Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 31
búinn þá lá leiðið í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem ég útskrifaðist sem stúdent 1995. í dag er ég í Listaháskólanum þar sem ég er að læra grafíska hönnun og stefni á að útskrifast þaðan nk. vor," sagði Kristín Rós en hún komst í landsliðið í sundi árið 1987, þá 14 ára gömul og hefur verið í því síðan. „Ætli ég fari síðan bara ekki að vinna og æfa sundið ennfrekar," sagði hún en sundíþróttin á hug hennar allan. „Ég hef sett stefnuna á Heimsmeistaramótið í Argentínu í desember á næsta ári og er að byrja að æfa skipulega fyrir það mót. Nú hefur þú unnið ógrynni verðlauna, hvað stendur upp úr? „Ég á 10 medalíur frá Ólympíuleikum, þar af fimm gullverðlaun. Ég held alveg óskaplega mikið upp á þessa peninga en það er alltaf gaman að vinna til verðlauna," sagði Kristín Rós sem er greinilega mikil keppnismanneskja. Hvaða skoðun hefur þú á tóbaki og vímuefnum? „Ég er mjög mikið á móti tóbaki. Ég hef aldrei prufað tóbak né áfengi enda kæmi það niður á sundinu. Ætli það myndi nokkuð passa að vera á fullu í sundi og síðan reykja og drekka. En ég hef aldrei prufað þetta og ætla mér heldur ekkert að gera það." Telur þú að sundið haldi krökkum og unglingum frá því að fara að drekka og reykja? „Alveg tvímælalaust. Þeir krakkar sem stunda sundíþróttina eru alltaf á fullu við æfingar og að synda í stað þess að fara niður í bæ að djamma. Sundið tekur það mikinn tíma að flestar helgar fara í æfingar og keppnir. Þannig að það má segja að það séu forvarnir við þessu rugli að stunda sund og íþróttir." Nú ert þú búin að vera lengi að æfa sund og vinna næstum allt sem hægt er að vinna, ætlar þú ekkert að fara að hætta? „Á meðan ég hef gaman af því að synda þá held ég áfram. Og af hverju að hætta þegar gengur svona vel? En ætli það megi ekki segja að ég sé að toppa núna en ég ætla mér að ná toppnum á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004.“ Hver er formúlan á bak við svona góðan árangur? „Vera samvisku- samur og að hafa vilja og þor. Síðan náttúrulega að hafa áhuga á því sem maður er að gera og ekki spillir fyrir að hafa aga á sjálfum sér. Þetta á kannski allt við til að halda krökkum og ung- lingum frá rugli eins og brennivíni og reykingum." Spilar á frumbyggjahljóðfæri Alls fara um 18 klukkutímar á viku í æfingar hjá Kristínu Rós sem æfir um þessar mundir með íþróttafé- laginu Fjölni í Grafarvogi. „Það fara svona þrir tímar á dag í æfingar hjá mér alla daga vikunnar nema sunnudaga. Æfingarnar eru klukkan fimm á daginn og standa til svona átta. Ég er núna að æfa með Fjölni í Grafarvogi en var áður hjá Breiðabliki. Ég er svona að skipta um þjálfara og félag núna og ég verð komin á fullt eftir smá tíma.“ Hvaða skoðun hefur þú á fíkniefna- vandanum? „Það er nokkuð Ijóst að vandinn er mikill og nær að manni skilst niður í grunnskóla. Ég heyrði um daginn af einni stelpu í grunnskóla hér í Reykjavík að sjúkrabíll hafi þurft að sækja hana eftir að hún hafi sprautað sig. Þannig að vandinn er kannski meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Það þarf að leita einhverra leiða til að koma unglingum í skilning um hættuna sem fylgir því að vera í svona rugli. Þessir krakkar þyrftu kannski að finna sér eitthvað áhugamál eins og íþróttir ( stað þess að drekka og dópa," sagði Kristín Rós og bætti við að það ætti að tvinna íþróttastarf meira við grunnskólana með því að halda krökkunum lengur í skólanum á daginn við íþróttaiðkun. Áttu þér einhver áhugamál önnur en sundið? „Ég hef gert svolítið af því að mála. Það tengist kannski skólanum sem á hug minn allan þessa dagana ásamt sundinu. Þá hef ég gaman af tónlist og spilaði meðal annars á flautu og trompet þar til ég byrjaði í framhaldsskóla. Núna spila ég stundum á hljóðfæri sem heitir Dideridu sem er frumbyggjahljóðfæri frá Ástralíu, en ég keypti það f Ástralíu þegar ég var að keppa þar," sagði Kristín Rós og er greinilegt að henni er margt til lista lagt og prýddu veggir heimili hennar m.a. málverk eftir hana sjálfa. Skinfaxi þakkar Kristínu Rósu fyrir skemmtilegt spjall og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hlíðarfjall Akureyri Vetranþróttamiöstöö íslands, Akureyri Aðeins 7 km frá Akureyri í 500 m hæð yfir sjó. Veitingasala, skíðaleiga, stólalyfta, tvær spjaldalyftur, T-lyfta. Heildarafköst um 3000 m/klst. Fallhæð frá efstu lyftu að hóteli 500 m, lengsta skíðaleið 2,5 km. Göngubrautir 3,5 km, 5 km, 10 km. Skíðastaðir á Akureyri Hlíðarfjalli, 600 Akureyri Tel.: (+354) 462 29 30 Fax: (+354) 461 20 30

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.