilfinning. Leiklistin hefur forvarnargildi Þórunn útskrifaðist úr leiklistarskól- anum vorið 1998 og var í eitt ár í kjölfarið úti í Bretlandi að reyna fyrir sér í leiklistinni sem gekk ágætlega. Þá lá leiðin heim tii íslands eftir að henni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.